Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN. HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND. 4. árgangur. Seyðisfirði, 17. júlí 1903. 14. tölublað. Synd dómur réttlæti Jóh. 16, 5-16. Brot úr rœðu eftir Chr. Bruun. Andi Krists befur starfað með þjóð- unum allt til þessa dags, á sama hátt og andi spekinganna (Sókratesar, Dar- wins, Herbert Spencers), eða kirkjuvin- anna (Lúthers, Hauges), en enginn haft eins varanleg áhrif. Andann, sem hann hlaut í skírninni, höfðu spámennirnir áð- ur haft, hann var til fyr en nokkurt mann- legt hjarta; — hann sveimaði yfir vötnunu.n á morgni sköpunardagsins, er jörðin skyldi síðan rísa úr og verða bú- staður manna — hann beið eftir að manns-hjartað opnaðist fyrir honum. . . . Þennan anda skildi Jesús eftir í heiminum. Hér talar hann um, að andinn skuli: »sannfæra heiminn um synd, réttlæti og dóm,«—oggjörahann (Jesúm) »dýrðlegan.« Heimur eru þeir menn, sem ekki vilja af öðrum æðri heimi vita en þessari jörðu, og eru alteknir af unaðsse'mdum hennar °S sorgum; — þann heim sannfærir and- inn um synd (drykkjuskap, lauslæti o fl.). Fáir vilja játa, að þeir séu syndarar. Að þeir trúa ekki — það kalla þéir ekki synd. Vér getum ekki trúað, segja þeir, og svo má heldur ekki heimta að vér gjörum það. En er ekki vantrúin undirrót allra synda — ofdrykkju, lauslætis, sviksemi, táldráttar, baktals, þjófnaðar, lýgi, dramb- semi. En í raun réttri er til ein synd -- vantrú, og ein dygð: trú — móðir dygð- anna; — »af því þeir ekki trúa.« Þá er trúin vaknar hjá oss, fær allt í oss hnekki, sem heitir synd. — Þá trúum vér á æðri heim, og þá fær konungur hans að búa í björtum vorum. Þá sprettur það út, allt hreint og heilt, göfugt Og ástúðlegt. »Því eg fer til föður míns« — gegn- um kvalir og dauða, til dýrðar guðs að nýju. Með þeim hætti birtist fyrst rétt- lætið til fulls í heiminum. Hann varð sjálfur að læra hina æðstu hlýðni af því að þola. Guð gjörði hann fullkominn með þjáningunum — með þeim gjörði hann soninn dýrðlegann. f>ví er hann hátt upp hafinn og getur dregið alla til sín. Hann er fullkomin fyrirmynd alls mannkynsins í sjálfsafneitun, hreinleika og kærleika. Um dóm — af því að höfðingi þessa heims, Satan, er dæmdur. — Nýja-testa- mentið sýnir, að Kristur kom eingöngu til þess að berjast við hann um yfirráðin yfir heiminum. Guð er máttugri, en það er einmitt með Kristi, sem guð hefur sigrað hann og engu öðru móti. Guðs ríki stóð þá ekki nema / cinum litlum afkyma heimsins, og var þá mjög daufur loginn á hinum helga lampa, og ekki annað sýnna, en ljós hans mundi slokkna. Auð- u^ustu, voldugustu, og mentuðustu þjóðir heimsins þekktu hann ekki — láu ínátt- myrkri heiðindónisins. Satan réð yfir heiminum og hans dýrð, og hann gat gefið hana hverjum sem hann vildi. Hástóll hans gnæfði við himni — var ekki aðeins höfðingí heimsins heldur og »guð heims- ins.« Þá kom Jesús sem hinn sterkari og gekk til orustu við hann, — hástóll hans hrundi; — »eg sá Satan steypast niður af himni sem cldingu« — sagði

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.