Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 3

Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 3
FRÆKO RN. 5i staklingnum og fjöldanuín — en afturhvarf til kristindómsins, og til þess evangelíum, sem gefið er fátækum og ríkum, lærðum og ólærðum. Hinir kristnu Gyðingar Binkenniiegar trúarskoðanir. Persar, sem búsetja sig í Canada- Nýlega eru komnar fimm fjölskyldur — alls 35 sálir — frá Persalandi tii Canada og ætla að setjast þar að. Er það álitið, að þessar fjölskyldiir’ séu að eins fyrirrennarar nokkurra hundraða manna, sem munu koma frá því landi til Norður-Ameríku. Leiðlogi þeirra, séra Isaac Adams, er fæddur Persi, en hefur dvalið svo lengi í Ameríku, að þann hefur fengið amerískan borgararétt. Fyrir 12 árum lentighann í New-York með að eins 28 cents í vasanum. í þrjá daga hafði hann ekkert ann- að að eta en brauðskorpur, sem hann fann í öskukörfu. Ekki eitt orð þekkti hann í ensku. En á þessum 12 árum, sem síðan eru liðin, hefur hann tekið próf í fjöllistafræði, guðfræði og læknisfræði, hefur stofnsett skóla, farið uni alla Ameríku og haldið fyrirlestra, skrifaðýms- ar bækur, gert ferð heim til föðurlands síns og komið á innflutningi til Canada frá því, og mun hann hafa miklar afleiðingar. Þegar mað- ur, sem enn ekki er þrítugtir, hefur getað gert svona mikið og það þrátt fyrir alla erfiðleika, þá er það augljóst, að hann hlýtur að vera nteira en vanalegur maður. Menn herra Adams tilheyra trúflokki, sem enn er aðeins tiltölulega lítið kunnur í Canada. Peir eru Nestoríanar, nefndir svo eftir læriföð- urnum, Nestoríus í Konstantínopel á 5. öld. Leifarnar af þessum trúflokk eru aðallega i Persalandi og Tyrkjalandi. Það, sem einkenn- ir þá í trúarlegu tilliti, er einkum það, að þeir kenna, að Kristur hafi haft tvær náttúrur, gttð- dóntlega og mannlega, hvora út af fyrir sig, og það hafi að eins verið hin mannlega náttúra hans, sent hafi verið fæðingu og þjáningum undirorpin ; þar afleiðandi halda þeir því fram, að orðtækið „theotokos" („guðs móðir") geti ekki átt við Maríu mey, þar sem hún, - eftir því sem þeir kenna, að eins hafi verið móðir Krists að því er snertir hina mannlegu nátt- úru hans. Þeir segja, að af því að Nestor- ítts (lærifaðir þeirra) hafi haldið þessu fram, nfl. að hinar tvær náttúrur í Kristi hafi ekki verið samanblandaðar, þá hafi Nestorius fyrir það verið fyrirdæmdur sem villutrúarmaður. Nánara saart frá trú beirra Séra Adain segir, að Nestoríanar séu börn Abrahams, vinar guðs, afkomendur þeirra kyn- slóða, sem herteknar vortt til Assyríu af Sal- manazzar. Sannanir fyrir þessu segir hann að séu ljóslega lagðar fram í bók einni, sem trú- boðsstjórn Nestoríana hefur gefið út nndir nafninu: „Hin elzta kristna kirkja". Siðir þeirra, nöfn, helgihald sjöunda dagsins og hlýðni þeina við lög Móse benda á hebrezkan uppruna þeirra, því hvaða önnur þjóð mundi þanttig — aðskilin frá umheintinum og inni- lukt milli fjalla — fylgja gyðinglegum siðtttn. Á tíma postulanna var aðsetursstaður þeirra vel kunnur, og drottinn bauð lærisveinum sín- um að fara til „hinna týndu sauða af Israels- els húsi". Eftirtektavert er það, að þegar Gyðingar, sem þjóð, höfnuðu Messíasi, þá með- tóku bræður þeirra í Assyríu með gleði boð- skapinn um Krist, og þeir vor fyrsti þjóðflokk- urinn, sem gerðist kristinn. Um nokkrar aldir fóru kristniboðar þeirra alstaðar um löndin og boðuðu fagnaðarerindið; þeir komu jafnvel til Kína og minnismerki, sem þar er sett upp á 5. öld, vitnar um, að þeim hefur orðið ntik- ið ágengt. Gleymdur trúflokkur Þegar Múhamedstrúarmenn lögðu undir sig Vestur-Asíu, flúðu Sýrlandsmenn til fjalldal- anna í Kurdistan, til þess að bjarga lífi sínu og geta haldið við trúarbrögð sín, og um ald-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.