Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN. HEUYULISBLAÐ MEÐ MYNDUM. ---M*- RITSTJÖRI: DAVID OSTLUND. 4. árgrangur. Seyðisfirði, 10. júlí 1903. 13. tölublaö. Nokkrar vorhugsanir „Allt, sem ylgeislar bifa, vill nú elska og lifa, snerta hjörtu vor, sól! Syngið aldnir með ungum, öílum hljómi frá tungum vegsemd honum, sem voriðól." (Stgr. Th ) Engin tíð ársins er eins vel löguð til þess að vekja oss til umhugsunar, sem híð friðsæla vor; það varpar ljósi yfir vort innra líf. — Já, jafnvel hið sorg- mædda hjarta styrkist, og hin örmagna sál, sem ísgráir þokubólstrar vantrúar og vonleysis umkringja, fær endurnær- ing og svölun. Vorið, — aðeins við að heyra þetta nafn færist lif í oss og hjörtu vor fyll- ast af gleði. — Vorið, þegar allt það, sem legið hefur í dvala vetrarins, endur- lífgast. Frost og hel missir völd sín. Frjáls rennur áin eftir farveg sínum og óhindraður hoppar litli lækurinn hæð af hæð niður eltir hlíðinni. Skógarnir, eng- in og túnin, allt grænkar, og hin fjöl- breyttu, fögru smáblóm sitja sem perl- ur á hinum algræna sumarskrúða fóstur- jarðarinnar. Vorfuglarnir syngja, sólin stígurhærra og hærra á himinbraut sinni, og blessaðar, björtu vornæturnar eru komnar, Eg vildi, að þeir, sem svo oft eru að kvarta yfir því, að oss vanti fegurð hér á Islandi, og hér sé svo tilbreytinga- laust, vildu virða fyrir sér íslenzka vor- nótt, þegar fjörðurinn liggur spegilfagur, eng'i, tún og allt er hvanngrænt, fjöllin, háu og tígulegu, dökkblá, með fannhvíta jökulkórónu bera við heiðbláan himininn, en góðviðrismóðu leggur upp úr ám og vötnum. — Allt cr þögult og hljótt, að- eijas heyrist niður lækjarins og endrum og sinnum kvak sum.arfuglanna. Hvílík helgi og friður hvílir þá yfir vorri ást- kæru ættjörðu! — Osjálfrátt tökum vér þá undir með skáldinu og segjum; „Kærust sjón er sá eg sýndi móðurstorð, brjóst er barn við lá eg, blessa sonar orð; ei má eðli hagga, er það drottins gjöf, þar, sem var mín vagga, vil eg hljóta gröf.« Vorið hefui margan fagran boðskap að færa oss, aðeins vér kynnum að lesa hinar dularfullu rúnir þess. Sjálfur hefur guð í orði sínu kennt oss, hvernig vér eigum að virða fyrir oss grös akursins og fugia himinsins, þar scm hann segir, að jafnvel ekki hinn skrautlegi konungur Salómon hafi verið svo fagurlega klædd- ur sem eitt af blómum jarðarinnar: íÞannig skrýðir guð grösin á jörðunni, sem í dag standa, en á morgun verður í ofn kastað. Hversu miklu fremur mun hann ekki klæða yður, þér trúarveikir!« Jú, sannarlega! Þú kæra vor, sem fæiir oss Ijósið, lífið og unaðsfagra vor- fuglasönginn. Þú gefur css hugboð um: „þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vengi.« Þú minnir oss á ennþá æðra vor, — vorið síþráða, sem oss öllum er búið á landi lifenda. Betur vér iðkuðum með ástundun allt, sem gott er og göfugt.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.