Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 10.07.1903, Blaðsíða 6
102 FRÆKORN. Trúarbragðaheimspekin Trúarbrögðin voru í miklu gildi og höfðu mikið gildi, en nú þarf þeirra ekki lengur við. Það sem þau vita, getum vér öðlast án þeirra, og það er þetta, að til sé það, sem hefur varanlegt gildi. Peirri trú hafa þau haldið uppi, þrátt fyrir allar þrautir lífsins, fallveltu og ófullkomleika. Með því hafa þau haldið uppi kjarkinum og lífskraftinum og gert framfarir mögu- legar. Nú er hlutverki þeirra lokið. Nú getur mannkynið haldið trú sinni á, að til sé það, sem hefur ævarandi gildi, þó það hafi engin trúarbrögð. Þetta er Höffding að reyna að sanna. Þurfum vér trúarbrögð til að getalifað? Höffding blandar hér tvennu ólíku sam- an, og segir, að það sé sama að trúa því að eitthvað hafi varanlegf gildi og að trúa á gildi lífsins. Væri hinu fyrra að svara, þá gætum vér vel komist af án trúarbragða, þvíað vísindin hafa sannað, að til séu þeir hiutir í náttúrunni, sem hafi varanlegt gildi, eins og t. d. kraft- urinn. Og þessari spurningu svarar H., og því kemst hann að þessari niðurstöðu. En það er ekki að svara spuiningunni: Hvers þurfum vér til að geta lifað? Hér er um það að ræða, hvort mannlífið hafi nóg gildi til að vega upp móti öllum þrautunum og vonbrigðunum. En því er ekki auðsvarað. Allir halda ósjálfrátt bók yfir líf sitt. Tekjurnar eru öll gildi h'fsins, gæði og gáfur, en útgjaldamegin er mæðan, þraut- irnar, vonbrigðin. — Þá er allt í góðu gengi, ef tekjurnar eru miklu meiri, þá standa hlutabréf lífsins hátt, menn eru ánægðir yfir lífinu, og gleðin veitir þrótt og þrck. En því nær sem dregur því, að tekjur og útgjöld standist á, því meir falla hlutabréfin í verði. En fari út- gjöldin fram úr tekjunum, þá leggst þung- lyndið eins og blindþoka yfir huga manns- ins, — svo hann getur tekið undir með skáldinu: »myrkur er í minni sál myrkra hugrenninga,* þá verður lífið óþolandi og maðurinn firrir sig lífi sjálfur. Hvernig hefur mannkynið fengið jafn- aðarupphæðina í reikninginn? Ekki með þvr' að bæta útgjöldunum við tekjurnar? Með trúarbrögðunum yfirleitt, segir Höff- ding; menn hafi sett ósýnilegar upphæðir tekjumegin, sérstaklega tvær: eilífa full- komnun, er sé takmark lífsins, og guð- dómlega handleiðslu, sem er þeim trygg- ing fyrir því, að þeir nái þessu marki. Engin kynslóð hefur getað það með öðru móti, ekki einusinni Búddatrúarmenn, sem hvorki trúa á guð sem föður mannanna, né ódauðleik sálarinnar,— bölsýni á hæsta stígi, tilvera mannsins ekkert annað en svipur. Hvernig jafna þeir þá reikning- inn til þess að lífið verði bærilegt? Með því að setja þetta óskiljanlega Nirvana tekjumegin. Það leysir menn ekki aðeins undan öllum vonbrigðum, heldur og vegur upp á móti þeim. Lífið hefur gildi þrátt fyrir allt, af því að Nirvana — persónu- leysið — tekur við, — það er undirbún- ingur undir það ástand. Enn hefur engin sú kynslóð verið til, sem ekki hafi einhvern guð og himin að hugga sig við. Hvað hefur Höffding í sæti trúarbragð- anna? Jarðbundna þjóðmenningu. Ef hún ein nægði til þess að hlutabréf lífsins hækkuðu í verði, þá hlyti löngunin til að lifa að aukast að sama skapi alltaf og alstaðar við þjóðmenninguna. Pað væri sama sem að vilja ekki líta við sögunni né þvf sem gerist i raun og veru. Var keisaraöldin rómverska, blómatíð þjóðmenningarinnar þar, öld lífsgleðinnar? Eða frægðaröld Forn-Grikkja? Var þá ekki sagt: það er bezt hverjum manni ! að vera aldrei fæddur, og sé hann fæddur, þá hlýtur hann að óska sér niður í ríki hinna dauðu, svo fljótt sem unnt er. Hefur löngunin til að lifa aukist að sama skapi og þjóðmenningin á þessari öld? - Nei, þvert á móti. Sjálfsmorðin hafa fjölgað. Hlutabréf h'fsins hafa fallið að mun í verði, þó að menntunin hafi veitt h'finu fleiri og fleiri »gildi«. Höffding segir: Það, sem vér teljum fagurt og gott, getur haldið sama gildi, hver sem forlög þess verða. Það þarf ekid að vara til þess. Ef það, sem er fagurt og gott, líður undir lok, ætli það yrði minna fagurt og gott fyrir því? Það heyrir til tign mannsins, að hann getur harmað og þjáðst.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.