Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN. HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM ++ RITSTJÖRI: DAVID ÖSTLUND. 4. árgangur. Seyðisfirði, 3. apríl 1903. 6. tölublað. Moeldið. Ó mikli guð, sem iætur ljós og líf á jörðu streyma, þér flytur allt, sem hrærist, hrós um heimsins víða geyma; þinn styrkur verndar stórt og smátt, þín stjórn er náð og friður, þú lítur jafnt á lágt sem hátt, frá líknarstóli niður. Já, hvar sem reikar hugur manns um himin, jörð og flæði, þar skína verkin skaparans, með skraut og lífsins gæði; þú a'valdandi herra hár, sem hvers eins ræður dögum, hið veika, styrka, öld sem ár, fer eftir þínum lögum. Þú sendir bæði blítt og strítt, ei barni neinu gleymir, þín náð er eiiíf, veldi vítt, sem veröld alla geymir. Þú hrífur vini vinum frá, svo viðkvæm tárin faila, en aftur ljóssins landi á þú leiðir saman alla. Hkgr.: M. Markússon. -?g) Kaþólskir og mótmælendur. tsT~ Starfsemi sjöundadagsadventistanna hef- ur vakið athygli manna almennt úti um heiminn meðal annars á því, hvernig sunnudagsheigihald mótmælenda keinur í bága við biblíuna og lög drottin-', hin tíu boðorð. Að sjöundadagsadventistar hafi í þessu á réttu að standa, viður- kennist mjög almennt. Eftirtektavcrðar mjög eru í þessu tilliti greinar nokkrar, sem aðalmálgagn kaþólskunnar í Ameríku, »The Catholic Mirror«, fyrir nokkru flutti, og skulum vér hér gera dálítinn útdrátt úr þeim: »Þegar hinir biblíu-kristnu stóðu fram á móti hinni heilögu kaþólsku kirkju, héldu þeir engu eftir af þvi, sem hennar heilagi stofnari hafði innsett, nema biblí- unni sjátfri,er þeir kváðu sinn eina kenn- ara í kristilegri trú og bn ytoi. Eitt af þeim helztu tiúaratriðum var og er enn í dag, að það ætíð sé nauð- synlegt að halda helgan hvíldardaginn. I sannleika hcfur þetta verið hið einasta trúaratriði, sem fj;'ldinn af biblíukristnum mönnum hefur verið samþykkur í hin seinastliðnu þrjú hundruð ár. Hclgihald hvíldardagsins er aðalkenníngtn í biblíu- trúnni. En meðan farisearnir í fyrri daga héldu hinn rétta hvíidardag, þá hafa vorra tíma farisear (gjörandi reikning fyrir þvi', að þeir, scm fylgja þeim, séu nógu auð- trúa og einfaldir) ekki eitt einasta skijti á œfi sinni haldið þann kvíldardag, sem þeirra guðdómlegi meistari hélt til síns dauðadags og sem postuiar hans héldu

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.