Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 12

Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 12
f 8ö FRÆ.KORN. Undraverk —o— Fyrir nokkram dðgum kom bóndi til Píusar X., og af því að hann var frá fæðingarstað páfans, Trastevera, fékkhann loksins leyfi til að fá að talá við hinn heilaga föður. »Eg kem, sagði maðurinn glaður, »til þess að set’ja yður, heilagi faðir, að kraftaverk hefur verið gert á mér.« »Svo,« sagði páfinn, »í hverju var það kraftaverk fólgið, maður minn?« • Heilagi faðir, í mörg ár hef eg þjáðst af gigt í fótunum, og hafði aldrei frið, En svo fékk eg hérnaum daginn af syst- ur yðvars heilagleika í Trastevera e na gamla sokka, sem hafa tilheyrt yður, heilagi faðir, og varla var eg kominn í þá, fyr cn gigtin var horfin. Kraftaverk var skeð, og það þakka eg sokkum yð vars heilag!eika.« »Hm,« sagði páfinn, já, það er í sann- leika kraftaverk, góði maður. Jeg get sagt yður, að eg líka í mörg árhefþjáðst af gigt í fótunum, en mig hafa sokkarn- ir aldrei læknað.« mínútur voru eftir af viðstöðutímanum, var blásið til brottfarar fyrsta sinn. Þá fóru allir að hypja sig út úr borðsalnum og inn í vagnana Þá er 2 mín- útur voru eftir, var blásið í annað sinn. Þá flýttu þeir síðustu sér út, nemajósef; hann sat og hámaði í sig sem óðast. Þá kallar einhver til hans: »Jósef, flýttu þér! Komdu undir eins. Lestin er að fara.« — »Og aldrei skal eg trúa því, að...........n verði svo líðilegir að fara' á undan manni, áður en maður er búinn að borða,« sagði Jósef og sat sem fast- ast. — Tveim mínútum á eftir var blás- ið í þriðja og síðasta sinn og á sama augnabhki fór lestin á stað. •— Jósef varð þar eftir. Hann kom fram meðal landa viku eða hálfum mánuði síðar, sendur sem önnur óskilakind. Hann skildi engan og enginn hann. Honum þotti sín ævi ekki sem bezt verið hafa. J 6. ®NÖ (2Tt> 107t/2 árs unglingur. * Stundvísi Engri dyggð erum vér íslcndingar ger- sneiddari en stundvísinni. Ef eitthvað á að vera eða gera hjá oss á ákveðinni stund, þá má eiga vlst, að það verður ekki gcrt á þeirri stund. Eg man alltaf eftir Jósefi gamla með nefið. Hann var Húnvetningur og vest urfari. Járnbrautarlestin staðn.æmdist á stöðinni og inn í vagnana var hrópað, að hér yrði viðstaða í 20 mínútur til snæðings. Allir þyrptust út úr vögnun- um og ruddust inn í matsöluskálann á stöðinni. Fólkið var margt og »þröng á Jjingi«; sumir komust síðar að mat- borðinu en aðrir; Jósef einn með þeim síðustu; hann vat jafnan síðastur til allra góðra hluta og gagnsamlegra, Þegar 5 Danski læknirinn Ottosen sagði nýlega frá því í fyrirlestri, sem hann hélt í Hjörr- ing, að hann þekki mann, sem er 10 árs gamall. Þá er hann var 50 ára, þóttj hann lúinn og lasburða. Svo fór hann að lifa eftir öllum reglum heilsu- fræðinnar. Og i stað þess að deyja varð hann frískari og »yngri« bæði til sálar og líkama. Þegar hann var 105 ára, tók hann próf í leikfimi. Enn fremur er hann dug- legur sundmaður og oft getur hann geng- ið 7 — 8 mílur í einu. Hinn gamli unglingur er kátur og glaður. Hann segir sjálfur: »Eg fædd- ist á 18. öldinni, lifði hina 19., er kom- itin vel áleiðis yfir í hina 20., og vona að sjá fyrir endann á henni líka,«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.