Frækorn - 18.03.1912, Blaðsíða 5

Frækorn - 18.03.1912, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 13 fyrirbæn og alvarlega rannsókn á sjálfum sér og lífssambandi sínu við guð og hans orð, til þess að ná fullkominni frelsun í Jesú Kristi og eilífri dýrð. Takmarkinu er ómögulegt ;.ð ná, cf íbúð andans, barnarétturinn og hin eilífa arfleifð ekki lýsir, styrkir og endurnærir sál- ina. Hin dauða trúin getur aldrei komið í stað fagnaðarins af guðs lífi í sálunni. N. Þýzka ríkið líður undir lok. Þegar Vilhjálmur prinz, sem síð- ar varð Vilhjálmur I. Þýzkalands- keisari, var í herferð móti Baden 1849, var honum sagt frá frægri spákonu og • langaði hann til að reyna kunnáttu hennar. Þegar hann hafði spurt hana um eitt og annað og fengið greið og góð svör, spurði prinzinn, hvenær sameining þýzka ríkisins kæmist á. Spákonan skrifaði upp ártalið. 1849. og undir það sömu tölustafina: 1849 1 8 4 9 og sagði prinzinum að leggja sam- an og þá fengi hann svarið. Það var 1871. Prinzinn spurði þá hvenær hann myndi deya. Hún skrifaði þá upp eins og áður ártalið 1871 og þar uridir sömu tölustafina og sagði prinzi að leggja saman. Þá íékk hann árið 1888. Loks spurði prinsinn hvenær þýzka rikið myndi líða und- ir lok. — Spákonan skrifaði sem fyr 1888 og tölustafi ártalsins undir. Þá kom út 1913. Tveir fyrri spádómarnir hafa ræzt og sá þriðji á að rætast að ári. Margir trúa á spádóminn og er geig'ur í sumum Þjóðverjum. Hið smáa. Margir smámunir hafa mjög mikla þýðingu. Eitt lítið orð, er festi ræt- ur í mannsins hjarta og huga, hef- ir oft myndað þau umskiftamót, er gjörbreyttu lífi hans. Með litlu stýri í hönd stýrimannsins, getur hann snúið og stýrt hinu stærsta hafskipi. Með lítilli eldspítu er mögulegt að kveikja í heilli borg og gjöra að ösku eignir er nema miljónum króna. Hin næsturn ósýnilegu dýr geta spilt uppskeru jarðræktarmannsins og komið til Ieiðar fátækt og neyð í heilu landi. Lítið sár hefir oft valdið dauða, en var álitið of litið til að sinna því. Eyðilagður drykkjuinaður, sem nú er vogrek bæði i líkamlegu og andlegu ulliti, byrjaði með því að smakka að eins lítið eitt' áfengi. Hin voldugu fossandi fljótin hafa myndast af smá regndropum, þó þau nú með krafti sínum dragi alt nieð sér. Það þarf ekki nema lít- inn skamt af eitri til að svifta lífinu. Ein einasta þrýsting með einum fingri útsendir hið deyðandi skot, og getur þannig komið af stað mik- ilvægum afleiðingum. Það er til- gangur óvinarins að veiða þig í sínar lævíslegu snörur og með hyll- ingum af heimsgleði halda þér fast í þjónustu sinni. Það eru freisting- ar til smásynda, að honum hepnast mest. Byrjaðu því á unga aldri bæði nieð sálu og ifkama að þjóna Jesú. Líf þitt mun verða farsælla, framtíð þín bjartari, vonir þínar ósvikulli. Blessaður munt þú verða, og lífslok þín munu verða friður. C. Bl. • • Eg mun upprísa.* Ung stúlka lá á banabeði sínum. Foreldrar og systkini stóðu grát- andi kringum hana við hugsunina um skilnaðinn. En sjálf leit hún út fyrir að vera full af fögnuði ei- lífðarinnar. »EIsku barnið mitt«, andvarpaði móðirin, »ertu ekki hrædd við dauð- ann?« »Nei,« svaraði hin deyjandi, »Kristur 'nefir sigrað dauðann og eg fer til hvíldar.* »En gröfin er svo dimm; ertu ekki hrædd við hana?« hélt móð- irin áfram. »Eg á ekki að vera kyr í gröf- inni, einungis að hvílast þar stutt- an tíma. Eg mun upprísa.« »Hvernig getur þú verið viss um það?« »Af því Jesús uppreis, og þar sem hann er þar vill hann einnig að við séum. Talaðu ekki um dauða og gröf; hann lifir, og eg mun upprísa.« Og í þessari upprisu von sofn- aði hún nokkrum klukkutímum seinna. »Sælir eru hinir dauðu, sem deyja í drotni.« Málmstungumaður. Það datt ofan yfir mig hérna á dögunum, er eg heyrði, hve mikla vinnu vinur minn lagði í að full- gjöra stálmynd. En að hugsa sér hvílíkan kraft og hvílíka þolinmæði þarf til að grafa inn í oss fegurð- ardrættina, eins harðir og vér erum! Ó, hvílík þolinmæði fyrir höndina, augað, hjartað og hugann til að framleiða Krists mynd í þessum, sem voru fæddir í synd! Hugsa um þann mátt, er gjörir börn reið- innar að guðs erfingjum. ___________Spurgeon. I

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.