Frækorn - 11.08.1912, Side 1

Frækorn - 11.08.1912, Side 1
„Það er fullkomnað.“ I. Sköpunarverk Krists var fullkomn- að. Jeg segi sköpunarverk A'rists, því orðið segir: »Því að fyrir hann er alt skap- að, seni er á Iiimni og jörðu, hið sýnilega og hið ósýtiilega, hásæti, herraveldi, höfðingja-dómar og yfir- ráð; allir hlutir eru skapaðir fyrir hann og stefna til hans.« Kól. 1,16. Drottinn vor leit á alt, sem hann hafði skapað, og sjá, það var alt harla gott. — Hann innsetti þá hvíldardaginn sem hið eilífa merki um hið fullkomnaða verk sitt. Menn- irnir fögnuðu í sælli sambúð við skapara sinn og drottin. II. — Syndin ritaði dökkar rúnir á hið fagra verk drottins. Fagnandi sálir breyttust í kveinandi, örvænt- ingarfullar manneskjur, og bölvun synd.rinnar lagðist æ þyngra yfir sköpunarverk guðs. Þá gaf guð sinn son og »hann varð bölvun fyr- ir oss « Oal. 3, 13. Til Golgata lít jeg í örvænt- ingu minni. Það er dimt yfir hin- um heilaga, sem hangir þar. I skelf- ingunni og í myrkrinu mikla kallar hann: »Minn guð, minn guð, hví hefur þú yfirgefið mig?« En í gegnum syndamyrkrið brjót- ast þó geislar vonarsólarinnar. U:rs leið og Jesús, guðs lamb, deyr á krosstrjenu, kallar hann þó: »Það er fallkomnað*; og: »Faðir, í þínar hendur fel jeg minn anda.« — Fórniti var færð, fórnin sem að eilífu gildir; gjaldið var greitt. Mín synd burttekin, sigrað vald synd- arinnar; eilíft líf unnið til handa mjer og öllum, sem guð gaf hon- um. Og í þessu fullkomnaða verki frelsarans hafa sálir um allar aldir st'ðan fundið hjartafrið og frelsis- fögnuð og eilífa von. Syndin hef- ur mist sinn brodd, og eilíf sigurs- gleði blasir við þeim öllum, ertrúa á hann, sem keypti oss með sínu blóði. III. Og vonin er þessi: »Eftir hans fyrirheiti væntum vjer nýs himins og nýrrar jarðar þar sem rjettlætið mun búa«. Syndin mun hverfa. Um þennan heim lesum vjer; »Heimurinn ferst og hans iystingar«. Og »jeg sá nýan himin ognýa jörð, því sú fyrri jörð var horfin og sjórinn var ekki framar til.« »Jeg heyrði mikla rödd af himni segjandi: Þetta er tjaldbúð guðs meðal mannanna; hjá þeim mun hann bústað hafa, og þeir skulu vera hans fólk, og guð sjálfur mun vera hjá þeim, og vera þeirra guð.« »Harm niun þerra livert tár af þeirra augum, og dauðinn mun ekki framar til vera; hvorki harmur nje vein, nje mæða mun framar til vera, því það fyrra er farið.« »Sá, sem í hásætinu sat, sagði: sjá, jeg gjöri alt nýtt:hann sagði við mig: skrifaðu að þessi orð eru trúanleg og sönn«. »Enn framar sagði hann við mig: það er skeð; jeg em A og Ó, upphaf og endir«. Op. 21, 1-6. í sælli von lít jeg til þess tíma þegar þessi dýrðlegu orð rætast hinn mikli hvíldardagur blasirvið mjer, á er guð enn mun líta á alt sitt verk, og segja, að það sje harla gott. — Það, sem menn þarfnast, er ekki fleiri lög, heldur trú á rjett- mæti laganna, sem sett eru, og vilja til þess að hlýðnast þeim.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.