Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 3

Frækorn - 19.03.1903, Blaðsíða 3
FRÆKORN. 35 ari mannanna, frelsisins lind. Elskaða barn, þú þarft ekki að vera svonahrygg; eg hefi beðið lind kærleikans að svala hjarta þínu, og ef þú ætlar að falla, þá trúðu því, að armur hans er nógu sterk- ur að styðja þig. Líttu á þessa lind sem allt þolir. Láttu hana vera þjer fyrirmynd. Það er fjallið sem ekki bif- ast, hjarta hennar, sem býr hana svona vel út«. »Styddu mig nú heim. elskan mín«. Og gamla konan stóð á fa tur, en var mjög óstyrk, og sagði um leið og hún gekk af stað: »Þátrúogþol vil! þrotna, þrengir að neyðin vönd, reis þú við reir- inn brotna og rétt mér þína hönd« Nú er eg glöð. Einsogþúfær að sjá blómin þín með vorinu, fær þú að sjá mig aftur á vormorgni eilífðarinnar. Allt það, er við höfum nú litið yfir í dag, hefur mint okkur á það. Nu erum við komnar heim; eg þarf nú að hvílamig. Farðu að leika þér með hinum börnunum, látið ykkur koma \elsaman og látið rós gjeðinnar og sakleysisins brosa við ykkur, en vilji hún skrælna cða blikna, færið bana þá að lind kærleikans sem best svalar henni.s Veturinn var liðinn. Vorsólin dreifði fögru morgungeislunum yfir tún og engjar. Öll jörðin var nú klædd fögru sumar- skrúði, blómin voru sem óðast að springa út, alit var svo dýrðlegt og fagurt út að líta. Við sama gluggan og um haustið sat litla stúlkan. Morgungeislarnir léku nú um rjóða vangana; nokkrir fíflar, er vaxið höfðu upp úr moðinu því um haustið, breiddu út fögru grænu blöðin sín; dögg- in, er svalaði þeim, glitraði létt og þýð- lega í sólarljósinu um leið og hún féll niður, »Ó, elsku, litlu fíflar, eg var rétt áðan að hugsa um að slíta ykkur upp og setja ykkur á leiðið hennar ömmu minnar, um leið og eg kæmi til kirkj- unnar í dag, en eg get ekki séð ykkur faila svo fljótt. Standið hér kyrrir og gleðjið mig«. Það var flest sem vakti tilfinningar þenna bátíðlega hvítasunnudag. Það var nýbúið að taka eiðinn af börnunum og byrjað að syngja sálminn: »Drottinn, þú drottinn, vor hátign stór«. Enginn gáði að því þó ein lftil stúlka gengi út, eng- inn fytgdi henni, kraftur orðanna var betri til þess. Bak við kirlquna var nýlegt leiði, þar staðnæmdist hún og kraup niður yfirkomin af saknaðartilfinningu. Ó, hjart- ans amma mín! Ef þú hefðir nú lifað hjá mér, hvað eg hefði þá verið sæl. Þá hefðu ekki tárin mín fallið svona Ört f þessa mold. Guð minngóðnr! Þú, sem hefur skapað þau, og skilur hvað þau þýða. Láttu þann kraft, er knýr þau svona ört fram, vekja hana sem hér er hulin, svo eg fái að sjá hana, aftur eins °g eg hef fengið að líta litlu blómin. Hljómur kirkjuklukkunnar þrengdi sér í gegnum hverja taug og tók með sér þungt andvarp, er hvarf lit í geiminn. D. í Hkgr. „Drykkiumenn munu ekki erfa seuDs ríki.“ Getur guð verið svo strangur? spyrja menn. Ritningin svarar: „Dragið yður ekki á tálar, hvorki frillulífismenn, né skurðgoðadýrkarar, né drykkjumcnn né orðhákar, né ránsmenn, munu guðsríki erfa." 1. Kor. 6, 9. 10. „En allir vita, hvílík eru holdsins verk, að það er frillulífi, sattrlífi, stjórnleysi girndanna . . . öfund, morð, ofdrykkja, óhófs-veislur og aunað þessu líkt, og um það allt segi eg yður enn hið sama, sem eg hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, erfi ekki guðsríki. Gal 5, 19 -21. Er þá eingin von um sáluhjálp fyrir drykkju- menn? Jú, vissulega, en að eins með því að þeir hætti að vera drykkjumenn, eins og þeir verða að segja skilið við alla aðra lesti. „Hver sein er í Kristó, hann er orðinn ný skepna; hið gamla er afmáð: sjá, allt er orðið nýtt.« 2 Kor. 5,17. Þetta hefur fullt gildi einnig um drykkju- skapinn. Eftir að postulinn hefur sagt í 1 Kor. 6, 9.10., eins og áður er tilfært, að „drykkjumenn munu ekki erfa guðsríki," bætir hann við: „Þvílíkir voru nokkrir af yður áður, en nú eruð þér þvegnir, helgaðir og réttlættir fyrir Jesúm Krist og anda vors guðs. 1 Kor. 6, II. OOvG) .. (fl'OC’

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.