Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 6
38 F R Æ K O R N Og hvað á að segja um það, eftir þessar tvöföldu hrakfarir Sam- bands-manna—eftir tvívegis að hafa fengið yfirlýsing um kæruna, að »ekki sje ástæða* — hvað á að segja um það, að herrarnir nú leyfa sjer að bera þessa kæru gegn mjer fram fyrir almenning og brígsla mjer enn um, að jeg fari með rangt mál, og sje eftir því svikari með »Frækorn«. Það er »Frækorna€-T!áiið sem skilur milli okka*-, og herramir reyna að kasta rýrd á manncrð mitt. En fullviss er jeg um sakleysi mitt: »Frækorn« eru og hafa verið mín eign. Nú sting jeg upp á því við herr- ana: að 3 manna gerðardóm- ur geri út urn það mál. Þeir Raft og Arnesen kjósi i mann, jeg 1 mann og bæarfógeti 1 mann. Öll málfærsla í þessu — sem ekki getur verið margbrotin — fari fram skriflega og að dómur sá, sem þar fellur, verði úrslitadómur í því máli. Fyrir mánudag næstk. kl. 6 síðd. svari þeir, hvort þeir ganga að þessu boði Jeg er fullráðinn í því að gera enda á þessu. Og tiiboð miít er hreint og drengilegt. Taki þeir ekki þessu tilboði mínu, lýsi jeg ásakanir þeirra gagnvart mjer gersamlega tilhæfulausar, og veit, að almenningur skilur þá, hvor okkar fari með rjett og hreint mál. Trúi þeir málstað sínum, þáhafa þeir ekki á móti því að hann komi ótvíræðlega í ljós, og hafi jeg rjett fyrir mjer, býst jeg við, að allir heiðvírðir menn sjái, að sanngjarnt sj að jeg fái alla þá uppreisn sem mjer ber að fá. D. Östlumi. Opið brjef til J. C. Raft og Erik Arnesen. [Eftirfarandi brjef sendijegþeim herr- um Raft og Arnesen áður en þeir fóru frá landi í gær kveldi, til þess að þeir gætu lesið það samtímis og lesendur þessa blaðs. D. Ö.] Reykjavík 15. júlí 1912, kl. 4 síðd. »Jeg fer heim«, sagði Vigfús á Hala í Mannamun; hann var kom- inn í bobba. Ferð ykkar hjeðan kemur flest- um á óvart. Safnaðarmenn ykkar sumir, sem sífelt voru með ykkur á samkomunum, sögðust ekki vita um ferð ykkar í gær, kl. 6—7 síðd. Ekki gat jeg vhað betur en þeir. Og til þess að ganga frá kæru- máli ykkar gagnvart mjer voruð þið þó hingað komni.. Við ýmsa hjer höfðuð þið sagt, að þið viss- uð ekki, hvenær þið færuð. Ykkur leist ekki á að hætta út í það, að leggja »Frækorna« málið í gerð eftir alt, sem á undan var gengið; teljið þá uppástungu mína »þýðingarlausa«; en sjálfsagt vitið þið, að gerðardómar alment eru taldir ágæt trygging þess, að rjett- lætið nái fram að ganga; þið vitið, að langt um stærri og flóknati mál en »Fráekorna«-málið hafa verið lögð 1 gerð; jafnvel stórmál ríkja á milli eru einatt útkljáð á þann hátt. Þið sjáið ykkar óvænna: Þið þorið ekki að leggja þetta mál í gerð, og þið færist undan íslensk- um dómstólum, en þið vitið, að jeg er of fátækur maður til þess að sækja mál gegn ykkur erlendis, og er það, ef til vill, eina hróksvaldið ykkar. Nú lýsi jeg ykkur hreint og beint ósannindamenn að þessum »Fræ- korna«-áburði. Jegáog hef alt af átt »Frækorn«. Það hef jeg sagt, og það segi jeg enn. Þið segist vera »fúsir« til þess að koma »með sannanir í þessu máli.« Jeg skoraá y kkur að gera það fyrir ísl. dómstólum. Hvortsöfnuðurinn vill sækja »Bet- els«-málið er ekki mitt að kveða á um; hann ræður þar sjálfur, en viss er jeg um, að rjettan málstað á hann gagnvart ykkur í því máli. Ósannindi þau, sem fram komu í fyrri staðfestingarumleitun O. J. Olsens, sem hann ómótmælanlega hefur gert sig sekan í, — kallið þjer »smávægileg aukaatriði«. Aumur er þessi þvottur á hr. Olsen! Og um leið bágborin mynd af ykkur sjálfum. Skuldir virðast vaxa fljótt hjá ykk- ur: Á fimtudaginn var þóknast ykkur að segja frá óuppgerðam milli- reikningi okkar, og eruð svo ósvífn- ir að »hjala« um að jeg skuldi sambandinu »fleiri þúsundir króna«. Nú eru þúsundirnar alt í einu orðnar »margar«! Hefðuð þið dval- ið hjer eina vikuna enn, er ekki gott að vita, nema þær hefðu orðið að miljónum I! Þjer, hr. Raft, eruð orðinn gleym- inn. Þúsundkróna-skuldbinding yðar til mín í fyrra er þó vottföst. Og samningsrofið við mig um prentun — sem auðvitað yrði mjer til inn- tekta talið að fullri upphæð samn- ingsins — nemur talsverðri upp- hæð. Þið vilduð ekki tala við inig í þetta sinn. Jeg skil það vel, að þið ættuð bágt með að horfast í augu við mig, eftir að hafa brotið þá háðtíðlegu sætt, sem gerð var á safnaðarfundi 5. sept. 1911, þar sem alt sem okkur hafði borið á milli, skyldi dautt og grafið vera og aldrei framar minst verða. Og var þess unninn helgur eiður. Þið bjuggust við, að ykkur kynni að

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.