Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 11

Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 11
FRMKORN 67 Hjálp til trúar. Merkur danskur prestur segir í fyrir- lestri, að hjálp til trúar sé það, að vera sannur; sá sem er sannur, leiðist til trú- ar á Jesúm Krist. Þannig ættu allir, sem eru ærlegir og einlægir sér sjálfum, að leiðast til trúar á guð og þann, sem sem hann sendi sem frelsara, I þessari staðhæfingu eru fólgin mikil og áríðandi sannindi, og vér viljum hér skoða þetta nokkuð nánara. Fyrst er hér talað um frelsandi trú. Trú sem getur flutt mann úr einni afstöðu í aðra, úr dauðans háska í öruggt hæli. Til þess að taka á móti slíkri trú er nauð- synlegt að sjá þörf sfna og hjálparann. Og það að vera sannur, mundi þá leiða til þess að verða sér hvorutveggja meðvit- andi. Þetta er einnig það, sem fyrnefndur prestur heldur fram. Hann sagir, að sá, sem er sannur, rannsaki sjálfan sig og kannist ærlega við það, sem hann finnur við þessa rannsókn, en það verður : þrá og skipu n. Sá, sem er sannur, elskar sanníeika og leitar þessvegna sannleikans. (Sbr. Jer. 5- I.) En sá, sem leitar sannleikans tileinkar sér þann sannleika, sem hann finnur og leitast við að fylgja sannleikanum að því leyti, sem hann þekkir hann. Og Jesús segir, að sá, sem sannleikann gerir, komi til Ijössins. Sá, sem er sannur, lærir einnig að skilja og gcra sér grein fyrir því, hvað sé sannleikur, Enn fremur beinir hann sannleikanum að sjálfum sér. Á þann hátt leiðist hann einnig til þess að dæma sjálfan sig; því að með því að beina sannleikanum að sjálfum sér, að hjarta sínu, fær maður að skilja sinn eigin vanmátt tilj hins góða og syndug- leika sinn. Að því leyti sem fyrirmyndin verður manni ljós, aukist tilfinningin um eigin synd. Sá, stm er sannur, lætur þannig dæma sig sannleikanum og rétt- laeti guðs sem syndara. Þessi dömur verður kveðinn upp í samvizkunni. En samvizkan getur kveðið upp réttan dóm aðeins að því leyti, sem hún er upplýst af sannleikanum. Það er því sannleik- urinn, sem gerir það mögulegt, að slíkur dómur geti orðið upp kveðinn, og að sá, sem er sannur, meðtekur slíkan dóm. Guð hefur opinberað öllum heimi meira eða minna af sannleikannm, og þvf kall- ast alheimurinn til reikningsskila. Sá, sem grefur sitt pundíjörðu, skal standa til ábyrgðar. Guð hefur á margan hátt gefið sig til kynna fyrir mönnunum, >Hans osýnilegu eiginleikar, frá sköpun heimsins skiljan- legir af verkunum, eru bersýnilegir, hans eih'fi máttur ogguðdómur.* Róm. I, 20. Es. 40, 21. Hann hefur aldrei Játið sig án vitnisburðar, þar eð hann hvervetna gerði oss gott, veitti regn af himnum og frjóvsamar árstiðir (Postg. 14, 17). Hann vitnar um sig fyrir dýr merkur- innar og fugla himinsins (Job 35, 11); fyrir stjörnur himinsins og liljugrösin á jörðinni o. s. frv. En vegna veikleika vors holds heyrum vér þessa rödd guðs í náttúrunni einungis eins og lágt hvíslandi tal, og því getur hún alls ekki komið í stað hinnar sér- stöku opinberunar guðs í hinu skrifaða orði. Fyrst 1 Kristi sjáum vér mynd guðs í fullkomleika. Jafnvel þött nátt- úran t. a. m gæti opinberað guð full- komlega fyrir oss, þá væri samt eftir mikill hluti sáluhjálparverksins, sem sé friðþægingin. Þegar vér nú höfum guðs sérstaka opinberun, ættum vér því auð- veldara að geta komisttil þekkingar á hinu sanna ásigkomulagi voru og leiðast til hins áðurnefnda dóms. Ekki aðeins möguleikinn, heldur líka viljinn til þess að vera sannur, kemur frá guði. Hann er sá, sem dregur manninn til sín og skapar bæði vilja og gjörðir hjá honum. Og þannig er það fyrir áhrif hans kraftar, að maðurinn leiðist til trú- arinnar. Viljinn til að vera sannur kem- ur, eins og sagt er áður, fram sem boð, sem löngun. Þessa löngun framleiðir sann- leikurinn sjálfur. Eins og sá, sem er í tímanlegu myrkri, öskar ljóss, þráir líka sá, sem er af sannleikanum, ljós sannleik- ans, heldur en að vera í myrkri. Syndin getur aldrei fullnægt manninum, aldei gert hann sælan, aldei veitt honum frið í hjarta. Sá sem er sannur, finnur því, hversu svikul að syndin er, og eins finnur hann

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.