Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN. HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM --*-+- RITSTJÓRl: DAVID ÖSTLUND. 4. árgangur. SeyðisflrDi, 19. marz 1903. 5. tölublað. LINDIN. Et' guðs barn viltu vera — ver það nú! Þér byrjar ei að bíða, þú átt boði guðs að hlýða: O, svo kom þú skjótt án kvíða,— kom þú nú! Ef Jesúm viltu játa, - játa nú! Hann kom á láð að líða og oss lífið gaf hið fríða; því bjóð þú lofðung lýða líf og trú. Á tímann skalt ei treysta: trú þú nú! því dauðinn öllu ægir, ei þeim ungu heldur vægir, og oss neitt ei annað nægir, en trú og nú. Því tak þitt ráð í tíma, tak það nú! Bið lausnarann þig leiða, og þinn lífsins veg að greiða og með blómum friðar breiða, bið hann nú! Ef guðs son vin þú velur, vel hann nú! O, lát ei tímann líða, og ei lengi guð þinn bíða, því að honum skaltu hlýða, hlýða nú! Matth. Joch. þýddi úr ensku. Það var haust. Morgunsólin hafði sent geislabrot inn um gluggann, inn í löngu mjóu gluggakistuna, er lá inn úr veggn- um. Það var eins og geislarnir væru að reyna að teygja sig sem mest þeir gætu innar og innar í kistuna og Ieita að ein- hverju innifyrir til að lýsa og verma. »Þú ert þá ekki enn komin út í góða veðrið,« sagði gömul kona, er lá í rúm- inu rétt á móti glugganum í herberginu, við litla dótturdóttur sína. »Eg hélt þú værir komin út, eg heyrði þig ekki syngja eða neitt til þín.« »Nei amma mín, eg hef alltaf verið að horfa á glugg- ann hérna; fyrst þegar eg kom ofan var hann svo frosinn, að eg gat ekki séð út, fyrri en eg var búin að blása og þýða blett svo eg sæi, hvort fuglarnir hefðu komið í moðið, sem eg fleygði hérna út fyrir í gær. Þeir hafa ekki komið, það er heldur ekki von, það hefur verið svo kalt. Þegar eg blés á gluggann, fraus hann strax og eg hætti að blása. En síðan sólin fór að skína á hann, sá eg koma dropa sem runnu niður eftir rúð- unni rétt eins og tár. Er það af því guð sendi sólina að þau þorna, amma mín?« »Já, elskan mín, guð sendi sól- ina hérna á gluggann til að þýða þetta fvost, og geislar hennar eru þeim mun hlýrri en andinn þinn, að þessir dropar koma, sem þú kallar tár. Bráðum verð- ur öll hélan horfin, yigeislar sólarinnar, sem cr eitt af kærleika guðs, þýða hél- una og þerra tárin, sem að sjálfsögðu koma við það að hún þýðnar.« »Það hefir verið ósköp kalt í nótt,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.