Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 5
í 10 FRÆKORN. hrottinn er nálægur. Upp lyftið höfðum háft, því herrann nálgast tekur, sá guðs hinn góði son af gröf sem alla vekur. Hin ljúfa lausnar stund nú lýsir yfir jörð í trú og vissri von, svo vítt sem býr hans hjörð. Sjá, himinn, jörð cg haf nú herrans konnt boða, og sjálft guðs sannleiks orð hinn síðsta ntorgunroða, sem boðarfrelsi, frið, og fögnuð drottni hjá til har.da hverjum þeint, sem hér hann trúir á. Nú tendra trúar ljós, að taka móti drottni, og varast um frant allt, að andanz viðsntjör þrotni. Qjör hjartað: blítt og bjart, sein barn með glaða lund, og hugsa hreynt og frjálst um herrans komustund. Þú veizt, hann vinur er, sem vill þig sælan gera; þú veist að honum hjá er hólpnum gott að vera. Þó grátleg sé þín synd og sálar margföid neyð, treyst honnm, þér mun þá frá þrautum greiðast leið. Hann segir: Sjá, eg kem til Zíons þig að leiða." Um hennar perlu hlið hans hjörð á vegu greiða. í Zíon gljái gulls á götu hverri er; þar drottinn fyrst til fulls sinn frið mun veita þér. — L. H. (Frík.) —44*---------- Voðafejrar tölur Samkvæmt nýjum skýrslum verður Bakkus árlega 40 þúsundum manna að bana á Stór- bretalandi, 20 þúsundum á Niðurlöndum, 100 þúsundum á Rússlandi, 40 þúsundum á Frakk- landi, 40 þúsundum á Þýskalandi, á Norður- löndum og í Sviss 10 þúsundum. Það verða samtals 250 þúsund á ári, eða á 30 árum 71/2 milljón manna; og er það hérumbil jafn margt og tatið er að fallið hafi í öllum styrjöldum 19 aldarinnar til samans. í'lestum blöskrar hvílíku ógrynni fjár þjóð- irnar varpa í heri sína »til að tryggja friáinn,« en þó er það talsvert minna en það, sem þær fórna Bakkusi alls og alls. Þjóðverjar veittu árið 1898—99 nálega 660 milljónir króna til hermálefna, en sama árið létu þeir 2700 milljónir fyrir áfenga drykki, Svíar veita árlega 35 milljónir til hersins, en 80 milljónir eru beinir skattar til Bakk- usa1- þar í landi á ári, og er þó bindindís- hreyfingin öflugri þar en í flestum öðrum löndum. Heraflinn danski kostaði Dani 1901 nálægt 18 milljónir k.róna, en sama árið fórnuðu þeir Bakkusi 621/2 milljón króna. Vér ídendingar höfum ekki efni á að eign- ast fallbyssubát til að verja fiskimiðin, verð- um fegnir að fá þar hjálp frá Dönum, getum ekki byegt viðunanlegt sjúkrahús í höfuð- staðnum, en bítum auðsveipir á agnið hjá kaþólska trúboðinu, sem er komið til að varpa villumyrkri páfadómsins yfir landið vort, — en vér höfðum samt efni á því árið 1900 að kaupa 241,028 potta af brennivíni, 58,366 potta af öðrum vínföngum og 166,223 af öli og gefa fyrir það 373 þúsund króna! Það verður urn 5 kr. á hvert mannsbarn á landinu. ísland Astkæra ættarland, inndælt með Ránar band, fögur með fjöllin há, fann—jökla—gljá, ljúfan með lækjanið, lóukvak, þrastaklið— drjúpi þér drottins náð, dýrmæta láð! Framtíð þín bíði blíð, blómgist hver grund og hlíð, reisist hver runnur smár réttur og hár! Þjóðmenning þrífist best, þreklyndi, og dyggðin mest! Festi þér frægð vor þjóð, Fjallkonan góð! 2en. P. Srbndat (í „Bjarka*).

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.