Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 7
FRÆKORN. Hérna er hún — og „furstatréð" fyrir utan. Undir því situr þjóðhöfðinginn, er hann dæm- ir. Þar eru dæmdir allir dauðadómar — og það hefur komið fyrir oft og mörgum sinnum. Blóðhefndin geysaði þar syðra til skamms tíma. Séum við heppnir, þá fáum við að tala við sjálfan þjóðhöfðingjann. Okkur er fylgt gegn- um neðsta loftið, þar sem alþingið („skúpt- schína") hefur samkomuherbergi sín, og upp um hrausta og göfuga hermanni, þjóðhöfð- ingjanum, sem maður veit það um, að hann við mörg tækifæri hefur sýnt mikið persónu- legt hugrekki og hreysti, hefur stjórnað og Ieitt land sitt gegnum tugi erfiðra og vanda- samra ára, hefur leitt hið fámenna herlið sitt svo margsinnis fram til sigurs móti ógnar-ofur- efli, hefur leitt þjóð sína langt fram í siðmenn- ingarlegu tilliti, gert land sitt að fyrirmyndar-- ríki — og er þar að auki mjög hugdjúpt skáld, breiðan stiga til bústaðar þjóðhöfðingjans. Heilmargir hraustlegir menn í litklæðum og með ljómandi vopn í belti sér standa á verði. Það eru „perjanikar", hirðmenn, 60—70 af vöskustu og ættbeztu drengjum þjóðarinnar. Það minnir um vörð hinna forn-norsku kon- unga. Svo er manni fylgt inn í áheyrnarsalinn, og maður sér þá sterkbyggðan, háan, herðabreið- an og gráhærðan Svartfjallabúa koma á móti sér. Hann er í hinum fagra búningi þjóðar sinnar, og maður verður alveg hrifinn af því að standa svona allt í einu frammi fyrir þess- svo bækur hans eru lesnar með eldmóði yfir öll slavnesk lönd. Með mestu alúð er manni boðið sæti — og vindlingur, og ræðan snýst létt og lipurt að ýmsum efnum, um ferðir, um lönd og þjóðir, náttúruna, stríð og frið. Höfðinginn hlýtur að hafa ferðast mikið og lesið mjög mikið. Manni verður það ósjálfrátt, meðan á samræðunni stendur, að minnast þess, er Alexander keisari sagði við hann í skálræðu einni í St. Péturs- borg: „að hann væri hinn einasti sanni vinur Rússlands". Um þjóð sína komst hann þannig að orði:

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.