Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 7
FRÆKORN. 47 Þó lítur til mín Ijúfur hann og lýsir friði’ um grafar rann. Nú látið kirkjuklukkur gjalla. Eg kvaddi heim í sátt við alla. Mig hvílir rótt und himni há hinn helgi, djúpi friður. A leiði gróa grösin smá, sem góða vorið styður; en yfir flögrar fugl með söng og flugan suðar dægrin löng. Þá lífið fræi frjókraft gefur í foldu vært hinn dauði sefur. Endir. Merkir Íslendinqar um áfenqi Þorvaldur Thoroddsen professor (Tímar. Bókm., VII., 289): »í . . . Kynlyn-fjöll- um að sunnan . . . eru Mongólar . . . sem eru bæði Iatir og óþrifnir. Eitt sinn keypti hann (Prschevaiski, rússneskur Iandkönnunar-maður) smjör hjá rússa ein- um, og átaldi hann fyrir að bæði væri ull og skarn í smjörinu. Þá svaraði mon- gólinn: »Hverjum rjetttrúuðum ber að lifa eins og guð vill. Guð sendir oss skarnið eins og atinað, og því ættum vér þá ekki að taka við því eins og öðru?« Þetta er alveg sama eins og sumir drykkju- menn segja, að guð hafi skapað brenni- vínið, og því sé ekki neitt á móti því að drekka það.« Friðrik J. Bergmann prestur (ísland um aldamótin, bls. 285 — 286). »{>að er ósköp ... að svo fátækt land skuli eyða jafnmiklu ógrynni fjár til áfengis- kaupa. En því miður hafa höfðingarnir lengi gengið þar á undan, og alþýðan fylgt illu eftirdæmi þeirra . . . Von- andi er, að bráðum verði áfengissala öll og aðflutningur áfengis bannað með lög- um.» Páll Briem amtmaður (Andvari 1889, bls. 19): »Drykkjurútar . . . eru alveg eins mikið átumein fyrir mannfélagið og margir afbrotamenn, og á að tyfta þá.» Siqurður Sívertsen prestur(Tvær ræður 1875, bls. 5): »á minni skömmu lífstíð hefi eg séð marga verða að herfangi þess- arar svívirðilegu drykkjuskaparástríðu, og að síðustu að herfangi dauðans fyrir tím- ann; margir virðast ekki hafa lært mikið af óförum þeirra, sem ofdrykkjan sviftir lífinu.« Jón Thorsteinsen landí eknir (Skaðsemi Áf., Rv. 1847, bls. 11): » . . . heldur hefur af brúkun áfengra drykkja þar sem þeir eyða viti, fjöri, heilbrigði, efnum, hjús'kapar- og borgaralegu samlyndi risið alstaðar . . . meiri ólukka fyrir lönd og lýði, en máske hallæri, styrjöld eða drep- sótt ... því ofdrykkjan . . . vinnur daglega ár frá ári illt eitt, og eyði'eggur eigur og siðferði manna. Þarflegasta ráðið fyrir alla . . . . er að hafna öllum áfeng- um drykkjum«. Jón Hjaltalín landlæknir (Illbrt. 1871, bls. 91): »Brennivín hefur alis t nga nær- ingu í sér; það espar aðeins blóðrásina í svipinn, eykur um stu»:darsakir hita lík- amans, en þessum áhrifum bess fylgir linleikur í öllum líkamanum eftir á . . . það . . . eyðileggur ht Isu manna og styttir oft Hfdaga þe na nærft llt um allan þriðjung. Drykkjuskapurinn , ... er ódyggð og meinvætt í m mnlegu félagi.« Jónas Jónassen landlæknir (Alþ. tíð. 1898 A, 100): »F.g held að þetta frumvatp (takmörkun áfengissölu) sé eitt hið besta frumvarp, sem komið hefur fy ir aiþingi Islendinga«. Jón Bjarnason prestur í Winnt peg(Aldam. 1898, bl. 98). »Eg leiði algjörlega hjá mér, að lýsa cymdarástandi ofdrykkju- rrannsins. En þar á móti vil eg minna á það, að þar sem um ofdrykkjuna er að ræða, þá er þar sú synd, sem vafalaust öllum öðrum syndum fremur er líkleg til þess, að leiða mannin.i út í djúp spilí- ingarinnar, gjöra út af við matminn í öll- um skilningi, og um leið að kollvarpa gæfu annara«.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.