Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 6
62 FRÆKÖkN. að hefna sín sjálfir. Þjófar og ræningjar eru þeir a.ð minnsta kosti ekki; — ef það þá ekki er Albani eða annar útlendingur á meðal þeirra af tilviljun. Hinn franski ferðamaður Fríley segir, að á síðustu 20 árum hafi enginn þjófn- aður komið fyrir í Montenegró. Þýzkur ferðamaður, dr. Hassert, segir frá því, að stundum hafi hann fengið tugthúsfanga einn leigðan í sendiferð alveg út að landamærum. Einusinni sendi hann með honum töluverða peningaupphæð, er vel gat verið honum til freistingar; en dr. Hassert trúði fanganum, og hann varð heldur aldrei blekktur á því. F.f nokkur fanganna skyldi reynast óstýri- látur, þarf eigi annað en hóta honum líkam- legri refsingu. Það getur hrætt hinn hraust- asta Svartfjallabúa. Sá maður, er fengið hefur slíka refsingu, getur eigi lengur búið í Monte- negró, hann sjálfur og öll hans ætt er svfvirt og brennimerkt. Sjálfur verður hann að fara af landi burt, útlægur er hann; það ernæstum því dauðahegning; ættjörðin er lokuð fyrir honum. Landshöfðinginn í Pódgóritza, Martínówitsch sagði mér frá, að einn Svartfjallabúi, af þegn- um hans hefði verið dæmdur til reyrprikshýð- ingar fyrir nokkrum árum síðan. Hann sár- bændi um að verða heldur skotinn, en dóm- inum bar að fullnægja. Hann skaut sig sjálf- ur. Annars eru sjálfsmorð alveg ókunn í landi þessu, og seinna, er annað sjálfsmorð kom fyrir, varð þjóðhöfðingínn og þjóðin öll svo æf og gröm yfir þvílíku siðspilltu þrekleysi, að eftir- farandi lög voru samin: „Allir þeir, er svifta sjálfa sig lífi, eða einungis gera tilraun í þá átt, séu lýstir ærulausir, og sjálfsmorðingjar séu hengdir opinberlega í gálga í 24 klukkustund- ir. Það er hverjum Svartfjallabúa ósæmilegt og ósamboðið að svifta sjálfan sig lífi, er guð einu raeður yfir, og sem einungis má fórna fósturlandinu til varnar á vígvelli". - Þetta eru lög, sem óvíða eiga sinn jafnlíka og ein- kenna þar að auki mjög vel hina siðferðislegu afstöðu Svartfjallabúa. Fáeinir magrir hestar með ljót meiðsli gengu lausir niður við eitthvað, sem að sumarlagi máske gat verið garður. Það er farið illa með húsdýrin í Suðurlöndum, og Svartfjallabúar eru í því tilliti litlu betri en aðrir. En síðan 1. janúar 1893 hafa þeir fengið dýraverndunar- félög, og þareð þeir eru framúrskarandi lög- hlýðnir, þá er það vonandi, að þeir fari betur með húsdýr sín héðan af. Það er auðvitað ákaf- lega eftirtektavert, að svona lög skuli vera til í Suðurlöndum. Allir þeir, er hafa ferðast í Miðjarðarhafslöndunum, geta sagt hræðilegar sögur af Suðurlandabúum viðvíkjandi þrælslegri meðferð þeirra á dýrum. Loksins komumst við til póst- og ritsíma- slofunnar gegnum heljarmikil snjógöng. Þetta litla, merkilega land hefur ágætt póst- og rit- síma-fyrirkomulag. Ritsíma-leggingin er mjög fullkomin og er sérstaklega til vegna heræfing- anna og vígbúnaðar hersveitanna. Utan á hús- inu stendur skjaldarmerki Svörtufjalla, hvíturörn í bláum feldi, og gult ljón í brjósti arnarins. Ritsímaþjónarnir hafa auðvitaðallir marghleypur i beltinu og ganga í þjóðbúningi eins og allir aðrir. Við sendum hraðskeyti heim til þess að segja frá, að enn þá höfum við þó nefið á milli augnanna, þrátt fyrir það að við séum meðal þessara hræðilegu Svartfjallabúa. Rétt hjá ritsímastöðunni stendur löng, stór steinbygging. Það er hin hærri menntastofnun kvenna í Montenegró. Þú heyrir hljóðfæra- slátt! Máske lög eftir Orieg, Svendsen, Sind- ing.* Nóturnar hafa þær að minnsta kosti þar syðra. Þarna inni við skólaborðið hafa hinar fögru Svartfjalla-prinsessur einnig notið upp- fræðslu sinnar. Ðrottningin á Italíu, stórfursta- frú Nikólajewitsch, hertogafrúin af Leuchtenborg, prinsessan af Battenberg og prinsessa Xenía hafa hér setið samhliða borgaradætrunum í Cettinje og bændastúlkum ofan úr sveitum. Úr því við minnumst á prinsessurnar, langar okkur til að skoða heimili þeirra „höllina." * Nafnfræg norsk tónskáld. Þýð.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.