Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 4
52 FRÆKO RN. ur hefur þeim því verið gleymt. En fyrir hér- umbil 50 árum uppgötvaði amerískur kristni- boði, dr. Graift, þá og var sannfærður um það, að þeir væru, eins og þeir sögðu, afkomendur ísraels. Skólar voru stofnsettir í Oroomiah, bæði fyrir drengi og stúlkur, og þar sem þjóð- in yfirleitt er sérlega vel gáfuð, tókst mjög fljótt að lyfta henni úr þeirri fáfræði og niður- Iægingu, sem hún var í sokkin. Nafnið Nestor- íanar, sem þeir venjulega þekkjast á, var gefið þeim í hæðnisskyni af hinni rómversk-kaþólsku kirkju, af því þeir meðtóku Nestorius, biskup af Constantínopel, sem kaþólska kirkjan hafði lýst villutrúarmann. En sjálfir heiðra þeir nafn hans sem sannleikshetju. Þeir reikna uppruna sinn aftur til Tómasar postula og halda sjer stranglega við þá kenningtt, sem hann kenndi þeim. Þeir hafa verið kristnir síðan á tíma postul- anna, og öid eftir öld hafa þeir orðið fyrir of- sóknum og kúgttn af hendi Múhamedsmanna á Tyrklandi og myrtir og rændir af Kurdist- um. Á síðasta ári hafa því mjög ntargir Nestoríar.ar ákveðíð að yfirgefa iandið, þar sem þeir hafa orðið fyrir slíku harðrétti, og setjast að einhversstaðar ttndir brezkri stjórn. Nú eru á Persalandi um 150,000 Nestorían- ar. Um langan aldttr hafa þeir verið kúgaðir af Múhainmedsmönnum, Kósökkum og Pers- um, en samt halda þeir fast við trú sína. Nestoríanarnir eru gttðræknir, stilltir og starfsamir menn. Amen'sk blöð Iáta vel af þeim, sem kontnir eru til Vesttirheims, og þeir munu vera alls uni 200. Hugsttn þeirra er að korna á stofn nýlendtt í Kanada, og nokkrir attðmenn í London munu vera þeim hjálplegir i peningalegtt tilliti. /''''ð VORKOMA. Bráðum fer að færast lííí freðna jörðu, grös og jurlir grænka taka, gellur spói, lóur kvaka. Allt eins sálin ætti að verða afelskuhrifin, Iofa’ og þakka ljúfumdrottni; lof og dýrð hans aldrei þrotni. H. A. Krossinn Rússnesk saga eftir Arne de Witt. Rússneskur kattpmaður og Tartari vóru nábúar, sinn hvoru megin við stóra á. í fyrstu vóru þeir báðir mjög ríkir, en Rúss- anum gekk svo illa með fyrirtæki sín, að hann varð að síðustu öreigi. Hann leitaði því til nábúa síns, Tartarans, og bað hann að lána sér töluverða peningaupphæð. »Það skal eg gera með mestu ánægju«, mælti Tartarinn, »cn getur þú sett nokkurt veð fyrir láninu?« »Eg hef ekkert veð að setja og engan til að ganga í ábyrgð fyrir mig«, svaraái Rúss- inn hnugginn; en eftir litla stund mælti hann: „Jú, eg veit af einum. Jesús Kristur, sem hefur tekið að sér skuld mina við minn himn- eska föður, gengur líka í ábyrgð fyrirímig hér á jörðunni fyrir nokkurri peningaupphæð. Krossinn á kirkjubustmni set eg sem veð fyrir peningunum«. »Rað er gott«, mælti Tartarinn; »krossinn er ímynd trúar þinnar, sem kannske er ekki verri en mín«, og hann fékk hinum öreiga kaupmanni 6o þúsund rúflur. Hamingjan fylgdi nú Rússanum eftir þetta, svo að hann náði sér upp aftur. '"Nú heppn- aðist honum allt, sem hann lók fyrir, cg hann van búinn að eignast 200 þúsund rúblur, þeg- ar skip það, sem hann silgdi á einn dag nið- ur eftir Doná, hreppti óttalegt óveður. Kaupmaðurinn hugsaði nú eins og spámað- urinn Jóras forðum, að nú mundi guð ætla að hegna sér fyrir syndir sínar, og fór því að hugsa urn syndareikning sinn með sjálfum sér. Þá datt honum allt í einu í hugjánið, sem hann hafði tekið hjá Tartaranum, og sem hann hafði enn ekki borgað. „Það er þessvegna að eg á nú að farast hér«, hrópaði hann, »eg hef haft hinn heilaga kross sem veð fyrir skuldinni, og samt ekki borgað eins fljótt eins og ég átti hægt meá«. Hann tók nú dálitla tunnu ur.dan víni, og setti 60 þúsund rúblur í hana allt í silfri og lokaði henni síðan og henti henni í ána. Skömmu síðar slotaði veðrinu. Áin, sem Tartarinn bjó við, var ein kvísl úr Doná. Einn moigun gekk rússnesk eldastúlka, sem átti heima hjá Tarlaranum, ofan að ánni til þess að sækja vatn, þá kom hún auga á litla tunnu, sem fiaut á ánni skamt frá bakk- anum; hún óð út í ána og æltaði að ná henni, en gat ekki handsamað hana. Hún fór því aftur í land og hló með sjálfri sér yfir þvi, að hún skildi vera að reyna að ná í tunnuna, sem auðvitað væri tóm. Her.ni varð litið aftur út á ána, og þá sá hún að tunnan hafði aftur nálgast bakkann. Hún reyndi aft- ur til að ná henni, en þá flaut hún aftur lengra út á ána. „Rú vilt ekkert með mig hafa«, mælti hún og gekk heim á leið; en hún gat samt ekki

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.