Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 4

Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 4
4 Lofkv. 8, 6. 7. Eigin reynsla þín staðfestir sannleik þessara orða. Þu hefir reynt að kaupa guðs elsku, en hefir mishepnast. Hún er frjáls gjöf. Guð elskar þá föllnu og týndu og villuráfandi; guð elskar bað, sem ekki er elskuvert; liann hefir gefið sig í dauðann fyrir oss, meðan vér enn vorum óvinir. Komdu og mældu breidd og hæð oessarar elsku! Kom! þú tapar engu, ef þú tapar sjálfum þér í •Iskunni, sleptu sjálfum þér! Þú uunt finna sjálfan þig aftur í guði. cf vér týnum sjálfum oss í honum, óá öðlumst vér sannarlegt sjálfstæði, áví í honum er það, að nýr mað- ir verður skapaður og hið sanna lunderni myndast. Jafn mikið, og rér auðsýnum börnum vorum af ;önnum kærleika, jafn mikla stað- 'estu leggjum vér inn í huga þeirra. Frúðu honum til að elska þig, og juð mun mynda lyndiseinkunn þína. ?ú átt ekki að frelsa sjálfan þig, íeldur á guð að gjöra það. Gefðu oig honum á vald nú, því hann' dskar þig, og þá skalt þú einnig æra, að þekkja og treysta þeirri :lsku, sem guð hefir í þér, og hann nun taka burtu hið gamla, harða, rærulausa hjarta úr brjósti þínu; íann, en enginn annar, getur gjört rað. . að er ekkert annað sem relsar, en sá kærleikur, sem gafsig ;jálfan út fyrir vorar syndir. Og hann er meðal vor. Hann vitnar 'yrir munn þeirra, er postulinn segir iim, að andinn, sem í þeim var, ryrirsagði Krists píslir. 1. Pét. 1. 11. Þeir voru fyrirlitnir og smán- iðir, en dýrðin og krafturinn var hejm gefinn. Vilt þú einnig öðl- ist hann? Þegar guð sendir þjáningar, þá :r það ekki strangleiki af honum. Guð veit hvað hann gjörir. En sé- uð þér án hirtingar, sem allir hafa F R Æ K O R N tekið hlutdeild í, þá eruð þér í sannleika launsynir, en ekki skil- getin börn. En öll hegning þykir heldur sorgar en gleðiefni, meðan á henni stendur, en eftir á gefur hún þeim, sem við hana hafa full- kornnast, heilsusaman ávöxt rétt- lætisins. Undirgefni við andanna föður veitir líf. Hebr. 12, 8.—11. Hluttekning í þjáningum hans veitir hluttekningu í heilagleika hans, en þjáningar þessara tfma eru ekkert að reikna í samanburði við þádýrð, sem við oss mun opinber verða. Og þegar han opinberast, þá mun- um vér skilja að guð er kærleikur. Otto Witt. Nokkur bréf til vinar míns, III. Jesús Kristur og ritningin. Kæri vinur. Samkvæmt loforði mínu ætla eg nú að rita þér fáein orð um afstöðu Jesú Krists til biblíunnar. Fyrst vil eg benda þér á, að svo framarlega þú viljir kristinn maður vera (og það veit eg að þú vilt), þá hlýtur það að vera þér afar mikilvægt, hvað hann sagði um biblíuna. Jafnvel óvinir hans urðu að segja um hann: »AIdrei hefir nokkur maður talað eins og þessi maður.« Jóh. 7,46. í »honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólg- nir.« Kol. 2, 3. Hvað segir hann um ritning- una? Við skulum fyrst heyra orð hans um Móses-bækurnar, ein- mitt þann hluta ritningarinnar, sem nýja guðfræðin og biblíu- kritíkin hervæðast mest á móti. Jesús segir um Móses-bækurnar: »Ef að þér trúið ekki hans bókum, hver von er þá til þess, að þér trúið mínum orðum?Jóh. 5, 47. 47. Um lögmálið í Móses-bókunum segir Jesús (Matt. 5, 18): »Þangað til himinn og Jörð forgengur, mun ekki hinn minsti bókstafur eða titill lögmálsins líða undir lok.« Hinn »minsti - bókstafur« í hebresku er »yodh« meiren helmingi minni en nokkur annar stafur í stafrófinu, og »titill« er dálítið horn, sem í hebresku er hnýtt við samhljóðendurna, og Jesús segir hér, að ekki einu sinni svona iítið stafstrik eigi að hverfa af lögum þeim, sem guð gaf fyrir, Móse. í Jóh. 10, 35 segir Jesús þessi ótvíræðu orð: Ritningin getur ekkí raskast«. Gegnum alt nýja testamentið gengur sama kenningin um bibliuna. Hvernig er eftir þessu hægt að trúa Kristi án þess að trúa ritningunrii? Trúi maður Kristi og ritning- unni, verður maðurað hafnanýju- guðfræðinni og biblíuvefenging- unni. Það tvent — Kristur og biblían annarsvegar og afneitunarguð- fræðin hins vegar — á ekki betur saman en eldur og vatn, Ijós og myrkur. Guð gef þér gæfu til að trúa Jesú Kristi og orði hans. Þá trúir þú ritningunni og fylgir henni. Frh. Samvizka. — Indíáni nokkur lýsir samvizkunni með eftirfarandi ein- kennilegu orðum: »Hún er þrí- hyrndur hlutur hér innra. Þegar eg gjöri rangt, þá hringsnýst hún og veldur raér sárra óþæginda. Ef eg held áfram að breyta illa,þá heldur hún áfram að hringsnúast, þangað til brúnirnar eru alveg máðar af, og þá veldur hún ekki framar sársauka.«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.