Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 4
132 FRÆ.KORN . Undir feldi Eftir séra Vald. Briem. Á þingi forðum hann Porgeir lá undir feldi. Þá margt hann hugsaði, margt hann sá undir feldi. Og allt í kring var þar ys og þys, en ekkert gaf hann um slíkan ys undir feldi. Hann lagðist fyrir um ljósan dag undir feldi; hann svo lá eins eftir sólarlag undir feldi. Hann yrti’ ei nokkuð á nokkurn mann, og neinn ei þorði að yrða’ á hann undir feldi. En hví til hvílu gekk hann svo fljótt undir feldi? og hví svo mjög um sig hafði hljótt undir feldi? Hvort getur nokkur það gizkað á, hvað gamli maðurinn heyrði' og sá undir feldi? I hug var kristnin og heiðnin þar undir feldi. Það honum falið að velja var undir feldi. Ei nokkur hefur sem Þorgeir þá haft þvílík ráð, er svo margt stóð á, undir feldi. Nú mjög svo þóttu’ honum málin vönd undir feldi. En allt var lagt í hans eigin hönd, undir feldi, um helga kristni’ eða heiðinn sið, og hvoru skyldi nú veita lið, undir feldi. Hann heiðinn allt í frá æsku var, — undir feldi, — en litla fullnægju fékk hann þar, — undir feldi. Hann lítið kristnina þekti þá, en þar hann framtíðar vonir sá, undir feldi. Og hann var búinn að heita nú, — undir feldi, að hafna skyldi' hinni heiðnu trú, — undir feldi. Hann í því ráðinn að vísu var, en vafasemdir sér hreyfðu þar, undir feldi. Að aldri hniginn var Þorgeir þá, undir feldi. Á gamla breytingar flestar fá, — undir feldi. Það var sem kæmi þá hik á hann, er hlaut að uppkveða dóminn þann, — undir feldi. Þá sína minntist hann æsku á, undir feldi, og feðra goðin hin fornu sá, undir feldi. í æsku hafði hann á þeim trú, í elli skyldi þeim hafnað nú, undir feldi. Nú Þór var reiður, hann þóttist sjá, undir feldi; á lofti hamarinn hafði’ hann þá, — undir feldi. Og Þórs und hamrinum heiðin þjóð mót honum óð þá í vígamóð, undir feldi. Þar Krist hann hinsvegar koma sá, undir feldi, -

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.