Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 8

Frækorn - 23.02.1912, Blaðsíða 8
8 F R Æ K O R N 5. þ. m. meðt. kr. 10 —: sem gjöf frá ónefndum og ritstjóra óku'.nugum vini. Þökk! Framvegis verður kvittað í blað- inu fyrir allar slíkar gjafir. Frækorn eru og hafa altaf verið óháð eign mín. Og erfiðleikar mínir í fjárhagsl. tilliti, sem m. a. stafa af vanskilum annara til mín, hefir orðið til þess, að »Frækorn« í seinni tíð hafa komið óreglulega út, svo mjög, að eg jafnvel um eitt skeið var að því kominn að hætta að gefa blaðið út; en samt sem áður hef eg af- ráðið að halda því úti framvegis, ef guð lofar; og vona eg, að út- koman eftir þetta verði regluleg aftur. Þetta ár koma »Frækorn« út einu sinni í mánuði og kosta 75 aura árg. Kaupendur og vini — sem Frækorn eiga marga og góða — bið eg hér með velvirðingar á öllum misfell- um frá minni hlið, og þori eg að lofa, að eg mun gjöra mitt til þess, að blaðið verði þeim framvegis til gieði og gagns ekki síður en hing- að til. Mörg uppörfunarbréf hafa mér borist í seinni tíð. Eg set hér fá- einar setningar úr slíkum bréfum, er hafa glatt mig innilegaí »Frækorn hafa glatt mig mjög mikjð.« * * * »Eg vona og bið, að þér hættið ekki að gefa út Frækorn.* « * »Eg á 10 árg. af Frækornum í fallegu bandi og les eða læt lesa daglega einhverja grein í þeim.« * * * »Frækorn hafa glætt hjá mér lif- andi trú ádrottin minn og frelsara.« * * * »Mér þykir mikið miður, ef eg hætti að eiga kost á að njóta þeirra mörgu og björtu gleðistunda, sem »Frækorn« hafa flutt mérog mínum.« * * ♦ »Eg vona, að »Frækorn« hætti ekki að koma út.« Já, eg ætla að halda áfram í drottins nafni. Hann er nógu ríkur til þess að styðja útkomu blaðsins, bæði andlega og tímanlega. D. Östluad. Bænavikan. í henni tóku þátt í sameiningu þessir andlegu leiðtogar: S. Á. Gíslason, Hjörtur Fredriksen, N. Edelbo og David Östlund. Samkomur vorar haldnar ýmist í Sílóan og samkomusal Hjálpræðis hersins og voru þær vel sóttar og áhrifamiklar. Nýja sálmabók handa s. d. adventistum er verið að prenta nú. Munu sálmarmr verða hátt á 2. hundrað, sumt af sálmunum dr íslenzku kirkjusöngs- bókinni en sumt er frumort og þýtt. Samkomuhúsið Betel var vígt sd. 11. febrúar af fulltrúa Norðurlandasambands s. d. advent- ista, O. J. Olsen trúboða. Hann flutti ræðu á norsku, en Loftur Sigurðsson íslenzkaði. Auk þessa mælti hr. Níels An- drésson nokkur orð. Um 70 inanns voru viðstaddir. SuBsV^onu^u í Sílóam heldur D. Östlund á sunnudaginn kl. óV2 síðd. Allir velkomnir. grœkorn I9I2. Frœkorn koma út 1912 einu sinni í mánuði. Verðið 75 au. Stefnan óbreytt. Jeg vona, að hinir mörgu vinir blaðsins haldi trygð við það fram- vegis og — að margir nýir bœtistí hópinn. D. Östlund. Gefins og kostnaðarlaust er vor stóra verðskrá Nr. 24 send Hún er með uni 3000 mynd- um af búsáhöldum, verk- færum, stálvörum, vopn- um, hljóðfæum leðurvör- um, úrkeðjum, brjóstnál- um, silfursmíði, pípum o.fl Einfaldasti mátinn er að kaupa vörur sínar með póstinum. Lesið verðlistann og sje þar eitthvað sem þjer þurfið á að halda, þá biðjið nm það á brjefspjaldinu sem hon- um fylgir. Líki yður vörurnar hald- ið þjer þeim, búið annars vel um þær og sendið oss aftur. Skrifið eftir verðlistanum og hann verður sendur yður gefins. Importoren AiS Kobenhavn K. Frímerki brúkuð kaupir hæsta verði Inger Östlund, Laufásv. 43

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.