Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 3

Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 3
FHÆKO RN. 99" að leita lengst í álfum, vort lán býr i oss sjálfum, i vorum reit, ef vit er nóg«. segir Steingrímur Thorsteinsson. Myndum fyrst í oss sjálfum guðsríki og breiðum það síðan út á meðal þeirra sem vér höfum einhver áhrif á, ekki með ógnunum, fordæmingum eða uppgerðar- guðhræðslu, heldur sýnum i voru, blátt áfram daglega lífi, að guðs andi búi í oss. Unaðsríka, ástkæra vor I Undrunar- verð er þín fegurð ; hún er svo falslaus og hrein. Aldrei hefur hún blekkt nokk- urn þann, sem hennar hefur notið. Þú varpar dýrðarljóma yfit' fornhelga fjalla- landið — eyjuna hvítu yzt í norðrinu, — ættlandið mitt. Eg ann þér, inndæla vorgyðja, sem »svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum, til ísalands fannþöktu fjallanna heim, að fossum og dimmbláum heiðum.« Hvað er glys og skraut heimsinsámóti fegurð þinni ? J. H. <s eið aXs ~e) Líttu upp! »En þegar þetta tekur til að koma fram, þá títið upp og upphefjið yðar höfuð, því að j yðar Iausn er í nánd«. Lúk. 21, 28. I þessum fáu, en innihaldsríku orðum framsetur frelsarinn fyrir oss, hvernig vér getum orðið undirbúnir undir endurkomu hans, sem sé með því að líta upp og upplyfta hjörtum vorum til hins himneska. Kærleikurinn til hins himneska fæst með því að hafa himneska hluti í hug- anum. Satt er það, sem merkurprestur hefur sagt: »Þar, sem augað fer, þar fylgir hjartað eftir*. Kærleikurinn til guðs orðs fæst með því að lesa oftlega í biblíunni og hafa það í huganum, sem lesið er. Sá, sem tekur sér tíma til að umgangast guð, vinnur með því tíma, eins og sálmaskáldið segir : »Al!t, sem hann gerir, heppnast honum«. Frá drottni og orði hans kemur nefnilega skilningur og vísdómur til fýrirtækjanna. Til Jósúa sagði drottinn: »Legg ekki þessa lögmálsbók. frá þér, héldur hugsa um hana dag og nótt, svó þú megir halda og breyta í öllum hlutum éftir því, sem í henni stendur, þá skulu þér og vel heppnast öll þín fyrirtæki og þú verður vitur«. Jós. I, 8. Kohungárnir skyldu hafa lögmálsbókina hjá sér og lesa í henni »alla sína æfi«, svo þéir geti lært »að óttast drottin«. (5. Mós. 17, 19.). Israelsmenn skyldu muna eftir drottni með því að skrifa orð hans á ýmsa staði og hafa þau í huga, bæði er þeir unnu að störfum eða hvíldust. Látum þá oss, kæru vinir, taka fram hina kæru biblíu og láta drottin íræða oss. Og þar sem undirbúningurinn undir endurkomu Krists er í því fólginn, að fá j hjarta sínu upplyft til hins himneska, hversu áríðandi er það þá ekki, að vér léttum af oss allri byrði, leitum drottins j í alvarlegri og innilegri bæn og rann- sökum hans orð, til þess að hin himn- esku efni nái að gagntaka hug vorn. Já, kærir vinir, upplyftum augum vorum til fjallanna, hvaðan hjálp vor mun koma! A. A. Ný bók. Lýðmenntun. Hugleiðingar og tillögur eftir Guðmund Finnbogason. 230 bls. Akureyri 1903. Kostnaðarmenn: Kolbeinn Arnason og Asgeir Pétursson. Prentuð hjá Oddi Björnssyni. Akuieyri. Ar tgoi veitti alþingi hr. Guðmundi Finnbogasyni 2. ára styrk til þess að kynna sér uppeldis- og menntamálerlendis. Bókin, sem nú liggur eftir hann, er árang- urinn af þeirri för hans. Og það er óhætt að segja, að hr. G. F, hafi lagt rækt við það verk, sem honum var fengið. Hann á þökk og heiður skilið fyrir dugnað. Bókin er Ijóslega Og vel rituð, má heita skemmtilegur lcstum handa hverjum og einurr. Vér mælum hið tezla með bók- inni og vonumst að hún vetði svo almennt keypt, að þeir tveir menn, semgersthaía

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.