Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 4

Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 4
F R Æ K O R N 36 JUtaeftttsVa* \ Svar frá Ðavid Ösflund til J. C. Hafi og Erik Arnesen. í Vísi í gær birtist löng grein fráhr. R.&A. um mig, og er ýmis- legt í henni, sem eg verð að at- huga ofurlítið. Hverjum »tilheyra« aðventistar í Reykjavík? Raft og Arnesen segja, að ekki verði annað skilið, af blaðagrein- um mínum, en að »söfnuður s. d. adventista í Reykjavík tilheyri« mjer. Eg er að eins rjettilega kjörinn formaður annars þeirra, sem í raun rjettri er »fyrsti söfnuður s. d. a. í R.vík.—Hvorki á jeg nje »Samband- ið« mennina, sem í s. d. a. söfn- uðinunr eru, og ísl. Iög munu ekki leyfa, að nokkurt útlent fjelag eigi hjer söfnuð öðru vísi en svo, aðtrú- frelsi manna sje eigi fyrir borð bor- ið, lagaheimtingu um fylgd og spekt við sig getur »Sambandið« ekki heimtað, frekar en hver vill. Hefur Östlund og »fyrsti söfn- uður« skilið sig frá Sam- bandinu? Nei! En óeiningin stafar af því, að Sambandið hefur vilja ráða yfir söfnuðinum og fyrirskipað honum, að taka forstöðumann eftir vilja sambandsins. Þetta var að svifta söfnuðinn hinum miklu rjettinduin að mega sjálfur kjósa sinn for- stöðumann. Þau rjettindi eru fyll- ilega lögrnæt samkv. ísl. lögum. S. d. adventistar um allan heim við- urkenna þenna rjett safnaðanna. En þegar fyrsti söfnuður í Reykja- vík vill ekkert annað en framfylgja þessum rjetti, þá rís hr. Raft upp cg vill drottna svo mjög yfir söfn- uðinum, að hann vill reka söfn- uðinn úr Sambandinu fyrir þá sök eina. Hjá sumum var , sjálfstæðið ekki meira en svo, að þeir beygðu sig fyrir hinu útlenda valdi og kusu eftii því. Þessu gerræði hr. Rafts hefur »fyrsti söfnuður« mótmælt og ger- ir enn. Hann kaus frá upphafi sinn forstöðumann, og hann mun væntanlega gera það, meðan söfn- uðurinn er til. Um meðlimatölu í Reykjavíkur- söfnuðunum er ekki vert að deila. Þeir eru báðir fámennir, þótt mann- tal í fyrsta söfnuði sje nokkuð hærra. »Hindranir«. Herrarnir segja í Vísi í gær: »Oss langar ekki að eiga í deilum hvorki við hr. Östlund eða söfnuð hans; en þær hindranir, sem hafa verið lagðar fyrir oss, svo vjer ekki gætum fengið vorn núverandi for- stöðunrann og fulltrúa hjer, hr. Olaf J. Olsen, viðurkendan af stjórnar- ráði íslands, neyddu oss til að gefa þær upplýsingar, sem vjer annars mundum ekki hafa komið með hjer.« Jeg hef sýnt fram á það í Vísi áður (5. apríl þ.á.), að eina orsök- in til þess, að hr. Olsen fjekk ekki konungsstaðfestingu í des. í fyrra, var sú, að hann og hans menn fóru ekki rjett að þessu, þar sem þeir hjeldu klíkufund 25. nóv. 1911 hjá hr.ÓIsen, algerlega án vitundar minn- ar og safnaðarins í heild sinni, og »kusu« Olsen þar ásamt nýrri safn- aðarstjórn, til þess að koma mjer burtu svona á bak við tjöldin, rjett eftir það,að almennur safnaðarfundur með miklum meirihluta greiddra atkvæða hafði gefið mjer trausts- yfirlýsingu (21. nóv. 1911). Þegar svo Olsen og fylgismenn hans sóttu til Stjórnarráðsins um viðurkenningu á hinum nýkosna manni, gáfu þeir ranga skýrslu, kölluðu klíkufund sinn > safnaðarfund« og sögðu lfka ósatt frá tölunni, þarsem þeirsögðu, að tala þeirra, sem »nefndan dag 25. nóv.)« hefðu kosið Olsen, væri »hjer um öil 23«, en sann- Ieikurinn er sá, að talan hefur verið »hjer um bil 14«. Það var þetta, sem stóð í vegi þá, að vilja koma mjer burtu á óhreinan hátt, sem varð Olsen til hindrunar. Þegar hann svo kom til mín um það leyti og kvartaði undan því, að jeg stæði í vegi fyrir að hann næði viðurkenningu, sagði jeg honum, að jcg væri alls ekk- ert á móti því, að hann næði stað- festingu, en að hann yrði að sækja utn hana á ærlegan hátt. í annað sinn voru líka skjöl hans rjettari, og sótt var fyrir þá aðeins, sem vildu hafa Olsen; þeir voru þá orðnir 22, með því líka, að þá höfðu 5 utanbæarmenn verið teknir með. Þá fekkst viðurkenningin. Oeti herrarnir hrakið þetta, þá geri þeir það. f Vísi 8. apr. þ. á. lofaði hr. Olsen, að »öllu« sem'jeg hafði skrifað um mál þefta, skyldi verða svarað »grein fyrirgrein«, er hr. Raft kæmi. Samkomuhúsið »Betel«. — Norðurlandasambandið hafði látið undir höfuð leggjast að efna skýlaust loforð um að byggja sam- komuhús í Reykjavík upp á sinn kostnað, en jeg sjálfur bygði þá Betel 1905, En liitt er satt, að þegar það sýndi sig, að húsið var starfinu til eflingar, rann Samband- inu til rifja loforðsbrigði sín, og þá vildu sambandsmenn hjálpa til. Sagði jeg þeinr þá að jeg kærði mig ekki um annað en að þeir greiddu 2000 kr. skuld, sem jeg hafði, auk veðdeildarskuldar (3000 kr.), en hvort jeg eða Sambandið hafi skaðast á þessum viðskiftum,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.