Frækorn - 30.06.1903, Síða 1

Frækorn - 30.06.1903, Síða 1
FRÆKORN. HEIIYIILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. ---*--$♦- RITSTJÓRI: DAVID OSTLUND. 4. árgansur. Seyðisfirði, 30. júní 1903. 11-12. tölublað. Merkir bindindismenn — o — III. Magnúsprestur Jónsson, hinn mesti bindindisfrömuður Islands á hinni liðnu öld, var fæddur að Kristnesi í Eyjafirði 31. marz 1828. Foreldrarhans, Jón bóndi Jónsson og kona hans, Sig- ríður Davíðsdóttir, voru ættuð úr Eyja- firði. Þau voru fátæk og áttu alls 9 börn, Þá er séra Magn- ús var fyrir innan fermingu, fluttist hann með foreldrum sínum vestur að Víðimýri í Skagafirði; bjuggu þau þar, unz Jón andaðist. Snemma lýsti sér hjá séra Magnúsi á- köf löngun til náms, og kom faðir hans honum til kennslu til séra Halldórs Jónssonar, prests að Glaumbæ á Langholti í Skagafirði (síðar próf. að Hofi í Vopnafirði). Þá er fað- ir séra Magnúsar var dáinn, hugsaði fólk hans naumast, að hann gæti haldið námi sínu áfram, en sjáifur var hann á- kafur og ófáanlegur til að hætta. Síðan (árið 1846) komst hann í Reykjavíkur- skóla, með hjálp og styrk góðra manna. Á sumrin var hann í kaupavinnu, ýmist við kennslu o. fl. Hann útskrifaðist af lærða skólanum 1853 °g tók embættispróf á prestaskól- anum 1857. Sama ár vígðist hann að- stoðarprestur til séra Skúla Tómassonar að Mula í Aðalreykjadal. 1860 var hon- um veitt Hof á Skagaströnd, 1867 Skorrastaðir í Norð- firði. Árið 1883 var honum veitt Laufás, og þar andaðist hann 19. marz 1901. Kona séra Magn- úsar var Vilborg Sigurðardóttir; hún er enn á lífi. Þau eignuðust 4 börn, er upp komust, sem eru: Jón, nú land- ritari; Sigríður, nú til heimilis í Reykja- vík, ógift; Ingibjörg, kona séra Björns í Laufási; Sigurður, hefur nýlega lokið læknisfræðis-námi við háskólann í Kaup- mannahöfn. Um bindindisstarf- semi séra Magnúsar mætti margt og mikið segja, því hann var um lengri tíma mjög áhugasamur í því efni. Hér skal drepið á fátt eitt. í sjálfsbindindi með áfenga drykki gekk hann sumarið 1874, en sumarið 1877 stofnaði hann bindindisfélag í Norðfirði, sveiti sinn, og urðu þegar 12 meðlimir Séra Magnús Jónsson.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.