Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 4
44 FRÆKORN. konu sína. Þess vegna þykir oss meira varið i að eignast sonu en dætur. Son- urinn er stoð og stytta heimilisins. Þeg- ar dóttirin giftist, tilheyrir hún ekki leng- ur foreldrum sínum, heldur manni sín- í um og foreldrum i ans. Sonurinn er ! kyr hjá foreldrum sínum og álítur það siðferðislega skvldu að annast þau. I Kina er það skoðuð ógæfa mikil að eiga engin börn, og þvi fleiri börn, því betra. í Ameríku ætla eg þetta öfugt. Hér í Amer'ku er sagt, að einir foreidr- ar geti framfleytt tíu börnum, en tíu börn geti ekki séð fyrir foreldrum sínum. Einu sinni heyrði eg ameríkönsk hjón segja, að það væri sjálfsögð skylda for- eldranna að annast börn sín af þeirri ástæðu, að foreldrarnir ga fu þeim tiiveru án barnanna samþykkis. En börnin væru ekki skyidug að annast foreldrana af sömu ástæðu. Eg fæ ekfi betur séð, en að slíkt kollvarpaði öilu þjóðfé’agslegu fyrirkomu’agi. Það virðist eðiilegast, að hér sé samfara ástríki og skylda foreldr- anna til barnanna og barnanna til for- eldra sinna. Þegar faðirinn tekur frumburð sinn í faðm sér, hitnar honum ósjálfrátt um hjartaræturnar af þeirri tilhugsun, að þessi litla vera, sem er hold af hans holdi og bein af hans beinum, eigi að bera nafn hans og halda uppi heiðri ættar hans. Hann langar innilega tíl að annast það og veiía því al t hið bczta, sem hann megnar. Hvað er eðlilegra, en að slíkt ástríki veki samsvarandi tilfinningar í hjarta barnsins — löngun til að enduigjalda slíka umhyggju? Eg hef að eins minnst á þau atriði, er mér þykir inest um vert af því, sem fyrir augu mín hefur borið á þeasum 3. ára tíma, er eg hefi dvalið í Ameiíku Það gæti verið gagnlegt fyrir þessar þjóðir að bera sig saman meira og oftar, en gert er, þar sem önnur er hin frjáls- lyndasta og framgjarnasta þjóó í heimi, en hin frstheldin og gamaldags. Vera má að heppdegast fyrir báða málsaðila yrði millivegurinn. Freyja. (9 &Ð~Q) * Sras á veginum. Tveir svertingjar, sem snúist höíðu til afturhvarfs, lögðu það í vana sinn að ganga út til skcgarins hvor fyrir sig til þess að biðjast fyrir. Annar þeirra hætti samt að ganga út í skóginn, og það kom í ljós, að hann vxri faiinn að lifa í opinberum syndum. Hinn svarti bróðir hans aðvaraði hann og ragði, að hann hefði verið hræddur um, að það mundi enda þannig; því að hann hefði tekið eftir, að vegerinn til bænastaðarins var g rasi vaxinn Enginn af oss veit, hvar það muni enda, ef vér látum hjá líða að leita styrks hjá guði, Látum eigi grasið vaxa yfir veginn til bænastaðarins! --- Sem rási kjörð um hraun og hól. Sem rási hjörð um hraun og hól, eins hrekjumst vtr um geim. En hvar er lífsins líkn og skjól, sem laða vill oss heim? Til Ouðs! Þá ógu og efa slær, er ósk mín hjartanleg; en sagt er: „Elér" og „Sjáðu þar hinn sanna lífsins veg!" Til Krists, sein eirm er ljós og líf, mig langar heim frá sveiin, svo flytji' hann mig til fcður síns í friðarsalinu heim. M J. þýddi. JCitiar grajir. Lítill drengur fór að biðja til drott- ins um nýtt bjarta. Hann var spurður að því, hvað það var, sem hafði komið honum til þess að hugsa svo ;nemma um þetta. Hann svaraði: »Eg var úti á kirkjugarðinum, og þar sá eg maigar smáar grafir, og þær sögðu mér, að það eru ekki aðeins gamlir menn, sem deyja, heldur líka smá börn, og þá hugsaði eg mcð sjálfum mér, að tími væri kominn til þess að leita drottins. Ætli hann hafi ekki haft rétt fyrir sér >

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.