Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 15

Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 15
FRÆ.KORN. 183 Húsbruni á Seyðisirði- Aðfaranótt hins n. þ. m. brann hús og Ijósmyndastofa Eyjólfs Jónssonar til kaldra kola. Eldurinn kom upp í Ijós- myndastofunni laust eftir miðnætti, og var allt brunnið á 2—3 klukkustundum. Slökkviliðið starfaði ólrauðlega að því að slökkva eldinn; sökum þess, að vindur var nokkur, tókst það þó ekki að bjarga húsinu, og fór slökkviliðið því aðallega að leitast við að verja nálæg hús; má það telja nokkurnveginn víst, að ef engin slökkviáhöld hefðu verið til, mundi eld- urinn hafa gert margfalt meiri skaða, en raun varð á. Af innanhússmunum varð mjög litln bjargað. Húsið var vátryggt og eins innanhússmunir, en að sögn of lágt. Kaupendur! f>ar, sem margir einstakir menn í sömu sveit kaupaFræk., væri mjögæskilegt, ef |>eir slægju sér saman og veldu mann f^uir sig, er viídi taka að sér að hafa á hendi útbýtingu blaðs- ins, og standa mér skil á andvirði þess fyrir þeirra hönd. Slikum mönnum mun eg gefa góð ómakslaun. f>að mundi létta mér afgreiðslu blassins, sem nú er orðin æái mikil. f>etta er þar að auki miklu hentugra fyrir hin» einstöku kaupendur, því þeir geta þá borgað andvirði blaðsins til útbýtingamanns- ins, og fengið hjá honum kvittun fyrir greiddri borgun og komast þannig hjá því að senda beint og að greiða burðargjald undir pening- ana. f>að segir sig sjálft, að aðeins áreiðanlegir menn óskast, og eru slíkir menn beðnir um að skrifa mér og gefa sig fram. D. Östlund. TIL JÓLANNA! NÝJA TESTAMENTIÐ MEÐ MYNDUM. Margur hefur lengi óskað eftir að geta fengið nýja testamentið í lítilli, handhægri útgáfu. Nú er slík útgáfa út komin. Stærð bókarinnar að eins hér um bil 4x51/2 þuml. Þykkt tæpir 3/4 þuml. Fjöldi litmynda. Bandið einkar-skrautlegt. Verð kr. 1.50 til 5.00 eftir gæðum bandsins. Sama útgáfa án mynda fæst einnig og er verðið 50 au. lægia á hverju eint. Til sölu hjá D ÖSTLUND. — Ritgjörð sú, sen birtist á öðrum stað í þessu blaði undir fyrirsögninni »Presturinn og legsteinninn,< herur áð- ur verið prentuð á íslenzku og var þá gefin út af Fr. H. Jones trúboða. Hún birtis.t í »Frækornum,« af því oss finnst hún bæði merkileg og umhugsunarverð. MALTEKSTRAKT, Cacao, Þurkaðar súpujurtir, svo sem : hvítkál, grænkál, steinselja (pedersille). og enn freraur Blandaðar súpujurtir til sölu bæði í lausri v kt o » í heilum pökkum. Seyðisfjarðar apótek. Cil jó/anna. Ýmisleg sœlgœti fást í Seyðisfjarðar apóteki. Andarnefju-lýsi — hið mjög ef/irspurða meðal við gigt— fœst í Seyðisfjarðar Apðteki. LYÐMENNTUN. Hugleiðingar og Tillögur. Eftir Quðmund Finnbogason. Verð 2 kr. Til sölu á Seyðisfirði hjá D. Östlund og L. S. Tómassyni.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.