Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Síða 1

Frækorn - 27.09.1906, Síða 1
Umburðarlyndi milli Ó, lofum Jesú liknarráð. O, lofum Jesú líknarráð, vor leið er náðargeislum stráð hans ási sé öllum skýrð. O, strengir hjartans hljómi dátt, um herrans veldi, tign og mátt og himins helgu dýrð.:,: Vor Jesús dó á kvalakross, hans kærleiks mildi hreinsar oss af saurgun allri og synd; þar streymdi blessað blóðið hans sem borgun fyrir afbrot manns, :,: það ljúf er svalalind.:,: Hans þyrnibraut um þessa jörð er, þegar mæðán geysar hörð, sú bezta huggun hér. Hans kærleiksandi andar blítt, og aftur gjörir hjartað nýtt, :,: og sorgir burtu ber.:,: Ó, hvílík gleði hlotnast mér, er herrans raust að eyrum ber, í hátign hiniinranns. Eg dýrðarkrónu krýndur þá, minn kæra Jesú fæ að sjá, :,: og halla að brjósti hans. :,: Jóhannes Stefánsson þýddi. kirknanna osr trúflokkanna hér á landi. Agrip af fyrirlestri, fluttur í Reykjavík 16. septemher 1906. »Dæm ei fljótt þinn fallna bróður, fyr en alt hans mál er sagt vertu jafnan veikum góður, veiztu, hvað á hann er lagt? veiztu, hvað hans vörnum líður? varði’ hann aldrei sæmd og dygð ? veiztu, hvaða böl hann bíður, blygð og angur, smán og stygð?« »Dæm ei fljótt þinn fallna bróður, fyr en alt hans mál er sagt«, segir skáldið. Eg er hræddur um, að vér mennirnir yrðum þá nokkuð seint reiðubúnir til þess að fella dómana! Pegar um sakamálin er að ræða, sem dómstólarnir eru látnir gjöra út um, þá i er venjulegast leitast við að skýra þau sem allra rækilegast, áður en dómur er feldur. Sækjandi og verjandi gera sitt ýtrasta <il þess að draga hvert það atriði fram, sem áhrif geti haft á dóminn. Og samt verða dómarnir oft svo rang- | ir, að ýmist kollvarpar yfirréttur eða ! hæstiréttur þeim, eða — timinn leiðir, ef til vill, í Ijós, að þeir voru rangir. Og orsökin? — Mennina vantar þekk- ! inguna, hina fullkomnu þekkingu, sem er Umburðarlyndi er fögur dygð og ætti | að vera hverjum manni eiginleg. Skammsýni og ófullkomleiki vor mann- anna er svo mikill, að vér liöfum hina fylstu ástæðu til að vera umburðarlyndir. Satt og rétt mælir hið fræga þjóðskáld Svía, Esaias Tegnir, er hann segir:

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.