Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 3

Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 3
FkMKÖRN. Frœðslan og siðgæðið. Vonirnar hafa brugðist, sem menn gerðu sér um áhrif fræðslunnar á ungmennin. Aldrei hefur meira kapp verið lagt á ung- lingafræðslu en nú. Það er nú orðin skylda víðast hvar að fræða hvert einasta barn í Iandinu — skólaskyldan svo nefnda. Það er búið að endurbæta kennsluaðferð- irnar, Sj'nikennsla höfð í öllum greinum í stað þululærdómsins gamla og nafna- upptalningar. Námsgreinum hefur verið fjölgað; nú er ekki látið nægja lestur og skrift auk kristindóms; — nú er kennd landafræði, saga, kvæði, söngur og nátt- úruvfsindi. — Svo vöknuðu nýjar vonir. að þetta mundi efla siðgæði barnanna, reisa skorður við öllu siðleysi. En svo verður hið gagnstæða ofaná í opinberum skýrslum. Þar sem mest og bezt er kennt — í bæjunum, vex glæpafjöldinn hjá ungviðinu, munaðarsýkin, taumleysið, óbeit á hkaml. og andl. vinnu — í einu orði : siðleysi. Alyktun vor er því sú: Annaðhvort er öll þessi fræðsla siðspillandi og eyðir kröftum ungmennanna, eða: þó uppfræð- ingin sé komin ígo'.thcrf, þá tekst ekki, þá lánast ekki að gera æskulýðinnsiðbetri. Þetta tekur ekki sízt til kennaranna. En hvaða rétt hafa menn til að vænta, að það efli siðgæði að xenna fleiri náms- greinar? Þess má ekki vænta afkennslu í öðr- um námsgreinum en þeim, sem sérstak- lega lúta að því, hvernig ungmennin eiga að breyta, eins og í kristindóminum og svo að einhverju leyti í sumum hinna, t. d. móðurmáiinu (með stílum og ritgerða- efnum). En í öðrum námsgreinum verð- ur þessu síður komið við, eins og heilsu- fræðinni; þar eru talin ráð til að láta gott af sér leiða, til að varðveita heilsu sína og annara og bæta hana. Og sama er að segja um nytsemdarfræðsluna: eins og skrift, lestur, reikning, eðlisfræði, efnafræði, — þá fræðslu má jafnt nota til ills sem góðs; síðast er að telja sögu. landafræði, kveðskap, sönglist, ogaðmestu náttúrufræði. Hvernig geta menn vænzt þess, að þær námsgreinar, þó góðar séu í sjálfu sér, verndi og efli siðgæði? 107 Siðferðisleg hnignun er á tvær leiðir: Annaðhvort er viljinn sterkur til hins illa, eða viljinn til hins góða of veikur, og er skammt þar í milli. Getur það gjört menn siðferðislega dáðlausa, að afla sér fróðleiks? Já, því að skólagengnum manni hefur opnast heimur, sem ólærður verka- maður veit ekkei t um, þessi heimur dregur skólagengna manninn að sér, honum finnst hann ekki geti eingöngu fengist við h'kam- leg störf. Svo sígur áhann mók,siðferðis- legt og andlegt mók. Börnin í bæjunum eru svift allri bains- legri hlutdeild í að búa til þá hluti, sem þarf að brúka. Allt cr tekið í búðunum. Svo ganga þau löngum iðjalaus, fá enga hvöt til gagnlegrar iðju eða venjast henni. I skólanum eru þau frædd um margt og verða leikin í mörgu, — en til eins fá þau aldrei tilefni: að taka sjálf til starfa og komast að einhverri niðurstöðu, se’ja sér eitthvert mark, sem samsvari þörfum þeirra og óskum, og kröftum þeirra og efni til að vinna úr hinsvegar. Pað er þetta sérsfaka, sem hver og einn á að keppa að eftir kröftum sínum, sem eru mjög ólíkir, en fræðsla sú og leikur, sein skól- inn veitir, er eins fyrir alla, Barnakenslan svo nefnda bætir ekki úr þessu nema að mjög litlum hluta. I skól- anum vilja þau starfa, en fá ekki, og það hefur sín eftirköst, þegar þau eiga að fara að taka til gagnlegrar iðju. Svo verður þeim og hættara við freistingum í skólanum. Hver maður þroskast smátt og smátt, hann breytist ekki eins og skorkvikindi úr maðki í flugu, þegar skóla- gangan er á enda. Aðalorsökin er sú; að heimilislifið er að veslast upp. Foreldrarnir hafa engan tíma til að sinna börnunum sakir atvinnu sinnar Og ótal annara tafa. Trúnaðarti aust milli foreldranna og barnanna er fyrsta skilyrðið fyrir því, að heimilin hafi áhrif á börnin; en það getur ekki átt sér stað, nema foreldrar og börn lifi saman og taki þátt hvor t' annars sorg og gleði og ýmsum vonbiigðum. En aðalmeinið er, að í lífi fólksins vantar lotningu fyrir trúarbrögðunum, og með því er ölfugt hjartans líf gert að engu. Úr norsku.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.