Frækorn - 31.12.1903, Side 2

Frækorn - 31.12.1903, Side 2
194 FRÆ.KORN. Gamla árið og hið nýja. Árið er liðið. Liðið eins og lækur móti úthafi eilífð- arinnar. Liðið, og kemur aldrei aftur. Þrautir þess farnar ásamt unun þess og gleði; tækifæri þess til að vinna að guðs verki, til þess að gleðja og gera gott, eru farin, og vér sjáum þau heldur aldrei aftur: : — Aðeins eitt er eftir: Minningin um árið liðna. Hún svífur fram hjá oss eins og kyrrlátur gestur. Og hún talar, talar um gleðina Ijúfu og þrautasporin mörgu, sem árið bauð oss. Og svo bendir hún oss á, að margt góðverkið er óunnið, sem hefði getað verið gert, margt uppörvunar- og hugg- unarorðið ótalað, sem hefði átt að vera talað. Minningin hvetur til sjálfsrannsóknar, til alvöru, til bænar. Látum oss lyfta huga til hæða, og þó vér grátum yfirsjónir vorar, látum oss gleðjast yfir því, að náð vors himneska föður varir enn á seinasta degi ársins, og sú náð er oss gefin til þess að vér æ tökum framförum í því, sem gott er. Og lítum því glaðir móti árinu nýja, sem vér r.ú vonum, að drottinn láti oss sjá. Sé liðna tíðin óumbreytanleg, þá er hin komandi ætluð oss til þess að vér ráðum yfir henni. Helgum guði krafta vora og gaungum vonglaðir og styrkvir út á braut hins nýja árs. Þá mun gleðin verða meiri, yfirsjón- irnar færri og vér betur undirbúnir fyrir dýrð drottins um »eilíf ár.« Sólargeislar á heimilinu Svo er sagt um Benjamín Franklín að hann hafi veitt eftirtekt smið nokkrum, sem vann að smíði í nágrenni við starf- stofu Fraiiklíns í Fílácferfíu. Smiður þessi var ætíð í góðu skapi, og glaður í bragði við hvern, sem hann hitti. Þótt dimmt væri og kalt, þá lýstu hin vingjarnlegu bros á andliti hans eins og sólargeislar. Einusinni hitti Franklín hann að máli, og spyr hann, hvað því valdi, að hann sé ætíð með glöðu bragði og breyti aldrei skapí sínu. »Herra minn,« mælti smiðurinn, það er enginn leyndardómur; eg á hina beztu konu, sem hægt er að kjósa sér. Þegar eg fer til vinnu, kveð- ur hún mig ætíð með vinalegum og gleðj- andi orðum. Þegar eg kem heim á kvöldin frá vinn- unni, heilsar hún mér ætíð brosandi og býður mig velkominn, og þá er kvöld- maturinn ætíð til. Þegar við á kvöldin sitjum saman og styttum okkur stundir, sé eg, að hún á daginn hefur gert allt, sem í hennar valdi stóð til þess eg yrði sem ánægðastur, svo að í hjarta mínu verður ekkert rúm fyrir óánægjuorð eða þykkju til nokkurs manns. Franklín bætir við : »Hve mikið vald hefur konan ekki yfir hjarta mannsins, að gera það að uppsprettu hinna glöðustu og hreinustu tilfinninga og hugar. Talaðu því vingjarnlega. Vingjarnlegt tillit og vingjarnleg orð að loknu dagsverki kostar ekki neitt, en hefur svo ósegjanlega mikla þýðingu fyrir hamingju og viðgang heimilislífsins.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.