Frækorn - 10.07.1903, Side 2

Frækorn - 10.07.1903, Side 2
98 FRÆKO RN. svo vér yrðum aðnjótandi þessa sælunn- ar og friðarins eilífa, alfullkomna vors. En því miður skjóta ekki öll sáðkorn frjóöngum, sem nái að vaxa, og ekki ná allir blómknappnar að breiða út fínu, fall- egu blöðin sín. Nei, ótölulegur fjöldi slíkra nýgræðinga fölnar og deyr -— nær, að því er oss virðist, ekki ákvörðun sinni. Hretviðri og harðar óvina'nendur eru skuld í slíku. Alveg eíns er því varið með mannlífið. Hversu iítið trúir hin eldfjöruga æska, hin unga, óspilita sál, að til sé í heim- inum öll sú ódyggð, mannvonzka og öfund, sem þar í raun og veru finnst. Vér þekkjum vel, hve athugunarlaust hinir ungu ganga hina hálu braut að víndrykkjuborði veitingamannsins, án þess að ihuga, að einmitt þar er uppspretta og aðalbækistöð óteljandi ódyggða, lasta og ljótra siða, gætandi ekki þess, að þar hafa \ ótal margir menn liðið skipbrot gæfu sinnar, og að þar eru grafnar feg- urstu vonir foreldra og annara elskenda þeirra, sem þar hafa vanið komur sínar. Vér þekkjum vel, hve oft bið góða, sem guð sáði í hjarta hins unga, er drep- ið, áður en það nær að þroskast. Hin- ir ungu, sem enn ekki þekkja vondar hugrenningar, varast ekki hinar deyðandi eiturörfar, sem svo oft koma frá tungum þeirra, sem gera sér að vana að ófrægja náunga sinn með ýmiskonar óvandaðri orðmælgi. Allt þetta, og svo fjöida margt fleira, starfar sí og æ deyðandi á hið unga og veika í akrl guðs hér á jörðunni. En betur, að sem flestir gætu sagt með skáldinu: >Syngjandi fuglinn burt flýgur fiugglaður himninum mót, illviljuð eiturkind hnígur afivana meiðar að rót.« Höfum sem fyrst hugfast, að afla oss sannrar menntunar, því >Hvad solskin er for det sorte muld, er sand oplysning for muldets frænde; Iangt mere værd end det röde guld, det er sin gud og sig selv at kjende,* segir danska skáldið Grundtvig í einum af sínum frægu söngum. — Lærum að þekkja þýðingu vors lífs í Ijósi kristin- dómsins. Gerum oss hugljúft að lifa sem líkast honum, sem lifði og leið fyrir oss, af kærieik til vor. Aukum ekki á byrði hinna sorgmæddu, sem stynja undir þunganum, heldur leitumst við að leiða ljósgeisla guðlegrar vonar og trúar inn í þeirra harmþrungnu hjörtu. Ef vér erum friðsamir, sanngjarnir, vingjarnlegir og giaðir í allri umgengni vorri við aðra, þá aukum vér á vellíðan og sælu sjálfra vor og annara. Látum vorið kenna oss að iyfta huga og sál, við og við, upp frá erfiði og áhyggjum daglega lífsins, til hinsháleita — bimneska, Vér erum hér sáðplöntur í akri guðs, og eigum síðar að gróður- setjast í hinum eilífa aldingaiði, og þar er oss ætlað að ná eilífri, alsælli full- komnun. Vorið minnir oss einnig á, að vér sá- um í andlegum skilningi. Allt hið góða og fagra sem vér gerum, allar freisting- ar sem vér sigrumst á, allt vort stríð, allar sorgir vorar og þjáningar — allt er þetta geymt hjá guði; vér höfum sáð því þar. — Kristján fjallaskáld kemst fallega að orði um þetla í kvæðinu: »Tárið«, þar sem hann segir : »Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er eg græt, því drottinn telur tárin mín — eg trúi og huggast Iæt.« Ráðgáta er allt vort líf, — þrungið, dularfullt draumóralíf! En á bak við allt hið óskiljanlega og órannsakanlega skín hin skæra sól alvizkunnar — — guðs hönd setti oss hér. Vér erum hans börn og hann hefur sagt : »Svo miklu sem himinin er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðrum vegum og mínar hugsanir yðrum hugsunum.« Felum oss hans forsjá og allt vort ráð. Byrjum ekki á því að leita hamingju vorrar út um alla heima og geima, heldur í voru eigin hjarta; þar er fram- tíð vor. »í*ér finnst allt bezt sem fjærst er, þér finnst allt verst, sem næst er; en þarflaust hygg eg þó,

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.