Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 4
íöó FRÆKORN. kostnaðarmenn að henni, skaðist ekki á útgáfunni. Bókin verðskuldar það sann- arlega, að hún sé keypt af sem allra flestum. Pappír, prentun og allur frá- gangur eins og mcnn eru orðuir vanir frá hinni ágætu prentsmiðju Odds Bjötns- sonar. Málið, ?em hún fjallar um, að koma menntunat viðleitni þjóðarinnar í gott horf, er svo m'kilsvert, að enginn maður ætti að geta látið það afskiftalaust. <s- ©) (Sf -Q) Heímili Svartfjallabúa — o— Lítilþægara fólk en Svartfjallabúar mun vart vera til í Norðurálfu. Lifnaðarhættir þeirra eru frámunalega óbrotnir og ein- faldir. Einungis í einu eru þeir ósparir og mikilmennskulcgir, og það er í klæða- burði. Hin sterka sómatilfinning og sjálfs- virðing þcirra bannar þcim að ganga illa til fara. Oft og einatt eru bóndabæirnir byggðir að innan eins og fátæklegt scl á vestur- landi í Noregi, þar sem lítið er um timbur, ensvoer einnigíMontenegró. Veggirnireru hlaðnir úr ílla höggnu grjóti, oft án stcin- h'ms eða kalks, og þakið er búið til úr trjágreinum með hálmi yfir. Frcmsta húsið á uppdrættinum á næstu bls. sýnir venjulegt bóndahús í sannri mynd. I glugg- unum eru oft cngar rúður, en stundum bara lélegir tiéhleiar. Hurðin er alveg eins og selshurð og stendur venjulcga opin bæði dag og nótt. Vindurinn fær því að leika lausum hala milli veggjanna, pótt hann cft sé haiðut og kaldut, cins og von er á öðru eins hálendi. Reyk- háfar eru mjög sjaldgæfir, húsin ciu byggð eins og norskir skálar (»reykstofur)« voru fyr á dögum, þar sem eldurinn logar á hlóðum eða afli á miðju gólfi eða í einu horninu. Við skulum fara inn í fyrsta húsið, er við hittum. Vio berjum ekki að dyrum, en göngum bara beint inn, eins og heima hjá okkur til sveita. I fyrstunni sjáum við máske ekkert fyrir reyk; en bráðum venjumst við birtunni og sjáum þá karl- menn, konur og börn sitja á lágum stein- um, trébekkjum eða lágum stólum hring- inn í kringum bálið, sem brennur á fá- einum stórum steinum á miðju gólfi. Svo stendur húsbóndinn upp úr stól, sem er skrautlegri en hinir og máske útskorinn, cða af steini, með scssu á; hann gengur á móti gestinum, réttir honum hendina, býður hann velkominn og leiðir hann til sætis hægramegin við »hásæti< sitt. Svo er sessa sótt handa pestinum, húsmóð- irin sópar snjóinn af fötum hans, og hon- um er á allan hátt tekið mjög vingjarn- lega. Kvennþjóðin dregur sig venjulega heldur í hlé, en börnin standa kyr. Þegar við etum búnir að heilsa öllum og höfum svarað öllum spurningum, sem vér bczt kunnum, t. d. hvaðan við komum, hvert maður ætli, hvað maður hafi fyrir stafni o. s. frv. — a'veg cins og heima hjá okkur — þá förum við að litast í kringum okkur. RcyksvattL, skrautlausir veggir er allt, sem við sjáum. Einasta veggjaprýðin er riffillinn og skotfærataskan, krossinn og einhver dýrðlingsmynd — og auk þess máske olíumynd af höfðingjanum og Rússa- keisara. Fjallabúar þar syðra verða að hafa keisaramynd á vcggnum eins og hér nyrðra. Matur er strax borinn á borð fyrir gestinn — alveg eins og hcima hjá okkur — og vonum bráðar bullar og sýður i stóra pottinum yfir eldinum. En á með- ?n er manni boðið að reykja af cllibouk (tyrkncsk pípa) cða þá vindling,Og svo fær maður kaffibolla. Kaífið er hitað á glóðinni í lítilli látúnskönnu á austurlanda hátt. Maturinn getur vcrið nógu góður; en venjulega á hann hálftlla við kræsinga- vanann maga Norðurálfu-ferðamanna; mað- ur verður að vera fjallabúi til þess að þola hann. Og þó gerir það e! ki betur en svo. Kjötið er hart, seigt og reyk- bragð að því, svínskjötið er gamalt og þrátt, brauðið þungmelt, fast og hart maísbrauð. En efmaður er ei með öllu óvanur íslenzku hangikjötí, gömlu skemmu- fleski og flatbrauði, þá kemst maður samt sem áður út af því. Með gestinum borðar bara húsbónd-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.