Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Síða 9

Frækorn - 27.09.1906, Síða 9
FRÆKORN 305 Kramið undir krossins fargi kemur Drottins fórnarlamb; hann, sem lyfti heljarbjargi, hneigir sig þótt æði dramb; mannlaus eftir standa stræti, strokinn burtu vinarher, aleinn ber hann kvalakrossinn : „Konginn dreymir, sjáið þér ! “ Já, hann kemur aftur - aftur, eittsinn rætist heilög spá. Hræðist, bræður, hvaða kraftur hjálp og skjól mun veita þá ? Þá um náð á knjám þér knýið, kallið: herra, mildur ver! hljóðið upp, því hann ei flýið ; „Hann, sem „dreymdi" kominn er ! “ Kemur búinn konungs skrúða, krýnir höfuð dýrðarljós, skín á herðum skikkjan prúða skærri en Sarons dýrsta rós. Sjáið, Drottinn allra alda engla meður skarann simi kemur lýð að lýkna’ og gjalda: „Lítið drauma-konunginn !" Sikling hneigir sól með stjörnum, sezt hann nú á dæmistól. — Vægðu, faðir, blindum börnum, bjóð þeim náð og líknarskjól, fyr en ljóssins lúður hvellur lýði sekum ógna fer, og frá dauðans djúpi gellur : Drottinn sjálfur kominn erl Gerok. — M.J.þýddi. Af Rembrandt málara Einhverju sinni var Rembrandt, listamaður- inn frægi, að mála mynd göfugrar fjölskyldu, sem hann átti. Listamaðurinn mikli grét og snögti, en tók að bæta mynd afapa viðá mál- verkið. Fólkið mælti alt í móti þessu. Því fanst eins og ekki var óeðlilegt, að það yrði því tíl minkunar að hafa apann á myndinni. En Rembrandt hélt áfram að tárast, og um leið málaði hanrt mynd apans, þá varð hús- bóndinn mjög reiður. „Hvað eruð þér að mála, maður?" spurði hann. Og Rembrandt sagði: „Það er tnynd afapan- itm." „Þér getið þá átt málverkið sjálfur." „Já, eg held það sannast!" sagði málarinn. Málverkið er enn þá til og er álitið mesta listaverk. Hjáíp við biblíurannsökn. Pdls fyrri pistill til Tessaloníkamanna. Almennar áminningar. 1. Hvað eigum vér að gera fyrir aðra? 1. Tess. 5, 11. 2. Hvaða mönnum eigum vér að hafa sérstakar mætur á? 12., 13. v. 3. Hvernig á framkoma kristins manns að vera við alla ? 14., 15. v. 4. Hvað á kristinn maður ávalt að gera? 16.-18. v 5. Hvað er sagt um guðs anda? 19. v Sbr. Róm. 12, 11. Ef 4, 30. 6. Hvað eigum vér ekki að fyrir- líta? 1. Tess.5, 20. 7. Hvaða áminningar eru oss gefn- ar í 21. og 22. v. ? 8. Hver helgar oss, og hve víðtæk er helgunin ? 23., 24. v. 9. Er efni þessa bréfs sérstaklega áríðandi ? 27. v. ÓSKASTUNDIN. Á morgni lífs, á morgni, á meðan sunna skín f æsku, já í æsku er óskastundin þín, X- Kaupendur, sem hafa bústaðaskifti, eru beðnir um gera aðvart um það á afgreiðslu blaðsins.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.