Frækorn - 14.05.1903, Page 13

Frækorn - 14.05.1903, Page 13
FRÆKO RN. 69 moldu og án þess, að prestur væri þar við- staddur. Ut af þessu tiltæki hefur landstjórnin skipað fyrir, að ábyrgð skyldi komið fram á hendur Arnbjörgu Stefánsdóttur, og eins hinu, að hún hefur neitað að láta taka upp lík manns síns sál. og flytja það í vígða mold. Hin kærða hefur haldið því fram, að sér hafi eigi komið til hugar að jarða lík manns síns i óvígðri moldu, fyr en hún hafi verið búin að fá skýlaust afsvar um það frá sóknar- prestinum, að fá það jarðað í kirkjugarði, án þess að það yrði moldu ausið af þjóðkirkju- resti, en að maður sínn sálaði hafi oft verið úinn að biðja sig, og síðast í banalegunni, að láta eigi fylgja siðum þjóðkirkjunnar við greftrun sína og, að hún hafi lofað honum því á deyjanda degi, —það enda komið í bága við trúarskoðun sína að láta þjóðkirkjuprest ausa lík hans moldu. Síðan hin almennu hegningarlög frá 25. júní 1869 gengu í gildi, verður að álíta það mein- ingu laganna, að öll lík skuli grafin í vígðri moldu, eða í grafreitum þeim, sem utanþjóð- kirkjumenn þeir, er hafa prest eða forstöðumann, hafa gjört sér. Hinsvegar bera lög um utan- þjóðkirkjumenn frá 19. febr. 1886 það með sér, að það er eigi meining laganna að neyða utanþjóðkirkjumenn til þess að þiggja prests- þjónustu af prestum þjóðkirkjunnar, þótt ekki séu þeir í söfnuði, er hafi prest eða forstöðu- mann með konunglegri staðfestingu. Þeir hafa þannig verið losaðir við að þurfa að nota þjóðkirkjuprestana við giftingar, barnaskírnir og fermingar, og væri þá mjög óeðlilegt, ef þeim væri fyrirmunað að jarða lík náúnga sinna, nema siðum þjóðkirkjunnar væri fylgt við greftranirnar, og prestar hennar yrðu að ausa þau moldu. í kirkjurituali frá 25. júlí 1685 9. kap. segir og, að „þeir sem ekki hafa hina hreinu og réttu játningu vorrar kirkju, skulu grafnir í kirkjugörðum meðal kristinna manna, þó án þess að prestar kasti á rekum og haldi ræðu eða líkprédikun yfir þeim", og þótt þessu sje nqkkuð vikið við í „Hand- bók fyrir presta á íslandi", sem endurskoðuð er og prentuð í Reykjavík 1869 og staðfest með konungsúrskurði 19. febr. 1870, sbr. bréf kirkju- og kennslumála-ráðaneytisins til biskups- ins yfir íslandi 24. s. m. verður eigi þar af dregin sú ályktun, að utanþjóðkirkjumönnum sé nú skylt að nota presta þjóðkirkjunnar við greftranir sínar, því handbókin hefur aidrei verið birt sem lög fyrir almenning og getur því eigi hafa breytteldri ákvörðun umþettaefni. Þegar nú þess er gætt, að hinni kærðu var fyrirmunað að fá Hk manns síns jarðað í kirkjugörðum þjóðkirkjunnar, nema því að eins að þjóðkirkjuprestur jysi það moldu, en það hefði eftir framburði hennar komið í bága við trúarskoðun hennar og heit hennar við hinn framliðna á dánardægri hans, að hún fyrir- fram leitaði álits læknis um það, hvort nokkur sjúkdómshætta gæti stafað af því að hún léti jarða líkið á þeim stað, «em hún hafði valið, að greftrunin, eftir því sem upplýst er í mál- inu, fór í alla staði vel og sómasamlega frarn, að leiðið hefur verið hlaðið upp, umgirt ög friðað og sama trygging verið sett fyrir við- haldi þess og friðun framvegis, sem vant er að heimta af þeim, sem fá leyfi til þess að takaupp heimilisgrafreit, að hlutaðeigandi presti og kirkju hefur verið greitt legkaup og lík- söngseyrir, eins og líkið hefði verið jarðað í kirkjugarði, — þá fær rétturinn eigi séð, að hin kærða hafi með framferði sínu komið í bága við almenna mannúðartilfinningu, heil- næmis eða allsherjarreglu, traðkað rétti nokkurs né gerst brotleg gegn nokkru hegningarákvæði, sérstaklega þegar þess er gætt, að 15. gr. í lögum um utanþjóðkirkjumenn 19. febr. 1886 setur þeim eigi önnur skilyrði fyrir upptöku sérstakra grafreita en þau, sem hun hefur fylgt. Það verður því að áliti réttarins að sýkna kærðu af kærum og kröfum hins opinbera í þessu máli, og málskostnaðurinn að greiðast af almannafé. Á rekstri málsins hefur enginn ónauðsynleg- ur dráttur orðið. Því dæmist rétt að vera: Hin ákærða, Arn- björg Stefánsdóttir á Hánetsstaðaeyrum, á að vera sýkn af kærum og kröfum hins opinbera í þessu máli. Málskostnaðar greiðist af al- manna fé.« __________________ Matth Jochumsson: „Ó sruð. vors lands'' í norskri býðineu 1. O Qud, vort lands, vort Islands Qud, vi lover dit heilige, hellige navn, mens tidernes hærskarer knytter dig krans og heniler i evigheds favn. For dig er én dag saasom tusen aar og tusen aar dag ikkun er, en evigheds smaablomst, sem skjælvende staar og tilbér og — er ikke mer. Islands tusen aar, :,: en evigheds smaablomst, som skjælvende staar og tilbér og — er ikke mer. 2. O Gud, o Qud, vi böier knæ og bringer vort offer, os selv, som vi er; Qud Fader, vor Herre fra slægt og til slægt, frem vi stammer vort hjertes begjær. Vi beder og takker i tusen aar — vor enestse hjælp er fra dig; — vor tak og vor sitrende bön til dig naar, du, som styrede skjæbnernes vei. :,: Islands tusen aar, :,: som den kjölige morgen nu for os de staar, men dagen de förte med sig. 3. O Oud, vort lands, vort Islands Qud, vi lever som skjælvende, skjælvende straa. Vi dör, er du ikke vort lys og vort liv, saa at löftes fra stövet vi maa. O vær du hver morgen vort salige liv, vor kraft under dagens besvær, og oin kvelden din himmelske hvile os giv, ja, vort folk du i i naade vær nær. :,: Islands tusen aar blive blomstrende liv, hvis velsignelse naar ind i gudsrigets evige sfer. D. Östlund.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.