Frækorn - 31.12.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 31.12.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN. HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND. 4. ársíansrur. Seyðisfirði 31. des. 1903. 24. tölublað. Sáttamál. Sbr. »Fridsröster« eftir Esaias Tegnér. "H* innir þú ( heimsíns háttum Jl\ hroka, metnað, svik og prett, sjáir þú í öllum áttum aflið fella lög og rétt; bruggi þræll í búri sínu banaráð og fólskusið; gjörðu borg í brjósti þínu, bjóð svo öllum heimi grið. Þú, sem boðar hi-fnd af hæðum, himins skaltu forðast nafn, hann er fullur friðargæðum, faðmar hann ei lífsins safn? nefn ei Drottins náðargrunna, náðin Guðs er þér of há ; eilíf djúp hans ástarbrunna engin speki vcit né sá. Þegar sólin Ijúfa lauga lög og storð með gulli fer, gleymdu hatri, hlýrnis auga hjartarætur þínar sér. Og er fögur aftanstjarna ofan stafar frið og trú, allri gremju aðgangs varna eins og vondum nætursúg. Hvað mun þýða, hvað menn kalla, hann, sem föður nefnum vcr? tímans hlutföll hljóta' að falla, hitt, 'ið æðsta, stöðugt er. Munu vitrings frægðar-fræði, föstum rökum sett og tryggð, bjóða hærri himna gæði heimskingjanna trú og dyggð? Dæm ei fljótt þinn fallna bróður, fyr en allt hans mál er sagt, vertú jafnan veikum góður, veiztu hvað á hann er lagt? veiztu hvað hans vörnum Iíður? varði' hann aldrei sæmd og dyggð ? veiztu hvaða böl hann bíður, biygð og angur, srnán og styggð ? Send oss, góði Guð og faðir, gxðin, sem oss hefur dreymt; lít í náð á lýða raðir, lýs þeim, er þér hafa gleymt. Skýrðu fögru friðarorðin — full er jörðin enn með blóð - : dýrð sé Guði, gleðjist sturðin, góður vilji hverri þjóð!

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.