Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 3

Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 3 mig .sendi, sá hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir stigið yfir frá dauðanum til lífsins. Jóh. 5, 24. Þetta eru sannindi, sem vér reiðmn oss á. Sá dómur sem feldur er við hi mikla, hvíta hásæti, nær aldrei, aldrei til vor, heldur skulum vér í dóminum sitja á hásætinu Þann, sem sigrar, skal eg láta sitja hjá mér í mínu hásæti eins og eg sjálfur, að unnum sigri settist hjá mínum föður í hans há- sæti. Opb. 3,21. Og með honum með hans föður, skulum vér dæma og taka þátt í stjórn heimsins. Ótti er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin elska óttann, og í því sýnir sig að elskan með oss er full- komin, að vér höfum djörfung á degi dómsins. Nú þedar gengur dómur, í vissum skilningi, bæði yfir guðs hús og yfir þá, er fyrir utan standa, þessvegna er einmitt nú þegar dagur dómsins kominn, þannig að guðs börn með breytni sinni dæma heiminn. Sá sem ekki trúir er nú þegar dæmdur. Því hann trúði ekki á nafn guðs eingetins sonar. En þessi er dómurinn: ljósið korn í heiminn, og mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljósið, því þeirra verk voru vond. Því hver, sem ilt aðhefst, hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo verk hans verði ekki uppvís. En sá, sem sannleikann gjörir, hann kemur til ljóssins, svo verk hans verði opinber, því þau eru í guði gjörð. Jóh, 3,18—21. Ait líf Jesú hér á jörðu var dómur Alt 1 ans líf, hans hreina, flekklausa breytni, var dómur yfir heiminum og myrkraverkunum: og að sama skapi sem vér sjálfir meðtökunr af krafti Jesú Krists, og eftir því, hve mikið vér leyfum guði eð úthella af sinni elsku í hjörtu vor, verður líf vort dónrur yfir heimiuum. En hvað er það, að fram ganga þannig í ljósinu? Um höfund frels- isins stendur, að hann lærði hlýðni af því, sem hann leið, og er eftir ^ína npphafningu orðinn öllum þeim er hoúum hlýðnast, undirrót til ævarandi farsældar. Hebr, 5,8. 9. Guðs undraverða elska í Jesú Kristi, hversu hún veitir oss kraft, að ofurselja sjálfa oss og vort gamla Iíf í dauðann, og vera þolinmóðir, auðmjúkir og hógværir! Guðskap- ar eitthvað nýtt, þegar vér gefum oss Jesú, þegar vér trúuni á þann kærleika, seni guð hefir opinberað í honum sjálfum. Þegar þessi elska var opinberuð fyrir Páli, þá yfirgaf hann alt, sem honum var ávinn- ingur, mat það tjón, hiá því að ávinna Krist og verða hluttakandi í hans píslum. Fil. 3, 10. Hvern- ig getur hann gjörbreyzt? Hann tekur þetta ekki af sjálfum sér; það er frjáls guðs gjöf til hans, nýr kraftur, sem guð sýndi á Kristi, þegar hann uppvakti hann frá dauð- um. Ef. 1, 20. Hann getur sagt; Eins og vér höfum fyrir mörgum þjáninguni orðið vegna Krists, eins veitir hann oss fyrir Krist yfirgnæf- andi huggun. 2. Kor. 1, 5. Og ef vér nieð honunt deyjum, þá munum vér með honum lifa; ef vér þolum stöðuglega, þá munum vér og með honum ríkja; ef vér afneitum honum, mun hann og af- neita oss; þó vér reynumst ótrúir, þá verður har.n samt trúr, sjálfum sér getur hann ekki afneitað. 2. Tess. 2, 11 — 13. Ætli það sé ekki tilvinnandi að gefa sig sjálfan þeimguði, semelsk- ar þannig? í þessu er elskan inni- falin, ekki að vér elskuðum guð, heldur að hann elskaði oss ogsendi sinn son til forlíkunar fyrir vorar syndir. Og vér höfum þekt og treyst þeirri elsku, sem guð hefir í oss. Hún hefir gefið oss eitthvað nýtt, veitt oss kraft til að ganga annan veg, og vér finnum, að það er himneskt takmark, sem orðið er dýrmætt hjörtum vorum. Vér sjá- um, að herskarar guðs eflast, ekki af því að hefna sín, heldur með því að umbera, því postulinn hvet- ur ekki til að berjast sem stríðs- maður, heldur: þoldu ilt, eins og góður stríðsmaður Jesú Krists. 2. Tím. 2, 3. Hver vill nú koma og gefa sig honum, sem er kærleikurinn, og segja: eg dæmi sjilfan mig, eg hefi reynt að elska, en hef ekki getað það, leyf mér að verða fyrir elsku þinni. Guð, eg kannast við, að þú ert réttlátur, þú ert sannorður, en eg er lygarinn. Eg er viss um, að hér eru margir, er mundu vilja verða nýir menn. Af eigin reynslu þekki eg, að engin örvænting er eins djúp og hættuleg, sem örvænt- ingin út af vanmætti hjartans til að elska. Eg á að elska, en eg get _það ekki. Sjálfuráeg að veraöðru- vísi, en eg er, gagnvart mínum nán- ustu, en eg megna ekki að um- breyta sjálfum mér. Ó, þú trúir ekki a þá elsku, sem guð hefir til þin, þú trúir ekki, að guð vilji skapa eitthvað nýtt í þér, gefa þér hlutdeild í sjálfum sér, svo mikið, sem þú getur veitt móttöku. Þú trúir ekki á þann kærleik, sem elsk- ar frjálst og óverðskuldað, heldur reynir þú að bæta sjálfan þig; þú grætur, gerir betrunar-tilraunir, gef- ur gjafir og fórnir, til þe«s með því ö!Iu að kaupa elsku. Segir ekki Salómon, að elskan sé eins sterk og dauðinn og hennar vandlæti fastheldið sein helja; þess glóð er eldsglóð, guðs logi. Mikið vatn getur ekki slökt elskuna og straum- ar flytja hana ekki burt. Gæfi ein- hver allan auð húss síns fyrir elsk- una, munu menn hæða hann

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.