Frækorn - 30.04.1903, Síða 1

Frækorn - 30.04.1903, Síða 1
 R Æ KORN HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND. 4. ársrangrur. Seyðisfirði, 30. apríi 1903. 7. tölublað. ,,£g skunda til fakmarksins, til þess himneska hnossins". „En eitt gjöri eg: Eg gleymi þvi, sem bak við mig er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er, og skunda til takmarksins, til þess himn- eska hnossins, sem guð frambýður fyrir Jesúm Krist". Fil. 3, 14. F>ótt postulinn Páll tali hér af eigin reynzlu, þá eru orð hans engu að síður lýsing á hug- arfari og anda allra guðs barna, eins og hann líka segir til þeirra, er bréfið er stýlað til: „Þannig séum vér sinnaðir, sem fullkomnir erum". Fil. 3, 15. »Eitt gjöri eg“, segir postulinn. „Eitt er nauðsyulegt", segir Jesús við Mörtu, að útvelja hið góða hlutskiftið: að heyra orð drottins og clska það. Þetta, sem var verk Páls, var stöðugt um- hugsunarefni og áhugamál hans. „Eg gleymi því, sem bak við mig er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er". Ó, að vér, kæri lesari, inættum gera nið sama! Einusinni hafði Páll það, sem nú var bak við, fyrir fratnan sig. Hann hafði snúist og tekið aðra stefnu, en liann fylgdi einusinni. Vér verðuin allir að snúast þannig, og gera það hér á náðartímanum, svo framarlega, sem vér viljum ná inngöngu í guðs ríki. Það, sein hann gleymdi, var allt það, er þann hafði treyst á sér til hjálpar í andlegu eða tímanlegu tilliti. Nú áleit hann það „tjón" og „sorp". Hann gleymdi því, að hann var af kyni ísraels og Benjamíns ættkvísl. Hann gleymdi þeim réttindum, er hann hafði sem Ísraelíti, í samkundu Qyðinganna. Hann gteymdi umskurninni og fórnargjöf- unurn, þ. e. hann treysti ekki hinum holdlegu fórnum og hinni ytri umskurn, sem lét hjartað vera óumskorið í syndinni. Hann gleytndi þeirri speki, sem stríddi á móti guðs þekkingu, hvort heidur hann hafði numið hana við fætur Gamalíels eða annarsstaðar og gerðist heimskingi í augum heimsins vegna Krists. Hann gleytndi „kveðjunutn á torgun- um" og »helztu sætunum í samkunduhúsunum" og sælgætissamkomum höfðingjanna;" hann gat verið vel ánægður bæði við það að hafa allsnægtir og að Iíða skort. Hann gleymdi veraldlegum ávinning og auð, jarðneskum vinum og ættingjum, þ. e. hann elskaði þá ekki eins og Jesúm, hann lét eng- an þeirra aftra sér frá að þjóna Kristi og fylgja honum. Að vér verðuin að breyta á þennan hátt, sjá- um vér af orðum Jesú, þar sem hann segir: „Munið til konu Lots!" Og ennfremur: „Enginn sá, sem leggur hönd á plóginn og horfir á það, sem er að baki hans, er hæfur til guðs ríkis". (Lúk. 9. 62.). Þessi síðast til- færðu orð mælti Jesús í tilefni af því, að einn af þeitn, sem vildi fylgja honum, bað um að mega fyrst fara heim og kveðja heimílisfólk sitt.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.