Frækorn - 31.12.1903, Blaðsíða 3

Frækorn - 31.12.1903, Blaðsíða 3
FRÆKO RN. í 87 Ritningin og vísindin. Álit eins hámenntaös stuðfræöinss. Eitt kirkjulega tímaritið hér á landi hefur í fleiri ár barist fyrir því, að ritn- ingin yrði að víkja úr sessi virðingar sinnar sem orð hins lifandi guðs, og því hefur ' erið haldið fram, að þessari skoð- un á ritningunni væru aliir menntaðir guð- fræðingar nútímans fyigjandi. En þetta er svo rangt, sem nokkuð getur verið. Margir mætir vísindamenn fylgja þeirri stefnu óhikað fram, að riiningin ekki að- eins innihaldi eiithvað af guðs orði, heldur l ka sé guðs orð. Hér viljum vér setja nokkur orð um afstöðu visindanna til ritningarinnar cftir hinn fyrir fáum árum látna professor Carl Paul Caspari, og er óhætt að telja hann nieð hinum helztu guðfræðilegu v'sindamönnum seinni tíma. Caspari segir-: Til þess að gefa oss ómetanlegan fjár- sjóð af vitnisburðum, um heilagleika og réttlæti, kærleika og trúfesti drottins, hefur hann ekki aðeins viljað veita oss þekkingu á hinum miklu grundvallar- atriðum frelsunarinna'-, en hann hefur lýst hjálpræði sínu oss til handa svo ýiarlega sem framast má verða; hann hefur sýnt oss, hvernig hjálpiæðið varð nauðsyn, hvernig það var undnbúið, veilt og inn- leitt í mannkynið; hann hefur ekki gefið oss teikning í fáum lausum aðaldráttum, heldur mynd, fullkomna í öllu tilliti. Lát- um oss ekki vera vanþakkláta mcð því að finna að og hafna því, sem oss ekki geðjast að í þessari mynd, eða með því að álíta að það sé ekki gert með hendi meistarans ! Látum oss heldur í fullu trausti sökkva oss niður í að horfa á hana. Slfkt fullkomið traust, slík heil- huga athygli er líka móðir alls skilnings. Ef vér að eins trúum og rannsökum ær- lega, þá munum vér áreiðanlega fyr eða síðar koma til að sjá »guðs dýrð« einn- ig í því, sem oss virðist fyrst vera óskiljanlegt eða hneykslanlegt. »Ritn- ingin getur ekki raskast.« Það eru orð af munni hans, sem var sjálfur sannleikur- inn (Jóh. 10, 35); og ritningin er ekki samsteypa af hugsunum guðs og mein- ingum manna, ekki sambland guðlegs sannleika og mannlegrar viflu, heldur er hún lifandi líkami, sem allir partar henn- ar eru limir á, líkami, sem heilagur andi, sannleikans andi, upphaf hennar, streymir í gegn um. En mótmœli vísindanna gegn aðalatrið- um og smærri atriðum hjálpræðisopin- berunarinnar? — Eg er sjáifur, fyrir náð guðs, vísindamaður, en eg játa op- inskátt, að þessi mótmæli hafa aldrei valdið mér einnar einustu vökunætur. Þegar mælt er móti undraverkum hjálp- ræðisopinberunnarínnar, þá set eg aðal- lega móti því sögulega staðreynd þessara undraverka og umfram allt upprisu Jesú Krists. Er um nokkra staðreynd nægi- lega, já yfirfljótanlega vitnað í sögunni, þá er það um upprisu Krists; er hún ekki sögulegur viðburður, þá getum vér gjarnan slegið stryki yfir allt, sem saga nefnist. En það, sem sannað er sögu- lega, það er Iíka iiiögulegt samkvæmt lögum, sem eru æðri en náttúran. Og s'ro er til citt undraverk, sem við ber þann dag í dag, undraverk, sem er af- leiðing af hinum fornu undraverkum hjálp- ræðisopinberunarinnar og ber því vitni með þeim, undraverk, sem hver og einn getur reynt á sjálfum sér — eg á við undraverk endurfœðingarinnar, hið mikla innra undraverk, sem er jafnmikið og upprisa Krists — ef vér á annað borð getum talað um meira eða minna í tilliti til undraverkanna. Hver sann- kristinn maður þekkir sjálfan sig sem lifandi undraverk, og sögulegur sannleiki undraverkanna er honum því jafnviss og tilvera hans sjálfs sem nýr maður, sem kristinn. Og eins er því varið með spá- dóma hjálpræðisopinberunarinnar. Margir þeirra hafa þegar ræzt; já, ekki fáir af þeim hafa á alveg sérstakan hátt drottn- að yfir sögunni og gera það enn, með því að rætast hvað eftir annað æ greini- legar. Framanrituð orð eru tekin úr formála að riti prófessors Carpaiis: »Profeten DanieÞ, sem í ár er gefið út af séra

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.