Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 5
FRÆKORN. 133 og ljósu krossmarki’ lyfti' hann þá, — undir feldi. — En þá seig hamar í hendi’ á Þór, hin heiðna fylking þá riðlast fór, — undir feldi. Þá heyrði' hann óhljóð og orrahríð, — undir feldi. Og heiðni' og kristni þar háðu stríð, — undir feldi. Og allt var komið í bál og brand, nú barist sá hann um gjörvallt land,— undir feldi. Nú sá hann lögunum sundur skift, — undir feldi, — og sá af fósturjörð friðnum svift, - undir feldi. Og annar varð nú að víkja braut, nú velja’ um Þór eða Krist hann hlaut, undir feldi. Ei þorði krossinum Þór á mót, — undir feldi. — En Kristur skelfdist ei hamar hót, - undir feldi. — Nú kaus hinn sterkari Þorgeir þar, og þá ei hikandi framar var, — undir feldi. Og loks hann frið hafði fengið þá, undir feldi. Nú loksins rann honum blundur á brá undir feldi. Og Þór var horfinn með heiðinn sið, nú himnesk geisladýrð blasti við undir feldi. Þar kenna þóttist hann klukknahljóm undir feldi, og sætan heyrði’ hann þar söngvaróm undir feldi. Hvort fossins dynhljóð það voldugt var, og vorkvak fugla’, er hann heyrði þar undir feldi? Og ljúfan, inndælan ilm hann fann undir feldi, sem legði reykelsis-loga’ um hann, undir feldi. Hvort vorsins angan þarinndæl var af ótal blómum, er fann hann þar undir feldi? Hann þóttist prúðbúna presta sjá undir feldi. Þar glóði purpura og guðvef á undir feldi. Hvort morgunroði það vordags var á vængjum ljóssins er sá hann þar undir feldi? Á kertum skínandi kveikt hann leit, - undir feldi. Og geislar ljómuðu' um græna sveit, undir feldi. Hvort það hin leiftrandi vorsól var, í veldisljóma sem upprann þar undir feldi? Þar uppreis sólin í austri björt undan feldi, og Þorgeir vaknaði’ og uppreis ört undan feldi. Og heiðin nóttin í húmið seig, en heilagt kristninnar Ijós upp steig undan feldi. "W diT — Orðið „kom" stendur 678 sinnum í bibl- íunni, og þó eru sumir að segja, að guð hafi aldrei kallað þá til afturhvarfs.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.