Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 2

Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 2
34 F R Æ K O R N Frelsi ogsjálfstæði Krisis safnaðar. Eftir Alonzo T. Jones. Með öilum skýringum, seru finnast í guðs orði, er fullsannað, að heilagur andi hefir stjórnandi, leiðandi, fullræðis-myndugleika yfír söfnuðinum á tíma nýa testa- mentisins. Pess vegna var einn- ig frelsi í söfnuðinum; því »þar, sem guðs andi er, þar er frelsi«. Orðið »frelsi« merkir, að vera ekki háður þvingunarvaldi ann- ara, að velja og ákveða lífsstefnu eftir skilningi þeim, sem manni er af guði geíinn. Drottinri sjálfur lagði þennan grundvöll í söfnuði sínum, með- an hann var á jörðunni, með þessum orðum: »Ekki heldur skuluð þjer láta yður leiðtoga kalla, því einn er yðar leiðtogi, sem er Kristur. En sá mesti meðal yðar sje þjónn hinna. Pví hver, sem sjálfan sig upp- hefur, mun niðurlægjast, en hver sig sjálfan lítillækkar, hann mun upphafinn verða.« Matt. 23, 8-12. Meðal bræðra er enginn yfir- maður. Samt sem áður hreyfði sjer sú hugsun meðal lærisvein- anna, hver þeirra mundi verða mestur í hinu komandi ríki. En hann ávítaði þáog sagði: «Yð- ur er kunnugt, að konungar jarð- arinnar drotna yfir þegnum sín- um, og stórmenni beita valdi gegn þeim. En yðar á meðal skal þetta eigi vera svo, heldur skai hver sá, sem mikill vill verða meðal yðar, vera yðar þjónustu- maður; og hver, sem vill verða fremstur meðal yðar, hann sje þjónn yðar; eins og mannsins sonur kom ekki til þess, að aðr- ir skyldu honum þjóna, heldur til að þjóna öðrum og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga«. Matt. 20, 25 - 28. Frh. , j'Jvafc&o vna‘4 - . Til vina minna. Um leið og þessari leiðinlegu deilu væntanlega er lokið, — með hinni snöggu burtför Rafts og Ar- nesens, sem mjer þótti leitt að missa hjeðan svona í miðju kafi,—skaljeg segja nokkur orð til hinna mörgu vina minna, sem vilja fylgjast með í málum minum: Fyrst af öllu : hjartans þakkir fyr- ir það traust, sem þjer hafið sýnt mjer á þessuni raunatímum mínum, þegar taumlausum rógburði og of- stæki hefir verið beittgagnvart mjer. Yður, sem hafið sýnt mjer traust og sýnið enn, segi jeg aftur þakkir. Um mig hefur sannast: »Ber er hverr at baki, nema sér bróðr eigi« Jeg hef átt góða bræður, og því hafa rógberarnir, guði sje lof, ekki náð tilgangi sínum. Sumir yðar hafa beðið mig um að segja yður svolítið betur frá því deilumáli, sem andstæðingar mínir leituðust helst við að ófrægja mig rneð: »Frækorna«-málini'. Allir hafa orðið að kannast við það, að þeir gátu engar sannanir fært fyrir því, að þeir, en ekki jeg, ættu »Frækorn«. En vinum mínum erspurn: Var þá engin átylla fyrir þessari ákæru ? Oeta mennirnir svona blátt áfram skrökvað öðru eins? Átyllan er engin önnur en sú, að Trúboðsfjelag s. d. a., eða »Sambandið«, sem það hefur verið nefnt í deilugreinum okkar undanfarið, styrkti útgáfu blaðsins »Frækorn« á tímabilinu 1904—1909. Raft segir í grein sinni í »Vísi« 11. júlí, að Sambandið hafi gert það í þeim »skilningi«, að það væri þess rjetta eign. En til þessa »skiln- ings« hef jeg enga ástæðu gefið. Og þetta er misskilningur hjá Sam- bandsmönnum. Aldrei var blaðið »Frækorn« selt Sambandinu. Aldrei kom því til hugar að kaupa það. Frá upphafi var blaðið (árið 1900) stofnað af mjer, án vitundar, án nokk- urra afskífta og án allrar fjárstyrkt- ar frá Sambandinu. Blaðið var því frá upphafi ómót- mælanlega mín eign. Enginn einasti stafur er til fyrir því, að Sambandið hafi nokkurn tíma átt blaðið. Þess vegna vátrygði jeg og borg aði úr mínum vasa brunabótagjald ár eftir ár fyrir það, sem jeg átti fyrirliggandi af gömlum árgöngum »Frækorna«, ásamt öðru, sem jeg átti; en Sambandið hafði aldrei ngitt vátrygt af bókum og ritum sínum; það brann alt og var það skaði þess en ekki minn, en illa situr nú á Sambandsmönnum að vilja eigna sjer það, sem þeir eiga ekki. Herra Nils Andersson bóksali tók við af mjer öllum birgðum bóka og rita sambandsins fyrir brun- ann, og jeg hef sundurliðaða skila- grein fyrir þessu hjá honum, þar sem hann telur upp, hve mikið sje til af hverri bók og hverju riti fyrir sig, en af »Frækoruum« telur hann ekkert sem eign Sambandsins, sem heldur ekki var hægt, af því að jeg átti það, og hr. N. A., sem var allra manna best kunnugt um afstöðu mína til Sambandsins, mælti heldur aldrei einu orði á móti þessu; og munu þó allir, sem þekkja hann, telja hann

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.