Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Side 12

Frækorn - 27.09.1906, Side 12
308 FRÆKORN það hlýtur að vekja umhugsun og al- vöru. Á framsetningunni sést víða snildar- einkenni og öll ber hún vott um, að j skáldið hafi glögt auga fyrir sálarfíf- inu, og að hann kunni að hugsa rétt. Persónurnar eru allar eðlilegar, og maður fylgir þeim öllum með sam- hygð. Söguna skulum vér ekki segja hér. Presturinn, Hallasjálf og Ólafur sauða- maður, eru aðal-persónur hennar. Presturinn er, eins og sjálfsagt margir embættisbræður hans, orðinn kirkjunnar -þjónn »brauðsins« vegna i eingöngu. Hann tekur sér það hlut- verk, sem hann auðvitað er með öllu ófær til. Og því fer, sem fer. Hann er heldur ekki endurfæddur fyrir trú á drottin sinn, og hann á ekkert j vald til í sálareigu sinni, sem geti gefið honum sigur í freistingum sín- j um. Pví fellur hann. En þegar hann i síðan hálf-fulfur, og stórbrotlegur, fer j að dæma um kristindóm og kirkju, j þá eru auðvitað dómar hans fjarstæó- ur, eins og t. d. þegar hann vill hafa j »postullegan kristindóm«, sem meða j annars afnemur hjónabandið, og veit ir honum samþykki til þess og bless- un í því að fara þannig að í ástamál. um eins og hann fer. Halla sjálf er að mörgu leyti góð sveitastúlka, og fall hennar verður manni það sárasta í sögunni. Halla líður voðalega um leið og hún fórn- ar gæfu sinni og allri framtíð á altari prestslegra afglapa. Ólafur sauðamatur er ræfill, sem stendur lágt að öllu atgerfi, og er honum þó eins og hinum aðalmönn- um sögunnar sýnd full skil af hálfu »Jóns Trausta«. Gallar eru á bókinni, því ber ekki að leyna, bæði á málinu og annari meðferð efnisins. En bókin er þess vel verð að hún sé lesin, og hugs- andi menn geta vafalaust margt af henni lært. Og þjóðin á rétt til þess að gera sér miklar vonir um »Jón Trausta«, hver sem hann er. IppllHr. Frá Rússlandi. Ástandið í Odessa er mjög svo alvarlegt. Herlið á verði við konsúla híbýlin, mjög svo erfitt að halda uppi friði þar í borginni. Fimtán manns fengu sár eða bana 24. þ. m. í við- skiftum lögreglumanna og bæjarskríls- ins. Byltingamenn hafa birt ávarp gegn keisara. Peir segjast ætla að kippa burtu stoðum undan einveldisstjórn- inni, einni og einni í senn, með því að hún sé bæði blauð og drápgjörn. Stolypin sagði Gyðingasendinefnd að frumkvuðlum mergðarvíganna í Sied- lece mundi verða hegnt; hann hét einnig að leggja fyrir þing frumvarp um að auka réttindi Gyðinga. Sprengikúlu var varpað að amtmann- inum í Riga þar sem hann gekk um stræti; það var furðuverk að hann sakaði ekki. Uppreisnin á Kuba. Peir Taft og Bacon eru komnir til Havanna og hafa átt tal við Palma forseta og við fulltrúa uppreisnar- manna. Forseti lýsti því, að hann mundi segja af sér, ef það þætti ráð. Síðari fréttir segja; að þeir Taft og Bacon hafi átt aftur ráðstefnu við full- trúa frá ýmsum flokkum á Kuba. En

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.