Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 4
6o F-RÆKORN, neinu tilliti — jafnvel eigi í fjarlægstu sam- líkingu — getur jafnast á við þá. Fórnar- vilji þeirra fyrir fósturj.'irðina virðist vera tak- markalaus, og ráðvendni þeirra stenzt sérhverja reynslu; í menntun og menningu virðast þeir einnig standa hinum fremmstu og beztu jafn- fætis. Og allt þetta er þvínæst byggt og líf- vakið af lifandi trú og guðsótta, er neyðin og og hætturnar hafa framleitt". Annar Norðmaður, hershöfðingi einn, sem sjálfur hefur ferðast þar syðra milli svörtu fjallanna, segir í bréfi til mín: „Hvað gðf- ugri, sjálf-fórnandi ættjarðarást og karlmann- legum dyggðum viðvíkur, standa Svartfjallabúar sem fremmsta þjóð i heimi. Jafnvel þótt nafn þeirra vegna kringumstæðanna eigi hafi ljómað eins fagurt í mannkynssögunni og nafn Spart- verja og Rómverja, hafa þeir þó í mörgu til- hti alls eigi staðið þeim að baki". Norskur herforingi, sem vann sér frægan orðstír í síðasta rússnesk-tyrkneska stríðinu segir: „Yfir gjörvallan Balkanskaga eru Svart- fjallabúar í mjög miklu áliti, og saga þeirra er eins og æfintýri". Jafnaðarlegar orustur mót ofurefli, hið stöð- uga stríð gegn óblíðri náttúru, er Svartfjalla- synimir hafa orðið að heyja í aldir, hafa gert þá að framúrskarandi merkilegri þjóð. Vér sjáum, að þeir útlendingar, er hafa heim- sótt landið, koma aftur dásamlega hrifnir af hinni eldheitu ættjarðarást Svartfjallasonanna, hinni göfugu fremdargirni þeirra, guðsótta þeirra, hófsemd i vínnautn, siðferðislegum hreinleik, nægjusemi og gestrisni. Svartfjallabúar eru kallaðir Spartverjar vorra tíma. Cettinje, höfuðborgin i Montenegró. Cettinje hefur einungis 12 — 1400 íbúa; og þó bærinn eiginlega sé eigi teljandi nema sveita- þorp, þá er hann samt sem áður mjög sjald- gæfur og merkilegur, það kemst maður að raup um, er maður hefur verið þar fáeina tíma. Þar er þjóðhöfðingjahöllin, erkibiskups-setrið, stjórnarhús, fangelsi, spítali, kennaraskóli, vopna- búr, hærri drengja- og stúlknaskóli — ásamt aðsetur rússneskra, enskra, tyrkneskra, austur- ríkskra, franskra og ítalskra seudiherrasveita, Það eru eigi mörg sveitaþorp Norðurálfu, sem geta hrósað sér af öðru eins. Flestir Norðurálfubúar hugsa sér víst Cettinje sem leiðinlegan bæ bæði að vetrar- og sumar- lagi, útlegðarstað, tilbreytingarlaust sveitaþorp, að vísu með fáeina undarlega og einkennilega íbúa, sann-nefnda hreystimenn - en auk þess án allrar siðmenningar. Jafnvel um miðsvetrarleyti býst maður við að finna dálítið af Suðurlanda-hita í Suðurlanda- bæ (Cettinje liggur á sama breiddarstigi og Rómaborg). Þess vegna verður maðurmjög forviða áþví að hitta bæði vel menntaðan, viðkunnanlegan og hugðnæman bæ, og á því að hitta fyrir því- lík feikna fannkýngi, er jafnvel fáir bæir í Nor- egi geta mælt sig við. Alstaðar gekk snjórinn upp að fyrstalofts glu?,gunum; eitt ár gátu menn gengið af snjósköílunum í götunum inn um gluggana á öðru lofti. Allan þann mánuð ereg var þar, var frostið milli 20 og 30 ° C; við höfðum inndælis skautasvell. og; afbragðs skíðabrekkur. Bærinn liggur hérumbil 6-700 metra yfir sjávarflöt. Hringinn í kring eru eintóm fjöll, storknað haf af steini og snjó. Hátt yfir alla fjallaþyrp- inguna rís hið tignarlega Lovtschen. Það er hið helga fjall Svartfjallabúa, þar efra hvílir þeirra ástkæri Petar „hinn mikli vladika." Þarna upp á efsta tindinum hafði hann valið sér grafreit, og þjóðin byggði bænhús yfir gröf- ina. Skáldlegri grafreit er vart hægt að hugsa sér. Hið hérumbil 2000 metra háa fjall sést langt út yfir land og haf, og krossinn gyllti á bænhúsbustinni blasir við hinum frægu Svart-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.