Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 8
FRÆKORN. 56 nefsstaðaayrum á að vera sýkn af kærum og kröfum hins opinbera í þessu mili, Máls- kostnaður greiðist af almannafé". Dómur þessi er gleðicfni fyrir þá, sem unna tráarbragðafrelsi og málið hefur að því leyti mikla þýðingu, sem það í rauninni hefur snú- ist um það, hvort þjóðkirkjan hér á iandi skuli hafa lagaheimild til þess að þröngva mönnum til að ganga undir seremoníur sínar. — Óvíst er enn, hvort málið fer til æðri réttar. Verði það, mun því vafalaust verða fylgt með athygli margra. Aðalfundur'BIndlndisfélasrs Seyðjsfjarðar var haldinn sunnudaginn 26. þ. m. þar voru þessi mál til meðferðar: 1. Lagðir fram og úrskurðaðir ársreikningar félagsins. Við lok reikningsársins (25. þ. m.) er fjárhagur félagsins þannig: Eignir: 1. Húseign virt á . . . • . kr. 2900,00 2. ÚHstandandi skuldir ... — 264,43 3- í sjóði................. — 57,40 Samtals kr. 3221,83 Skuldir: 1. Við Sparisjóð Seyðisfjarðar kr. 300,00 2. Við Landsbankann .... — 100.00 Til jafnaðar, nettó-eignir — 2821,83 Samtals kr. 3221,83 2. Samþykkt sú breyting á lögum félagsins, að aðalfundir verði haldir 1. fundardag i janúar í stað, þess að halda þá að vorinu. 3 I stjórn fyrir næsta starfsár voru kosnir: Sig. Jónsson verzlurfarstjóri, formaður, Arni Jóhannsson sýsluskrifari, ritari. Fr. Gíslason úrsmiður, gjaldkeri. Gísli gullsmiður Jónsson. Gestur beykir Sigurðsson. 4. Samþykkt að mála hús féiagsins utan og innan í sumar og Gísla Jónssyni og Fr. Gísla- syni falin framkvæmd á því. Stórmerkileg sögubók eftir frœgan norskan höfund, verð í Noregi kr. 1,80 fœst á íslenzku ókeypis. Þetta þykir ótrúlegt, en er þó satt. - Nýir áskrifendur að Frækorn, IV. árg., 1903, sem senda borgun fyrir blaðið, kr. 1,50, fá ekki einasta blaðið allt árið, heldttr líka, senda sér hina stórmerkiiegu bók: „Týndi faðirinn“ eftir Árna Qarborg. , Bók þessi er vandlega þýdd úr nýnorsku. Útgáfa hennar vönduð og lagleg. Pappír fínti | og prent skýrt. Mynd af höfundinum fylgir. Hér er því ekki að ræða um lélega kaup- bætisskruddu, eins og sum dagblöð bjóða nýjum kattpendum, heldur um fyrirtaks rit- verk, sem allir geti haft gagn af að lesa. Upplagið er lítið, en eftirspurnin verður að líkindum mikil. Því eru menn hvattir til þess að nota tækifærið sem allra fyrst. Eldri skuldlausir kaupendur fá bókina til sín senda, ef þeir senda 75 au. í frí- ! merkjum ásarnt borgum fyrír yfirstand- andi árg. Fyrirlestur verður haldinn t' bindindishúsinu á sunnu- dagskvöld kl. 7 síðdegis. Aðgangur ókeypis. D. ÖSTLUND. BÆKUR. SPÁDÓMAR FRELSARANS og uppfylling þeirra samkvæmt ritningunni og mannkyns sögunni. Eftir J. G. Matteson. 200 bls. stóru 8 bl. broti. Margar myndir. í skrautb. kr. 2,50. VEGURINN TIL KRISTS. Eftir E. G. White. 159 bls. Innb. i skrautb. Verð: kr. 1,50. ENDURKOMA JESÚ KRISTS. Eftir James White. 31 bls. Heft. Verð: 0,15. HVÍLDARDAGUR DROTTINS OG HEÚGI- HALD HANS FYR, OG NÚ. Eftir David Östlund. 31 bls. I kápu. Verð: 0,25. VERÐI LJÓS OG HVÍLDARDAGURINN. Eftir David Östlund. 88 bls. Heft. Verð 0,25. HVERJU VÉR TRÚUM. Eftir David Östlund 16 bls. Heft. Verð: 0,10. Til sölu í Prentsmiöju Seyðisfjarðar. PRENTSMIÐJA SEYÐISFJARÐAR LEYSIR AF HENDI ALLSKONAR PRENTUN VEL OO VANDLEOA. VERKIÐ ÓDÝRT. Prentsm. Seyðisfjarðar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.