Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 12

Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 12
68 FRÆKORN, það, sem betra er, sem hann hefur löngun eftir. Jafnframt þvi' að guð gefur manninum þekkingu á sannleikanum, gefur hann hon- um líka boð, sem eggjar hann til þess að gjöra sannleikann. Boðið er innifalið í sjálfum sannleikanum alveg á sama hátt, og kærleikurinn hefur með sér boð um að elska. Vér höfum því séð, að sá, sem er sannur, leiðist til trúarinnar á frelsarann, og að hann, með því að veita sannleik- anum viðtöku, finnur hjá sjer dóm, löngun og boð. Hversu nauðsynlegt er það ekki fyrir oss, kæru vinir, að vera sannir í öllu og meðtaka og ganga í sannleikan- um. Hvöt frelsara vors er: »Stutta stund verður ljösið eftir meðal yðar; gangið, meðan þér hafið ljósið, svo myrkrið yfir- falli yður ekki.« Jóh. 12, 35. Nils Andetson <9*<e)lil<37síá ~e> Punglyndur listamaður. Hinn frægi Bíancoletti, sem gat skemmt allri Parísarborg með list sinni, sjónleika- list, kom einn dag inn til frægs laknis til þess að leita ráða hjá honnm gegn veiki, sem með hverjum degi var að ágerast. Hvað það væri? Þunglyndi, sem ekkert hefði enn getað rekið á brott. »Drekkið gott vín«, sagði lækniiinn, sem ekki þekkti sjúklinginn. »Eg hef hið besta vín í kjallara mín- um, en því meira serr eg drekk, því þung- lyndari verð eg.« »Reynið þér þá að ferðast. Það mun gera yður gott.« »Eg hef ferðast um alla Evrópu, en þunglyndi mitt fylgir mér alstaðar. »Það er mjög merkilegt, sagði lækn- irinn. Þá hef eg ekkert annað ráð að gefa yður, en að þér farið á hverjum degi á ítalska sjónleikahúsið og sjáið hinn fræga Bíancoletti leika. Það mun hafa sérstaklega upplífgandi áhrif á yður.« »Æ! heira læknir» sagði sjúklingur- inn, »þegar ekki eru til önnur ráð, þá er vonlausl um mig; eger sjálfur Bíancoletti.* >Gleðjistídrottni.* Sú gleðiuppspretta mun reynast góð, þegar allir aðrir brunn- ar eru uppþornaðir. Jfeisfar. Óskir vorar taka meira rúm en hinar sönnu þarfir vorar. Ærist þú af freistingum? Gríp þá með þinni veiku trúarhendi hönd hins almátt- uga ! Hann mun hjálpa þér og opna fyrir þér sinn veg. Sá verðskuldar meiri he'ður, sem af- þerrar eitt tár, heldur en sá, sem úteys blóði manna í straumum. Dómur í máljnu út af gxeftrun Six. Einarssonar hreppstióra- í síðasta tbl. „Frækorna" var stuttlega minnst á dóm þennan, eri þar eð oss þykir hann í alla staði þess verður að birtast sem flestum, þá leyfum vér oss að prenta hann hér í heilu lagi ásamt dómsástæðunum: „Tildrög þessa máls eru þau, að 26. nóv. mán. 1901 lést. Sigurður hreppstjóri Einarsson á Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfirði, sern fyrir nokkru hafði lýst yfir þvr' við sóknarprest smn, að hann væri 'utanþjóðkirkjumaður og við hið almenna manntal 1. nóv. s. á. hafði gefið upp að haiin væri únítaratrúar. Ritaði þá ekkja hans, Arnbjörg Stefánsdóttir, sókn- arpresti sínum, tjáði honum, að hún væri sömu trúar og maður sinn sál. hefði venð, og vildi því ekki nota þjóðkirkjuprest við jarðarför hans og spurðist fyrir um það, hvort sóknar- presturinn vildi eigi þrátt fyrir það leyfa greftr- un hans í kirkjugarði þjóðkirkjunnar. Þessu svaraði presturinn á þá leið, að hann áliti sig ekki hafa vald til að leyfa greftrun hins framliðna í grafreitrrm þjóðkirkjunnar, sem hann hefði yfir að ráða, nema því að eins að siðum hennar væri fylgt, þ. e. að segja, að þjóðkirkjuprestur jysi líkið moldu og sálma- söngur yrði viðhafður. Lét ekkjan þá 6. des. 1901 jarða lík manns síns sál. í mel fyrir ofan íbúðarhús sitt í Hánefsstaðalandi, í óvígðri

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.