Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 3

Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 3
FRÆKÖRN. 43 sáttmálsörk drottins birtist í hans musteri." (Sjá líka Opinb. 15, 5.) Þetta lögmál er kon- unglegt og sýnir oss, hvað er synd. Jak. 2,8—11. Það var ekki heldur eftir því lögmáli, sem Páll á þessum tíma var óaðfinn- anlegur, því það var á þessum ííma, sem hann sagðist eitt skifti hafa litað án lögmáls, nefnilega án þess lögmáls, sem sannfæri um synd gegn guði. En þegar boðorðið kom, lifnaði syndin við og hann dó (Róm. 7, 9. 10). — Páll var þannig ekki á þessum tíma ráðvandur eftir hinum tíu boðorðum guðs, þótt hann hvað ytri hegðun snertir væri óaðfinnanlegur eftir siðaskipunum Gyðinga, sem voru „líkamlegar tilskipanir" (Heb. 9, 10); því að hjarta hans var samt sem áður óbreytt. Og þegar hjartað var óbreytt, gátu ekki hin tíu boðorð vottað; að hann væri óaðfinnanlegur, - gagnvart þeim var hann í raun og sannleika brotlegur eins og aðrir farisear, sem vanvirtu guð með yfir- troðslu lögmálsins (Róm. 2,23). Já, þegar boð- orðið, guðs lögmál, kom og fékk að sannfæra hann um synd, þá varð hann ákaflega synd- ugur fyrir boðorðið (Róm. 7, 13). Hans fyrri ráðvendni varð að synd, þegar boðorðið kom og knúði hann til að taka sinnaskifti. Það scm harn 1 aíði treyst cg vcnað á, áleit hann nú eins og tjón og sorp sakir Krists til þess að fá þekkingu á honum, og sakir hans hafði hann líka misst allt. Og í honum fann hann hina réttu fórn og þekkinguna á þeim fagnaðarboðskap, sem fyrir trúna gerði hann sjáifan að fórn (Róm. 15, 16, 12, 1.) Þegar hann iðraðist og játaði syr.dirnar fékk hann fyrir trúna á Jesúm syndafyrirgefning og guðs réttlæti, sem lögmálið ekkí dæmdi sem synd. Því fyrir trúna á hinn sanna fagnaðarboðskap verða verk lögmálsins framkvæmd hjá mönnum; þeir verða gerðir að gjörendum lögmálsins (Róm. 2,13.15. Kap. 8,8. 4.). Þannig, segir Páll, siaðfestum vér fyrir trúna lögmálið. (Róm. 3, 31). Nú viljum vér spyrja þig, kæri lesari, hvort þú hafir reynt hið sama og Páll. Hefur þú líka traust á ytri hegðan en ekki á Kristi einum? Treystir þú því, að þú sért skírður, berir Krists nafn, lifir í kristilegu landi og fl. þvl., þá viljum vér grátbæna þig, kæri vinur, að byggja ekki lengur á svo fallvöltum grundvelli, heldur að snúa aftur og taka sinnaskiftum og segja sem Páll: „Það sem mér var ávinningur, met eg nú eins og tjón sakir Krists." Ef þú veitir Jesú viðtöku í hjarta þínu og treystir honum eingöngu, þá muntu reyna, hvílíkan frið og gleði það hefur í för með sér; þá óskar þú líka að vera undir búinn undir hans endur- komu; já, þá óskar þú, að hann komi skjótt! Mætti þetta verða ástand vor allra. -A3v§> -©ndo Klnverjar og: Bandaríkja- menn Eftir Hon. Wu Ting Fang, sendiherra Kínverja til Washington. Niðurl. Kínverskir foreldrar segja alvarlega við börn sín: Það er skylda ykkar að hlýða okkur. Ameríkanskir foreldrar segja: Við verðum reið, ef þið hlýðið ekki, og svo fáið þið engar sykur - plommur. Báðar aðferðirnar hafa sína kosti og Iesti. Ameríkanska aðferðin er frjálslegri og samkvæm stjórnarstefnu þeirra, en kínverska aðferðin venur börnin á meiri hæversku og undirgefni. Virðing fyrir hinum eldri er ein af frumreglum þeim, er heimspekingurinn Confusíus kenndi. Vér álítum óhlýðni barna v ð foreldra sína synd. Skyldu- rof að annast þau ekki í ellinni. Hví skyldu líka foreldrar eiga börn, ef ekki til að annast þau, þá þau verða gömul og lúin? I Kína eru foreldrar svo réttháir, að sonurinn má eklci yfirgefa fyrir eigin-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.