Frækorn - 22.06.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 22.06.1903, Blaðsíða 7
FRÆKORN. 79 Stundum talaði fólk í spaugi við þau um, að það væri band á frjálsræði þeirra og fjötrar, sem væru samfara hjónabandinu, en Henry Wolfertson hló bara — hann var æfinlega í góðu ska i Cg spurði, hvort nokkur maður eða kona, gift eða ógift, gæti nokkurn tíma sagt með sanni, að hann eða hún væri fullkomlega frjáls, því allir væiu einhverju háhir. Og það er gott, að það skuli vera þannig, því slíkt frelsi gæti á stundum orðið að þungri byrði. Frú Wolferston fann annaðslagið frænku sína, því að Isabella hafði allt of göfug- an hugsunarhátt til þess, að hin mismun- andi staða þeirra gæti orðið til þess að slíta hinum gamla kunningsskap þeirra. Samt sem áður var í ytra áliti rrikill munur á hinni ríku barónsfrú og fátækri embættismannskonu, en ennþá meiri var þó munurinn á lifnaðarháttum, hugsunum og tifinningum, sem auðvitað hefur komið af hinnm mikla mismun á stöðu þeirra í lífinu. Það var þessvegna ekkert undar- legt, þó |'ær fyndust því sjaldnar eftir því sem lengur leið, og Eunice fannst vera létt af sér þungri byrði, þegar hún kom heim frá því að heimsækja frú I.ester, því allt það skraut og glaumur, sem þar var, átti ekki við hana. Einn dag var það, að Eunice kom fyr að heirrsækja ísabellu, heldur en hún var vön ; hún var inni í herbergi sínu og leit út fyrir að vera hálísofandi, en þegar Eunice dró gluggatja'dið til hliðar og hádegis- sólskinið komst inn í herbergið, sá hún, að Isabella var b’eik í andliti og með þrútin augu, en áður en hún fengi tíma til að tala, sagði frú Lester: »Ó, Eunice, nú hefur í fyrsta sinni verið ó- samþykkja á milli okkar hjónanna.* »Það er vont — það er þó verulega vont. Og Francis.« — »Orðaðu hann ckki, hann er harður, stoltur og sérlundaður,< sagði frú Lester. »Þey!« hvislaði Eunice um leið og hún lagði fingurinn á varir ísabellu; »þú þú máttt ekki tala svona um hann, ckki einusinni við mig.« »Nei, farðu nú ekki að setja ofan í við mig,« sagði hin unga fagra kona ákveðið. Frú Wolferston hugsaði með sér, að það væri máski hyggilegast að hlusta bara á, þótt hún vissi, hve skaðlegur slíkur trúnaður getur á stundum vcrið. »Maðurinn minn fer aldrei með mig í fjölmenni,« hélt ísabella áfram. »Hann gengur stöðugt út — ekki með mér samt, heldur annaðhvort einn, cður með hinni le ðinlegu móður sinni, sem eg get ekki einusinni liðið að sjá í húsum mínum; hún lætur eins og hún ætti það, en eg er álitin eins og eitthvert núll — eg kona Francis Lesters. Eg orðaði það við hann í morgun að bjóða hfinni ekki svona oft hingað, svo að við gætum verið ein saman, bara ef hann vildi vera dálítið meira heima, en hann reiddist bara; varð samt ekki ákafur, því það er hann aldrei, en eg óska oft, að hann Væri það, þvi það væri mikið betra heldnr en þetta kaldlyndi, þegar hann er óánægður með e!tthvað.« »Er þettí allt saman?« spurði Eunice. »Nei, eg sagði honum, að hann þyrfti ekki að vera svo m'kið að heiman — eg gæti ekki liðið það, og hann svaraði eins rólega og hann er vanui: »Það stendur í þínu eigin valdí að láta samkomulagið milli okkar vera betra, en það er, og svo fór hann, en hann skal fá að iðrast eftir þv',« sagði ísabella, um leið og hún roðnaði talsvert. Eunice sá sti ax, að það var ekki hent- ugur tími til ávítana, og þar að auki hafði frænka hennar ekki að öllu leyti órétt, því sökin væri líka hjá manni hennar. Samt heppnaðist frú Wolferston að gera hana rólega, og var farin að hugsa um að gefa henni eitthvert gott og gagnlegt ráð, þegar hin gamla frú Lester kominn. Hin stuttlega kveðja, sem varð á milli konu Francis og móðir hans, gaf til kynna, að ósamlyndi væri millí þeirra, og .Eunice fór að bera tengdamæðnr þeirra saman, hvd ólík var þessi kaldlynda og stolt- lega kona hinni blíðu og góðlátlegu móður Henrys, og hún sá strax að lítið sam- band mundi vera á milli þeirra, þó tengda- móðurtitillinn væri annarsVegar. Frh.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.