Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 6
30 FRÆKO RN. Týndi faðirinn XL. Hann kom hingað með stofujurt, ofur- lítið tré, ungt ogveikbyggt; brumknapp- ar eru komnir á það og það vex brátt. »Þetta hef eg sníkt mér út,« segir hann. »Þú skalt hafa það til að horfa á, nú þegar byrjar að vora. En nákvæmar gætur verður þú að gefa því. Veizt þú hvað dulspeki er? Þegar þú virðir fyiir þér slíkt blóm og sérð að það vex, þá horfir þú inn í dularheima náttúrunnar. Sér þú ? I þessari litlu krukku er ein hnefafylli af svartri mold. Úr þeirri mold myndar jurtin það sem þú sérð hér: rót, stöngul, grein, kvist; svo knapp og blað; síðan blóm og ávöxt. En bæði heildin og hver ein- stakur hluti hennar er gert af að- dáanlegri íþrótt. Bæði heildin og hver einstakur hluti hennar, er slíkt völ- undarsmíði, að enginn listamaður gæti fundið upp á öðru eins, og litirnir svo valdir, að beztu málarar geta ekki líkt eftir þeim, þótt þeir taki á allri sinni list og öllu sínu litaskrauti. Allt þetta framleiðir jurtin úr einni hnefafylli af mold. Úr þeim moldarhnefa streyma fram litir og lífsmyndir með óumræði- legri fegurð. Það er eins og blómið hefði rætur sínar í undralandi eilífðar- innar, inni í sköpunardraumi drottins. Þannig streymir fram lífið og fegurðin allt í kring. Og það er ekki svo, sem þetta sé nein einstök tilviljun í heiminum, eða að þessi jurt sé þannig til orðin af handahófi. Það er ekki svo, sem hún ein sér hafi af hendingu öðlast hinn hulda kraft, Þetta kemur fyrir hvert ár og milljónir jurta leika þessa sömu list. Og hver um sig hefur sína sérstöku að- ferð; hver um sig hefur sína vissu liti og lögun, og allt er þetta gert af dýpsta hyggjuviti og með laðandi Iista- smekk, allt svo ákvarðað og óskeikult, eins og hver jurt hefði uppdrætti að fara eftir. En þó eru engar tvær að öllu eins. Já, líttu á þetta, og sjáðu hvíh'kt reg- indjúp ráðgátna getur opnast þér í einu slíku smáblómi. Og taktu eftir, hvort þetta blóm hefur ekki ýmislegt að segja þér.« XLI. »Eins og jörðin gengur kringum sól- ina, þvert á móti þvi sem oss virðist, svo eru og á lífsins efstu og æðstu stigum sannindin gagnstæð því sem sýn- ist vera. Barnið heldur, að það nái himninum af næsta Ieiti. Gamalmennið veit, að leiðin til himinsins liggur í gegnum gröf- ina. Viljir þú ávinna þér hrós og sækist þú eftir því, þá verður þú að athlægi; en gerir þú gott verk, án þess að hugsa til hróss fyrir það, þá berst lof þitt út um allar sveitir áður en þú veizt af. Sá sem vill ná ástum einhverrar konu segir ekki viðhana: Þú skalt elska mig; hann segir: eg elska þig. Og hann gerir sér far um að sýna henni ást sína. Að búa til falska peninga, eða stela peningum, sýnist beinasti vegurinn til auðlegðar, en er vegurinn til þess að missa allt. Hversvegna menn eru svo þunglyndir ? Af því þeir vænta gleði sinnar frá öðrum. Þeir ættu að gleðja aðra; þá yrðu þeir sjálfir glaðir. Vér trúum á það sem sýnist vera, og grípum í tómt. Vér viljum fara skemmstu leið inn í lífsins paradís og stíga upp í himininn af næsta leiti. En sá sem gefur, hann vinnur, og sá sem tekur frá öðrum, hann tapar. Sá sem vill voldugur vera, hann skal öðrum þjóna; en í heiminum vilja allir vera húsbændur og herrar, en verða þrælar. Og á vorum tímum vildu allir verða jafnir og frjálsir, en urðu allir jafnófrjálsir. Og öll gæði lífsins voru breidd út frammi fyrir ránshöndum hins sterkasta;

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.