Alþýðublaðið - 11.04.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1921, Blaðsíða 1
CS-efið -út af jLlþýOufiokkiiiuii. 1921 Máaudsginn II. apríl. 81. tölubl. 3 sve|nro/{sinm. Eftir Hendrik J. S. Ottbsson. III. (Niðurlag) Soclálisminn, p. e. a. s. kom- Wanisminn, á hér við engu sið- ur en i öðrnm löndum, enda eru hér fjólmargir menn sem aðhyll- ast hann. Vér höfum séð, að al- þýðan græðir ekkert verulegt á þingstarfsemi. Dætni: 1919 var iagt fyrir þingið frumvarp, sem allir heilvita menn sáu að var sjálfsagt, o: um styttingu vinnu- tfmans á togurum. Það var felt. Eg segi ekki að svo langt sé kom- ið hér, að þingmean séu launaðir þjónar auðvaldsins (eins og t. d. ¦í Bandaríkjunum), en þeir eru svo skammsýnir og hræddir, að þeir þora ekki að sýna auðvaldinu í tvo heimana. Ástandið fer hröðum fetum í áttina til ótakmarkaðs auð- valds, Hér er því hafin stéttabar- átta, miskunnarlaust stríð á mitli tveggja aðilja. Þeir sera ekki eru með alþýðuani af heilum hug éru á móti henni. Alþýðan hefir hafið þessa baráttu tilneydd. Hinn háttv. greinarhöfundur þekkir víst ekki meðulin, sem vér' kommunistar ætlum okkur að nota í þessari baráttu. Hann þarf að þekkja þau. Eins og eg gat um áður, verð- ur hér ekki unnið með þingstarf- semi. Ekki skal háttv. greiuarhöf. halda að vér séum svo grænir, keramunistar, að bíða þar til allir snerm séu orðnir svo góðir, að auðmennirnir skifti „eigum(!)a sín- um milli þeirra, sem ekkert eiga. Nei, iátum þá leika sér að þvf, sem hafa ráð á að eiska náungann i kirkjunum, en kúga hann á „kontórnum". Nei og aftur nei. JRáð það sem vér ætlum að beita er einfalt og óbrotið. Þegar ástand- ið er orðið alþýðu manna óþolandi, komum vér og segjnm: „Hingað og ekki lengra, nú erum það vér sem stjórnum." Petta /áð heitir bglting. Kommunisminn kennir byltingu. Ekki þarf sú bylting þó að vera blóðug. Engu blóði var úthelt í Úogverjalandi þegar kom- munistar tóku völdin þar En þeg- ar hinn hákristni morðvargur Horthg komst til valda, flaut blóð í striðum straumum. Ekki skal háttv. greinarhöf. kvíða því, að vér séum ófærir að stjórna. Vér um það, en völdin tökum vér. Hvern rétt höfum vér til þessí Jú, þann sjálfsagða rétt þess, sem órétti og valdi er beitt- ur, og ekki getur leitað hans á annan hátt. „En þetta er borgara- styrjöld", viljið þér segja herra minn. Gott og vel. „öreiginn á ekkert föðurland", sagði Marx. Sá sem þrælar alla æfi til að safna í kornhlöður annara, og verður svo að missa mannréttindi sín sem gjald fyrir opinberan lífeyri, hlýtur að hugsa á þessa leið: „Föðurlandið" ér slagorð, sem að- eins hinir ríku hafa efni á að nota. Hver er blessun föðurlandsins fyrir þá, sem alla æfi eru þrælar. Þeim er tilveran böl, og „föðurlandið" ílát þess. Ef þér viljið deila sem skyn- samur maður, bendið þér á að hér sé lýðfrelsi og nefnið í þvf sambandi stjórnarskrána, sem ger- ir öllum þegnum jafn hátt undir höfði. En eg segi: Hver samdi stjórnarskrána og hvaða afstaða er tekin til þeirra mála,, sem hér greinir á um? í fyrsta og síðasta lagi er hún samin af mönnum, sem hafa sömu skoðun á þessum málum og þér, enda er hún sköpuð í þeirra eig- in mynd og líkan. Hún er sá vil- hallur dómari, sem vér virðura eftir gildi hennar. IV. Háttv. greiaarhöf. mínnist á Rússland. Já, eg og fjöldi annara félaga minna hér aðhyllumst kenn- ingar LeuÍBS. Hann er meiri vin- ur fslenzkrar alþýðu en þeir herr- ar löggjafar vorir. Greinarhöf. heldur að vér munum ekki geta komið hér á stjórnarfyrirkomulagi eins og í Rússlandi. Jú, vissulega getum vér það. Þó samanburðir séu mér leiðir, vil eg benda hon- um á iand sem líkt er farið og ísiandi hvað atvinnúvegi snertir. Það land heitir Kyrjálar (Karelen). Það er ca helmingi stærra en ís- íatid, og íbúar ca 250,000. Það liggur milli Rússlands og Fina- lands. Atvinnuvegir eru þar fssk- veiðar og kvikfjárrækt. Þar er sov- jetlýðveldi. Ekki skal háttv. höf. halda að ait sé þar í kalda koli. Nei, nú er í ráði að atvinnuiausir verkamenn norskir fari þangað Og setjist þar að. Svo er nú vel á veg komið atvinnuvegunum. Hvad veldur. Jú, þar er sovjetstjórn, ea engin hégómastofnun, sem nefnd er þing. Þar ræður hin vinnandi alþýða, og sá sem mest vinnur ber mest ur býtum, sá sem ekkert gerir fær ekkert. Að iokum vil eg snúa orðum mínum til íslenzkra alþýðumanna. Þetta þjóðfélag er aðeins til fyrir auðmennina. Því ber yðnr vegna harna yðar og sjálfra yðar að berjast gegn því. Alþýðufiokk- urinn er samhand yðar. Honum eigið þér því að iylgja. En ekkl má hann verðá neitt hégómatái, sem berst íyrir þyí að koma gæð- ingum sínum í feit embætti. Neð, hann á að berjast íyrir yður. Sú stefna sem eingöngu hefir siíkt réttlæti fyrir augum, heitir ftont-* munismi. Samband allra kommu- nista heitir 3. Inteinationale. Féiagarl Reynum að vinna að því að fslenzki aiþýðuflokkuristsi, sem nú mun telja 4000 til 5000 meðiimi, gangi sem fyrst í al- þjóðasamband, en um annað saœ~ band en 3. Internationale getur ekki verið að ræða. 3. Internfttionale lengi Iifi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.