Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 6

Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 6
6 ekki skrifað bæn þessa iðrunarsálms. Voltaire starði á pappírinn, penninn féll úr hendi hans og hann hailað- aðist aftur á bak í stólnum. Síðar gat hann aldrei talað um þennan viðburð án þess að láta í Ijós innri óróa. Hver var hyggnas'tur? Þrír Indíánar í Green Bay, Wis., sem höfðu verið nokkuð miklir drykkjumenn, urðu albindindismenn og hijög áhugasámir um að efla albindindismálefnið. Nokkrir hvítir menn vildu reyna þessa Indíána cg settu þessvegna brennivínskagga á veginn, sem þeir áttu að fara. Fyrsti Indíáninn þekti þegar gamla óvin- inn sinn, og um leið og hann sagði »Ugh,« hljóp hann yfirog flýtti sér burt. Hinn hló og sagði: »Mig þekkja þig«, um leið og hann gekk fram hjá. Þegarsá þriðji sá brenni- vínskaggann, greip hann handöxi sína og sló með duglegu höggi ’botninn úr, um leið og hann sagði hreyk- inn: »Ugh! þú eigrar mig — nú mig sigra þig!« Móðgun. Einn af litlu refunum, sem á vorum dögum skemma víngarðinn, heitir: móðganir. Maður verður »stygður«, »skap- raunað«, »særður« eða »móðgaður« á einhvern hátt. Að þetta kemur fyrir í heims- lífinu er ekkert undarlegt. En meðal guðsbarna á það ekki að vera þannig. Þegar þú, sem eft kristinn, frels- ast tii að álíta það »móðgum« ef einhver er tekinn fram yfir þig þú hefir verið misskilinn eða þess háttar, bíddu þá við augnablik og gættu þín. F R Æ K O R N Sjálfsálitið á að hverfa. Láttu þá þessa móðgun fiýta fyrir því. Salómon var vitur maður og hann kennir oss: »Það er manninum til frægðar, að ganga fram hjá mótgjörðurm. Orðskv. 19,11. Eftir þessu áttu að fara hærra með hugsanírþínar, til drottins sjáifs, Segðu honum alla málavöxtu. Biddu um sigur. Biddu um að geta gengið fram hjá mótgjörðum. Og biddu fyrir þeim, sem særði þig. Vertu ekki rólegur, fyr en drottinn hefir tekið brodd móðgananna úr hjarta þínu. Þá muntu fá náð til að fara leið þína með gleði. Og mundu eftir því að drottinn vill, að þú sért sérstaklega góður við þann, sem móðgað þig. Um sólina. Eftir prófessor Heegaard. Bygging sólar. Mörgu hefir verið getið til, þeg- ar rætt hefir verið um, hvernig sól- in muni.vera að innan. Er hún föst, fljótandi eða loft- kend? Nokkrir eru þeir, er halda að hún sé loftkend, en efnið sé þó viðlíka þétt og tjara eða hunang. Vér lítum svo á að hyggilegast sé að segja eins cg er, að vér höf- um alls enga hugmynd um hvern- ig efni því sé varið, sem er innan í sólunni sjálfri, þar eð það er háð afskaplegri þrýstingu af ytri lögun- um og þar að auki í mörg þúsund stiga hita. Að öllum líkindum er efnið þann- ig að það getur hvorki kallast fast, fljótandi né loftkent, heldur mun það vera í því ástandi er oss mun vera með öllu óþekt. Neðri log sólgufuhvolfsins eru mest megnis mynduð af glóandi málmgufu, en í efri lögunum, lithvolf- inu, eru aðeins léttustu iofttegund- irnar, t, d. vatnsefni. Lithvolfið er sífelt á ákafri hreyfingu. Þegar al- myrkvar eru á sólu, sést lithvolfið alt umhverfis tunglið og er þá yfir- borð þess ýmist jafnt og slétt eða alsett logakögri mjög mismunandi bæði að lit og lögun. Oft vaxa afar iangir sólkyndlar út úr því á svipstundu og ná þá oft mörg þús- und rósir út í geiminn. Upphaflega var ekki hægt að at- huga sólkyndlana nema meðan slóð á almyrkvum og þessvegna var það mjög mikilvæg uppgötvun er stjarn- fræðingarnir Janseere og Lockyer gjörðu — án þess þó að vita hver af öðrum — er þeir sýndu, að hægt var að athuga sólkyndlana um há- bjartan dag með því að nota litsjána. Og stjarnfræðingur einn í Vestur- heimi Hale að nafni rak svo smiðs- höggið á uppgötvun þessa með þv' að útbúa litsjána þannig að hún geti tekið ljósmyndir af sólkyndl- unum. Sölkyndlarnir vaxa oft með af- skaplegum hraða og breyta þá jafn- framt iögun sinni og oft hafa þess- ir ijóstangar sést skaga alt að 500,000 km. út í geiminn og er þá lengd þeirra rúmur þriðjungur af þvermáli sólar. Þannig var því varið með sól- kyndil einn, er stjarnfræðingurinn Trouvelt athugaði 11. júlí 1892. Þegar liann var orðinn 200,000 km. á lengd, varð hann 427,000 km. á einum 5 mínútum. En að 8 mínútum liðnum var hann algjör- lega horfinn. Enda þótt það liggi næst að hugsa sér að sólkyndlarnir stafi af eldsumbrotum í sólinni, er þeyta léttari efnum lithvolfsins langt út í

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.