Frækorn - 14.05.1903, Qupperneq 15

Frækorn - 14.05.1903, Qupperneq 15
FRÆKO RN . 7i han-’a blessAin.'drott’- insl á Herr - e, skærm vort kæ - re Land; oint it, Lord, and love a - vow h 1 * é -0 r -*• J. w~ um dag - a heims - ins all - a. O, skærm dets dy - re Min - der! As long as earth re - main - eth. m -=rar v- -y—P- 0 ! Frá Montenezró. Oreinarnar „Montenegró" og „Cettinje, höfuð- borgin í Montenegró" eru teknar úr bók, sem verið er að prenta í prentsmiðju Seyðisfjarðar. Bók sú er eftir norskan herforingja, H. Angell; hún verður rúmar 160 bls. með fjöldamörg- um myndum. Helgi Valtýsson hefur þýtt hana. Herra Helgi Valtýsson hefur haldið æskulýðsskóla hér á Seyðisfirði í vetur. Var próf halaið um mánaðamótin. — Um skólakennslu Helga er það að segja, að hann hefur unnið að henni með stakri elju og dugnaði, og munu bæði skólabörn og foreldrar kunna honum þakkir fyrir. Hann ætlar sér að flytja búferlum hingaðtilbæjarins innan skamms. ..Ilmreyr." Herra apótekari E. Erichsen hér hefur búið til, úr íslenska grasinu með þessu nafni, nýja tegundaf ilmvatni,sem er mun ódýrara en ýms útlend ilmvötn. fl ngibjörg Snorradóttir Wium. 2. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum Ingi- björg Snorradóttir, prestsSæmundssonar, fædd 9. maí 1830 í Keflavík. 7 ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum að Desjarmýri í Borgarfirði og ólst þar upp fram á fermingar- aldur. Faðir hennar andaðist 1844. Eftir það dvaidi hún á Héraði og giftist þar tvítug að aldri Gísla Gíslasyni Wium. 1868 fluttu þau hingað til Seyðisfjarðar og bjuggu hér þangað til Gísli andaðist, 1883. i“au eignuð- ust 7 börn; 3. þeirra (stúlkur) dóu í æsku, en 4 náðu fullorðins árum: Snorri, sem síðast var forstjóri Pöntunarfélags Fljótsdæla, dáinn 1898, Þorbjörg, dáin hér í kaupstaðnum 1901, og Kristín og Þórunn, sem báðar búa nú hér, Kristín ógift, en Pórunn gift Lárusi Tómas- syni bóksala. Ingibjörg heitin var guðrækin og góð kona, greind og fróð, og naut hún að verðleikum heiðurs og velvildar kaupstaðarbúa. Jarðarför hennar fór fram á mánudaginn var, að viðstöddum fjölda manna. x. f Runólfur snikkari Sisjurðsson. Þann 8. þ. m. andaðist á heimili sínu Ósi hér í bænum Runólfur snikkari, sonur Sigurðar Runólfssonar og Sólveigar Gunnarsdóttur frá Brekkum í Holtum í Rangárvallasýslu. Runólftir sál. var fæddur 25. janúar 1850; systkini hans eru: Sigurður bóndi á Brekkum, Jón, Margrét og Vilborg í Reykjavík. Runólfur sál. dvaldi um nokkur áríReykjavík og nam þarsnikkara- iðn hjá Jakobi Sveinsyni. Þar giftist hann árið 1880 Þóru Eyjólfsdóttur Björnssonar frá Herdís- arvík, er lifir mann sinn. Þau hjón eignuðust 4 börn,og eru 3 þeirra á lifi: Sólveig Sigríður, gift Bjarna Jóh. Jóhannessyni prentara á Seyðisfirði, Stefán Páll trésmiður og Guðrún (12 ára) á Ósi hér 1 bænum. Runólfur heit. var vinsæll og vel látinn maður, dugandi og atorkusamur í iðn sinni, og mun það ef til vill hafa verið ofreynzla, sem var orsök í fráfalli hans. Jarðarförin fer fram á laugardaginn kemur frá Bindindishúsinu, um hádegi. x. ..Upplatí Frtekorna'* er nú 1500. eint. Og lítið af því er óselt. Margir nýir kaupendur hafa fært sér í nyt góða boðið, sem blaðið undanfarandi hefur augl. Þannig kom t. d. með tveimur seinustu póstum pöntun ásamt borgun frálOOnýjum kaupendum. Vér búumst við því að verða að auka upplagið enn að mun.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.