Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 14

Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 14
182 FRÆKO RN. »Sá!fræðHegf meistaraverk.« »Verði Ijós« segir í nóvemberb'aði þ. á. um bókina »Týndi faðirinn* : „Höfundurinn er norska skáldið alkunna, Arne Garborg. Skemmtileg er sagan ekki, svo alvar- leg sem hún er og þrungin af liugarstríði og hjartakvöl sjúkrar sálar. Týndi faðirinn er guð. Sagan sýnir oss lífsþroska manns, sem í svalli og syndaþjónustu hefir týnt guði sínum, en er nú orðinn þreytturá syndalífinu og þráir heitt að geta aftur fundið hinn týnda föður. En þetta reynist ekki eins auðvelt og hitt, að týna honum, því að í sálunni brennur eldur efasemda um allt á himni og jörðu. En guðs- þráin virðist ætla að verða efasemdunum yfir- sterkari og þegar maðurinn deyr og sögunni lýkur, er hann í þann veg að tinna föðurinn, já, hefur að nokkru leyti fundið hann. Skemti- saga er þetta ekki — en í heild sinni er sagan sálfræðilegt meistaraverk. Höfundurinn gjör- þekkir sálarlíf efasemdamannsins, af því að eldur efasemda og þar af leiðandi hjartakvalar hefur eitt sinn brunnið í sálu hans sjálfs." »Getur ekki ort.« Einhver sleggjudómari, aðnafni Sig. Sigurðs- son, kemst þannig að orði í „Bjarka" VIII., 46 um séra Matth. Jochumsson, um leið og hann veltir sér yfir annað skáld, Guðm. Magnús- son. Allir þeir, sem nokkurt vit hafa á skáldskap, dást einmitt að því, hversu séra Matth. Jochums- son hafi haldið andans fjöri sínu fram á þenn- an dag. En þessi dómari dæmir nú upp á sína vísu. Og eitthvað er varið í það að hafa meiningu sína svona út af fyrir sig! _ Sem eitt hiðsíðasta merki upp á snilldarljóð lárviðarskáldsins setjum vér á öðrum stað hér í blaðinu Ijóð þau, sem séra M. J. fyrir fáum dögumorti ti! konungs vors við 40-ára stjórnaraf- mæli hans. Allir, sem elska fögur ljóð, munu líka geta metiðþetta kvæði og skilið,að höf. þess „getur" enn þá ort. Sláðning á gátunni í no. 20—21. Dauðir menn eta ekkert, en ef lifandi menn ætu < kkert, mundi það verða þeim að bana. Ráðning á biblíugátunni kemur í 24. tbl. ÍXfXíXfx^ Fréttabálkur. 500,000 Búar hafa nýlega farið frá landi sínu til Ameríku. Qull er í haust fundið í Finnmörku í Noregi. Menn gera sér miklar vonir um, að það muni borga sig að vinna í námunum, og ráðstafanir eru þegar gerðar til þess. Monimsen dáinn- Theodor Mommsen, hinn frægi þýzki vísinda- maður, sem í fyrra fékk eiu af Nobels-verð- laununum, dó 1. nóv. Skritin verkmannaspjöll Á Belgíu hefur þingið samþykkt að hækka brennivínstollinn um 5C°/0. Verkmenn hafa orðið svo reiðir yfir þessu, að þeir liafa mynd- að samtök um að kaupa ekki brennivínið, af því það sé of dýrt — Það væri æskilegt, að báðir málsaðilar sætu fastir hvor við sinn keip. Hannes Hafstein ráðherra- Sú frétt reyndist áreiðanleg, að bæjarfógeti Hannes Hafstein verði hinn fyrsti ráðherra Is- lards. Klemenz Jónsson verður landritari. Júlíus Havsten verður umboðsmaður stjórnar- itinar í Khöfn. Presthólaprestur var 2. f. m. dæmdur í landsyfirrétti tiþ þess að greiða Ásgrími barnakennara Magnússyni í kaup kr. 144 kr. með 5°/0 vöxtum frá 27. maí 1901 til borgunardags, og25 kr í málskostnað.— Stefndi mun ekki hafa áfrýjað. Málið reisútaf því, að,séra Halldór neitaði í hitt eð fyrra að borga Ásgrími umsamið kaup fyrir vinnu. Páll Bjarnason á Sigurðarstöðum var 2. f. m. dæmdur í landsyfirrétti fyrir ærumeiðingar í „Bjarka", VI. ár, 33. tbl., þar sem liann meðal annars segir um séra Þorleif Jónsson á Skinnastað, að hann sé „bæði mannorðs og inuna þiófur." P Bjarnnson var dæmdur til að greiða 300 kr. sekt til landssjóðs eða sæta einföldu fángelsi í 90 daga. Hin átöldu ummæli voru dæmd dauð og ónierk, og loks var kærði (P. Bjarnason) dæmdur til að greiða allan kostnað í héraði, eins og sökin væri eigi gjafsaknarmál. P. Bj. áfrýjaði til hæstaréttar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.