Frækorn - 14.05.1903, Side 2

Frækorn - 14.05.1903, Side 2
58 FRÆKORN. Montenegró. Fyrir norðan Albaníu, fyrir sunnan Herze- góvínu, fyrir austan Dalmatíu og fyrir vestan Tyrkland liggur lítið land, - geymt og gleymt á sumrin milli hárra, naktra, grárra fjalla, á vetrin hulið undir þykkri fannabreiðu. Land þetta er Mon tenegró. Nafnið er ítalskt, það þýðir „Svörtu fjöllin". Montenegró er landið nefnt í landafræðinni og mannkynssög- unni, Tsernagóra heitir það á landsins tungu, og þjóðin kallar sjálfa sig Tsernógórschi, þ. e. „Synir svörtu fjallanna". Landið er meðal hinna minnstu ogfátækustu í Norðurálfu*, og þó er það eitt hinna mark- verðustu, sem til er. Því er það ekki markverti að land eitt á stærð við minnsta amtið í Noregi og með viðlíka fólksfjölda og Kristjanía, hefur megnað í fleiri aldir, já meira að segja í fimm hundruð ár að verja það og vernda, er sér- hver þjóð telur dýrmætustu eign sína, nefnilega frelsi og sjálfstæði, fyrir einu stórveldi Norð- urálfu, því, er á sínum tíma var herskáast og ógurlegast? Hvað eftir annað hefur Tyrkland sent ógrynni mikinn liðsafla móti þessu litla landi, alltaf hefur það gengið illa, og með skömm og skaða hafa Tyrkir orðið að hörfa aftur, — ef þeir hafa annars ekki liðið algert niðurlag. — Því þar syðra hljóðar þjóðvísan á sömu leið og hér hjá oss: „Og heim kom enginn halur sá, er hermt gæti söguna rétta, hve hættulegt væri að heimsækja þá, sem haldast við svörtu kletta". Um land þetta eru sögð þau mikilfenglegu orð, að það sé einungis örlítill blettur á landa- bréfi Norðurálfu, að þar sé eigi fleira fólk en i meðalsókn, en að það samt sem áður eigi stórkostlega sögu, sem hugrekki og fræg land- og frelsisvörn í bágum og erfiðum kringum- • Montenegró er hérumbil 153 ferh. mílur á stærð; fólksfjöldi hérumbil 200,000, (sbr. stærðiMontenegrós við íslands, sem er rúmar 1900 ferh.m.). stæðum hafi gert að siðferðislegu þreki og andagift yfir allan heim um allar aldir. Glad- stone hefur tekið svo stórt til orða, að ekkert land eigi eins hetjufræga sögu og Montenegró, og að maður finni eigi einusinni jafnlíka þess í smá-lýðveldum Forn-Grikkja. Þetta ernúheld- ur stíft til orða tekið, þykir máske sumum? Er það nú ekki ýkt? Ferðastu [óangað sjálfur, sjáðu landið, sjáðu fólkið. Lestu það, sem skrifað er um Montenegró. Lestu sögu þess á islenzku, norsku, frönsku, þýzku, ensku, ítölsku - sagan er æ hin sama. Látum oss t. d. hlusta á það, er norskur kennari segir oss um álit sitt og skoðun á sögu Montenegró: »Þessi litla þjóð, sem einungis er um tvö- hundruð þúsund manneskjur, hefur í fleiri ald- ir barist sigurfrægt móti ógnar-ofurefli Tyrkja með ákaflegum þjáningum og fórnum. Saga hennar og lífsferill er hetjufrægðarinnar og ættjarðarástarinnar fagnaðarsöngur, sem leiðir ljósvakinn huga vorn að hinum stærstu frægð- arorustum, er mannkynssagan veit frá að segja, svo sem frelsisstríði Svisslendinga og Persa-stríði Grikkja, og það styrkir og eflir hið bezta í oss sjálfum að kynnast öðru eins stríði og öðrum eins sigri einnig nú á vorum dögum. Og eigi síður þroskar það oss og eflir að gefa gaum að hinum ríku ávöxtum, þeim dýrð- legu launum, er þetta dásamlega stríð hefur 'eitt af sér fyrir síðari þroskun og framþróun þjóðarinnar. Vér sjáum, hvernig Svartfjallabú- arnir gegnum þunga, en þroska-eflandi alvöru þessara hræðilegu bardaga hafa stigið inn á rika og víðtæka framþróunar-rás og) inn á þroskaskeið margra góðra og göfugra eiginleika. Á meðan þjóðflokkarnir umhverfis þá allir liggja i hyldýpi lasta og siðferðislegrar spill- ingar, hefur þetta fólk, gegnum eldmóð ætt- jarðarástarinnar vaxið og þroskast í göfuglyndi og sálartign, siðferðislegum hreinleik, tryggð og löghlýðni - í stuttu máli í dyggðum þeim, er enginc annar þjóðflokkur Norðurálfu í

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.